SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 23
28. nóvember 2010 23
M
eira er sagt frá átökunum í Afganistan og Írak en
skálmöldinni í norðanverðu Mexíkó þótt mannfallið
sé mun meira í síðasttalda landinu. Talið er að nærri
30 þúsund manns hafa fallið síðustu fjögur árin, þar
af liðlega þúsund börn og unglingar. Þarna berjast hópar fíkni-
efnasala innbyrðis og við lögreglu og hermenn og mikið er í húfi.
Yfir 70% af öllum fíkniefnum sem berast að utan til Bandaríkjanna
er smyglað frá Mexíkó, giskað er á að veltan á hverju ári sé á milli
13 og 43 milljarðar dollara og hagnaðurinn geysimikill. Nákvæm-
ari tölur um veltuna eru eðlilega ekki á boðstólum.
Heimildarmenn segja að í reynd ráði fíkniefnasalar lögum og
lofum í sumum borgum Mexíkó, hefðbundin og löglega kjörin
stjórnvöld séu nánast utangarðs. Einna mest hefur því gengið á í
borgum eins og Ciudad Juarez við landamærin í norðri, hún er
eins konar tvíburaborg El Paso í Texas. Saklausir borgarar lenda
hvað eftir annað í eldlínunni og eru orðnir langþreyttir á ástand-
inu, þúsundir manna hafa hreinlega flúið heimili sín. Glæpagengin
fá oft unglinga til að gerast leigumorðingjar. Öðru hverju eru
gerðar tilviljanakenndar skotárásir á fólk á almannafæri, háls-
höggvin lík finnast á fjölförnum stöðum, stundum hengd upp á
brúm. Markmiðið er að ógna, kæfa allt viðnám í fæðingu.
Smygla fíkniefnum og fólki
Smygl á fólki er tekjulind sem getur líka gefið mikið í aðra hönd.
Fjöldi Mexíkóa freistar gæfunnar og reynir að komast til Banda-
ríkjanna, ár hvert tekst einnig hundruðum fátækra íbúa frá öðrum
löndum Rómönsku Ameríku að komast alla leið að landamær-
unum. Þeir kaupa sér síðan aðstoð Mexíkóa sem lofa að smygla
þeim yfir fyrir greiðslu. En fjöldagrafir benda til þess að sumir
þeirra fari með fólkið út í óbyggðir og myrði það en hirði féð.
Eru glæpagengin að sigra, er Mexíkó að hrynja? Ekki segja ráða-
menn landsins það og varast ber að ýkja vandann þótt slæmur sé.
Tölur sýna að ástandið er slæmt í níu af alls 31 sambandsríki
Mexíkó. En morðtíðni í landinu í heild er mun lægri en í mörgum
öðrum. Hún er nú um 14 af hverjum 100 þúsundum, í Brasilíu er
hún t.d. 22. Og tíðnin í Mexíkóborg er mun lægri en í höfuðborg
Bandaríkjanna, Washington. Hvort tölur af þessu tagi eru mikil
huggun fyrir íbúa Ciudad Juarez er önnur saga.
Nýlega fundust um 500 metra jarð-
göng undir landamærin við Tijuana.
Um þau er smyglað fíkniefnum til
Bandaríkjanna en peningum, gróð-
anum af sölunni, suður yfir til
Mexíkó.
Milli tveggja elda
í gengjastríðum
Nokkur eiturlyfjasamtök í norðanverðu Mexíkó berjast innbyrðis um völd og
milljarðamarkaðina í Bandaríkjunum, einnig gegn her og lögreglu. Tugþús-
undir manna hafa fallið síðustu árin. Saklausir óbreyttir borgarar eru oft
skotskífur og örvæntingin fer vaxandi.
Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Grátandi aðstandendur í
Ciudad Juarez í október. 13
féllu og um 20 særðust þeg-
ar óþekktir menn létu
byssukúlum rigna yfir gesti
í afmælisveislu.
Mexíkóskur hermaður miðar byssu sinni á
óþekktan ofbeldismann í borginni Tijuana,
rétt sunnan við San Diego í Bandaríkjunum,
í lok oktober. Minnst einn maður féll
í bardaganum, að sögn fjölmiðla í borginni.
Lögreglumaður í Tihuatlan í Veracruz-
ríki með mann sem sakaður var um
aðild að morði á svissneskum starfs-
manni olíufélags í nóvember.
Tugþúsundir hermanna taka þátt í
baráttunni við eiturlyfjagengin, hér
eru konur úr Mexíkóher á æfingu.
Reuters