SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 39

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 39
28. nóvember 2010 39 beðið eftir kaffi og öðrum hressingum. Óli Finsen lést vorið 1897 og tók þá Hannes Ó. Magnússon tímabundið við póstmeistaraembættinu. Sigurður Briem var svo skipaður póstmeistari 1. ágúst 1897. Um þær mundir varð mikill vöxtur á pósti og póstsamgöngum enda höfðu skipasamgöngur aukist til muna og gerðu menn sér fljótt grein fyrir því að Póst- húsið væri orðið of lítið. Eftir nokkurt samningaþóf fluttist póststofan úr Póst- húsinu yfir í gamla barnaskólann sem stóð við sömu götu. Hann var þá orðinn of lítill til að gegna sínu upprunalega hlutverki. Upp frá því var húsið aldrei kallað annað en „gamla pósthúsið“. Áður hafði gatan hlotið nafnið Pósthússtræti – og heitir enn. Árið 1902 keypti Thor Jensen athafna- maður húsið en hann rak á þeim tíma verslun í Godthaab, á horni Póst- hússtrætis og Austurstrætis, þar sem nú er veitingastaðurinn Apótek. Thor bjó í sex ár í húsinu eða þangað til hann hafði reist sér nýtt og veglegt heimili við Frí- kirkjuveg 11. Milljónafélagið og Morgunblaðið Um tíma var Milljónafélagið, félag Thors og Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal, með skrifstofur sínar í húsinu. Félagið nefndist svo vegna þess að hlutafé félags- ins var milljón krónur sem samsvaraði ríkisútgjöldum stofnárið. Nokkur barna Thors fæddust í gamla pósthúsinu, þeirra á meðal Thor Thors sendiherra og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Vetur konungur setur húsið jafnan í fallegt samhengi. Verðlaunatré í forgrunni. Þetta skemmtilega tré, „klifritréð“, setur sterkan svip á garðinn. Húsinu er vel við haldið að innan sem utan. Inni er auðvelt að detta áratugi aftur í tímann. Vilhjálmur Finsen Thor Jensen Minnstu munaði að glæstri sögu gamla pósthússins lyki á einni kvöldstund árið 1958 þegar eldur kom upp í húsinu. „Þetta var um vor eða sumar og við vorum að borða kvöldmatinn þegar vegfarandi bankaði á gluggann í borðstofunni og til- kynnti okkur að logar stæðu upp úr hús- inu,“ segir Amalía H. Skúladóttir, barna- barn þáverandi húsráðanda, Halls L. Hallssonar, en hún ólst upp í húsinu hjá ömmu sinni og afa. Amalía segir heimilismenn að vonum hafa rokið upp til handa og fóta en eld- urinn kom upp í gufubaðsherbergi í norður- enda hússins. „Það logaði í húsinu og við óttuðumst að allt myndi brenna. Við byrj- uðum því að bera út allt sem við mögulega gátum, málverk, bækur og fleira,“ segir Amalía. Slökkviliðið bar fljótt að garði, náði tök- um á eldinum og tókst að bjarga húsinu. Efri hæðin var þó illa farin að norðanverðu, baðherbergi og annað herbergi eyðilögðust til að mynda alveg. Þá urðu vatns- skemmdir umtalsverðar á báðum hæðum. Bruninn hafði þó ekki áhrif á búsetu í húsinu enda náði eldurinn ekki út fyrir bað- herbergin á efri hæðinni. „Við þurftum ekki að flytja úr húsinu meðan gert var við skemmdir sem urðu af vatni og reyk á báð- um hæðum,“ segir Amalía. „Öllu var komið í fyrra horf og heppnaðist það ágætlega.“ „Það stóðu logar upp úr húsinu“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.