SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 26
26 28. nóvember 2010
S
núningastrákur í sveit í Borg-
arfirði um miðja 20. öldina
upplifði sterkt það blómaskeið í
íslenzkum landbúnaði sem þá
var að hefjast. Ár hvert voru nýir mýr-
arflákar ræstir fram, nýir túnblettir urðu
til, girðingar settar upp, nýjar byggingar
risu, íbúðarhús, fjós og hlöður, súrheys-
turnar byggðir með nýrri tækni, allt var
á fleygiferð fram á við og upp á við.
Snúningastrákurinn horfði til austurs, til
Oks og Þórisjökuls, Skjaldbreiðar og
Hlöðufells (í góðu skyggni) og sá fyrir
sér túnin stækka og stækka, kúnum
fjölga og draumana rætast.
Svo kom stöðnun. Túnin hættu að
stækka. Fénu hætti að fjölga. Og smátt
og smátt varð hnignun sveitanna í Borg-
arfirði augljós. Núna í haust var svo fátt
fé í Rauðsgilsrétt að segja má, að þar hafi
varla verið réttarhæft. Þetta er saga
sveitanna um allt land á síðustu 60 ár-
um. Og þó. Það eru ljósglætur. Fyrir
gamlan fjósamann frá Hæli í Flókadal í
Borgarfirði eru nýju fjósin undraveröld.
Og kornræktin gefur von um betri tíð og
að sveitirnar rísi á ný.
Hákon Sigurgrímsson, bóndasonur frá
Holti í Stokkseyrarhreppi, gerir svo ít-
arlega grein fyrir bakgrunni þeirrar þró-
unar, sem snúningastrákurinn upplifði
með ofangreindum hætti að ég leyfi mér
að fullyrða að hvergi er í rituðu máli
hægt að fá jafn skýra yfirsýn yfir þróun
íslenzks landbúnaðar frá því fyrir miðja
20. öldina og fram á okkar dag, og í ævi-
minningum hans, sem nú eru komnar út
en bókin heitir: Svo þú ert þessi Hákon!
Kynslóð okkar Hákons náði að kynn-
ast síðustu leifunum af gamla Íslandi. Við
heyjuðum á engjum, slógum með orfi og
ljá, fluttum baggana heim á hestum,
handmjólkuðum (þótt hann geri lítið úr
færni sinni í þeim efnum). Lýsingar Há-
kons á æskuumhverfi hans á Suðurlandi
vekja upp hlýjar minningar úr Flókadal.
Þetta er veröld sem var og ómetanlegt að
hafa kynnzt henni og eiga nú svo vand-
aða lýsingu á henni á bók.
Hákon er líka fulltrúi kynslóðar, sem
átti sér nýjar vonir og gat vænzt meira af
lífinu en foreldrar, afar og ömmur.
Bóndasonurinn, sem átti sér þann draum
að verða alvöru píanóleikari og fékk
tækifæri til að verða nemandi Árna
Kristjánssonar, sem mér var kennt í
æsku, að væri mesti píanóleikari okkar
Íslendinga. En horfðist í augu við þann
veruleika, að það væri sennilega ekki
mjög hagnýtt nám og fékk útrás fyrir
tónlistaráhuga sinn í Pólýfónkór Ingólfs
heitins Guðbrandssonar, sem er eitt
mesta menningarafrek sem unnið var
á síðari hluta 20. aldar. Draumurinn
er hins vegar til marks um það menn-
ingarlega umhverfi sem Hákon ólzt upp í
og einkenndi mörg sveitaheimili.
Auðvitað var ekki um annað að ræða á
þessum tíma en draga úr framleiðslu
landbúnaðarafurða sem var orðin veru-
lega umfram innanlandsneyzlu. Og alltof
dýrt að greiða bætur með útflutningi
eins og gert var um skeið. Þetta var sárs-
aukafullt fyrir bændur og ekki við öðru
að búast en veruleg átök yrðu innan
samtaka þeirra og á hinum pólitíska
vettvangi. Engu að síður kemur á óvart
hversu djúpstæð þessi átök hafa verið
meðal forystumanna bænda sjálfra og
innan Framsóknarflokksins. Lýsingar
Hákons – sem gegndi lykilhlutverki í
samtökum bænda – á bændafundum
víðs vegar um land gefa mikilvæga inn-
sýn í viðhorf bænda sjálfra til stöðugra
og ítrekaðra ótíðinda en um leið sýna
þær að þrátt fyrir sterka forystumenn
hafa lýðræðisleg vinnubrögð verið í
heiðri höfð. Þessi átök, sem standa meira
og minna í þrjá áratugi, hafa reynt á þol-
rif þeirra sem í þessu stóðu. Hákon Sig-
urgrímsson segir þessa sögu af hrein-
skilni, líka þegar spjótin beinast að
honum. Það er ekki hægt að starfa á
vettvangi mikilla átaka án þess að verða
fyrir aðkasti. Þótt rætnin sé of oft á ferð-
inni í stað málefnalegra skoðanaskipta.
Þessi mikla aðlögun að gjörbreyttum
aðstæðum hefur verið erfið fyrir bændur
og fjölskyldur þeirra. Þó má ekki gleyma
því að fleiri atvinnugreinar lentu í því
sama. Á árunum eftir heimsstyrjöldina
síðari byggðist hér upp margvíslegur
iðnaður í skjóli þeirra innflutningshafta,
sem voru við lýði fram á Viðreisn-
artímabilið. Þegar þeim höftum var af-
létt og þegar Ísland gekk síðar í EFTA,
Fríverzlunarsamtök Evrópu, var fót-
unum kippt undan þeim iðnaði og fjár-
festingu þeirra og rekstri, sem höfðu
byggt upp ýmiss konar framleiðslu í ljósi
þeirra aðstæðna, sem þá ríktu. Þetta fólk
varð fyrir áfalli sem á margan hátt er
sambærilegt við það sem gerðist í land-
búnaði en minna hefur verið um fjallað.
Karlmannaföt, skyrtur og skór eru ekki
lengur framleidd á Íslandi svo dæmi sé
nefnt.
Sviptingar í lífi þjóða eru ekki minni
en í lífi mannfólksins sjálfs. Það er lítið
vit í því að búa á þessari eyju og eiga allt
undir innflutningi matvæla frá öðrum
löndum. Við erum þjóð sem lifir á því að
veiða, vinna og selja fisk og nýta kosti
landsins með margvíslegum hætti. Á
árinu 1905 fluttum við út 167.379 rjúpur
(Morgunblaðið 5. desember 1913). Þótt
rjúpnaútflutningur sé aflagður er staðan
sú í matvælaframleiðslu í heiminum að
vatnsskortur háir henni mjög sem leiðir
til hækkandi matvælaverðs. Við höfum
nóg vatn og við gætum framleitt mun
meira af landbúnaðarafurðum ef mark-
aðsaðstæður breyttust. Það er ekki úti-
lokað að það eigi eftir að gerast. Þess
vegna eigum við að hlúa að íslenzkum
landbúnaði. Framundan getur verið nýtt
blómaskeið, ekki sízt í krafti kornræktar
og tengdrar atvinnustarfsemi.
Með æviminningum sínum hefur Há-
kon Sigurgrímsson lagt grundvöll að
efnislegum og uppbyggilegum umræðum
um framtíð íslenzks landbúnaðar.
Draumar snúningastráks og átök í landbúnaði
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
A
ð morgni þessa dags fyrir sextán árum skildu
fangaverðir í Columbia Correctional-
fangelsinu í Wisconsin þrjá fanga eftir eina í
búningsklefa tækjasalarins. Fyrir þeim lá að
þrífa klefann. Þau þrif fóru fram með öðrum hætti en
ætlast var til því þegar að var komið, tuttugu mínútum
síðar, hafði einn fanganna, Christopher Scarver, barið
hina tvo af alefli í höfuðið með járnstöng, sem hann
hafði stolið úr líkamsræktarsalnum, með þeim afleið-
ingum að báðir létust af sárum sínum. Annar hinna
látnu var Jeffrey Dahmer, alræmdur fjöldamorðingi,
sem afplánaði 936 ára dóm í fangelsinu. Hinn var Jesse
Anderson sem sat inni fyrir morðið á eiginkonu sinni.
Við rannsókn málsins var fangavörðunum legið á hálsi
fyrir að skilja mennina þrjá eftir eina. Scarver, sem
glímdi við geðræn vandamál og ofbeldishneigð, hafði
hlotið dóm fyrir morð með aftökuívafi. Hann er svartur
og fyrir vikið átti fangavörðunum að vera ljóst að hon-
um væri í nöp við Dahmer, en flest fórnarlamba hans
voru af afrískum eða asískum uppruna, og Anderson,
sem hafði reynt að klína morðinu á eiginkonu sinni á tvo
blökkumenn sem ekki reyndust vera til.
Heiftin í verknaðinum var algjör og Dahmer dó á leið á
sjúkrahús, Anderson tveimur dögum síðar. Spurður
hvers vegna hann hefði gripið til þessa örþrifaráðs svar-
aði Scarver: „Guð sagði mér að gera þetta.“ Á þessum
tíma var Scarver víst sannfærður um að hann væri
einkasonur almættisins.
Handan rimlanna greindi menn á um hvort Scarver
hefði unnið gott verk eða slæmt. Sumir fögnuðu dauða
Dahmers, þeirra á meðal aðstandendur flestra fórn-
arlamba hans, meðan aðrir bentu á, að morð væri alltaf
morð. Yfirvöld dómsmála í Bandaríkjunum vöruðu
menn við því að bera Scarver á höndum sér.
Jeffrey Dahmer, sem var 34 ára þegar hann lést, er
einn alræmdasti fjöldamorðinginn í sögu Bandaríkjanna
en heimsbyggðin var slegin óhug þegar hann var tekinn
höndum á heimili sínu í Milwaukee sumarið 1991. Slíkur
var hryllingurinn. Að minnsta kosti sautján menn á
aldrinum fjórtán til 36 ára lágu í valnum og líkamsleifar
voru á víð og dreif í íbúðinni. Mannshöfuð í ísskápnum,
hjarta í frystikistunni og þar fram eftir götunum. Lyktin
í íbúðinni var að sögn óbærileg. Dahmer var bæði grun-
aður um mannát og að svívirða lík fórnarlamba sinna.
Ekkert sannaðist þó í þeim efnum.
Fyrsta morðið sem hann hlaut dóm fyrir framdi Dah-
mer á unglingsaldri, 1978. Níu ár liðu fram að næsta
morði en eftir það héldu Dahmer engin bönd, tólf af
fórnarlömbunum sautján (sem vitað er um) féllu á bilinu
júní 1990 til júlí 1991 að Dahmer náðist. Tildrögin voru
yfirleitt með svipuðum hætti, Dahmer narraði mennina
heim með sér, þar sem þeir nutu ásta. Að því loknu réði
hann þeim bana. Spurður hvers vegna hann hefði myrt
fyrsta fórnarlambið, Stephen Hicks, svaraði Dahmer:
„Vegna þess að ég vildi ekki að hann færi heim.“
Morðæðinu lauk 22. júlí 1991 þegar maður að nafni
Tracy Edwards slapp við illan leik úr klóm Dahmers á
heimili hans og gerði lögreglu aðvart. Þegar að var gáð
kom andstyggðin í ljós. Dahmer reyndi ekki að flýja af
hólmi, var handtekinn á heimili sínu.
Dahmer hallaði sér að trúnni í fangelsinu, þar sem
hann hlaut meðal annars skírn. Presturinn sem átti
vikulega fundi með honum, séra Roy Ratcliff, sagði eftir
á að Dahmer hefði haft fjölmargs að spyrja um dauðann
og viljað vita hvort hann væri að syndga gegn Guði með
því að halda áfram að lifa eftir þessi ódæðisverk.
Móðir Dahmers, Joyce, sagði hann ekki hafa óttast
dauðann – jafnvel sóst eftir honum. Hún stóð alltaf við
bakið á syni sínum og fræg eru ummæli hennar þegar
hann var allur: „Eru allir ánægðir núna þegar búið er að
berja hann til bana? Nægir það fólki?“
orri@mbl.is
Dahmer
barinn
til bana
Jeffrey Dahmer, fjöldamorðinginn ískyggilegi, fyrir dómi.
’
Að minnsta kosti sautján menn
á aldrinum fjórtán til 36 ára
lágu í valnum og líkamsleifar voru á
víð og dreif í íbúðinni.
Christopher Scarver banaði Dahmer bak við lás og slá.
Á þessum degi
28. nóvember 1994