SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Page 49
28. nóvember 2010 49
meðvitað eftir að skapa?
„Ég byrjaði að skrifa af því mér fannst
það gaman. Ég sá ekki fyrir mér að þjóð-
inni væri lífsnauðsynlegt að heyra hvaða
skoðanir ég hefði á hinum og þessum mál-
um. Ég sá bara fyrir mér eitthvað sem mér
fannst skemmtilegt, vildi koma því á blað
og vissi að það gæti falið í sér eitthvað
meira en yfirborðskenndan húmor. Þetta
er eins og svo margt í lífinu. Tökum sem
dæmi: Maður getur haldið ræðu á alvar-
legri ráðstefnu en það mun aldrei saka að
sú ræða feli í sér einhver skemmtilegheit
því það sem maður er að segja er miklu
líklegra til að fá meiri og jákvæðari athygli
ef það er sett fram á skemmtilegan hátt en
ef maður flytur boðskapinn steinrunninn
með samanbitnar tennur. En þetta gerir
maður ekki nema manni líði vel með það.
Ég held að það sé ekki hægt að setjast nið-
ur og segja: Nú ætla ég að verða óskaplega
skemmtilegur.“
Kosta skrifin áreynslu eða ertu fljótur
að skrifa?
„Ég sest yfirleitt ekki niður til að skrifa
án þess að vera með nokkuð mótaða hug-
mynd um söguna. Hugmyndin er ekki
fullunnin að öllu leyti en grunn-
hugmyndin er mótuð. Ég skrifa venjulegt
mál af því þar eru rætur mínar, bæði í
uppeldinu og þeirri vinnu sem ég vann
sem ungur maður og langt fram eftir.
Þannig að þegar fólk les sögur mínar þarf
það ekki að fletta miklu upp til að skilja
það sem skrifað er.“
Hef lært þó nokkuð frá síðustu bók
Þú hefur fengið góða dóma fyrir bæði
smásagnasöfnin. Kvíðirðu ekki dómum
eins og langflestir rithöfundar?
„Jú, ég dauðkvíði þeim. Þegar ég gaf út
fyrri bókina kveið ég dómum reyndar
ekkert óskaplega. Ég vildi bara komast
skammlaust frá bókinni og vonaði að hún
þætti í lagi. Ég fékk svo miklu betri dóma
en ég bjóst við og varð auðvitað mjög
ánægður með það. Núna hafði ég meiri
áhyggjur af dómum en þeir hafa verið
mjög góðir, og það gleður mig. Ég held að
ég hafi lært þó nokkuð frá því ég skrifaði
síðustu bók. Ég hef haft þann hátt á að
leita til fólks sem hefur vit á texta og sækja
til þess ráð. Þá gæti ég mín á því að setja
mig ekki á of háan hest og hlusta á það
sem við mig er sagt. Það er rithöfundi
mjög hollt – og kannski fleirum.“
Lærirðu af því að lesa skáldskap?
„Já, ég læri örugglega af því. Ég hef
mikla ánægju af því að lesa og les mjög
hægt enda hef ég enga sérstaka ástæðu til
að flýta mér að lesa góða bók. Til hvers á
maður að gera það? Ég held að maður sé
alltaf að læra þegar maður les sæmilega
góðar bækur. Og nú orðið áttar maður sig
á því hvað er hvað í þeim efnum.“
Áttu eftirlætishöfunda?
„Á árum áður hafði ég sérstakt dálæti á
nafna mínum Oscar Wilde og las verk
hans fram og til baka. Mér finnst Böðvar
Guðmundsson góður rithöfundur og
Vesturfarasögur hans eru mikið afrek. Í
síðustu bókum Ólafs Hauks Símonarsonar
er tónn sem höfðar mjög til mín. Þá hefur
Einar Kárason auðvitað skrifað fínar bæk-
ur undanfarin ár og er skemmtilegur
maður og höfundur.“
Það er yfirleitt þannig að þegar tekin
eru viðtöl við smásagnahöfunda eru þeir
spurðir hvort þeir ætli ekki að skrifa
skáldsögu. Geturðu hugsað þér að skrifa
skáldsögu?
„Þegar ég gaf út fyrri bókina var sagt við
mig að ekki kæmi annað til greina en að
næst kæmi skáldsaga. Ég taldi að þannig
yrði það að vera í hinum virðulega bók-
menntaheimi, maður kæmist ekki í full-
orðinna manna tölu nema skrifa skáld-
sögu. En viti borið fólk í kringum mig sagði
að það væri ekki lífsnauðsynlegt svo ég lét
slag standa öðru sinni og sendi frá mér
smásagnasafn. Það er ástæðulaust að lofa
einhverju um það að skrifa skáldsögu.
Smásagnaformið á fullkominn rétt á sér
eitt og sér og það er ekki hægt að ætlast til
þess að þeir sem skrifa smásögur fari að
skrifa eitthvað annað. Það getur vel verið
að það gerist en ég held að ég muni komast
af án þess.
Þegar ég skrifaði fyrri bók mína var sagt
á bókarkápu að þetta væri fyrsta bók höf-
undar en ekki sú síðasta. Sumir töldu þetta
hótun, aðrir loforð. Nú er best að hóta
engu og lofa engu en hafa samt orð Bjarna
múrara í huga þegar hann sagði: Maður
getur ekki svikið meira en maður lofar.“
’
Smásagnaformið á
fullkominn rétt á sér
eitt og sér og það er
ekki hægt að ætlast til þess
að þeir sem skrifa smásög-
ur fari að skrifa eitthvað
annað.
Morgunblaðið/Kristinn
Óskar Magnússon: „Það
eru tiltekin atvik eða ým-
islegt í fari fólks sem ýtir
mér af stað. Langlestar
sögur mínar fjalla um-
venjulegt fólk.“
urkennir í bókinni að hann hafi ekki
haft mikla þekkingu á málaflokknum,
en það sem verra er að samstarfsmenn
í ríkisstjórn, bæði í Sjálfstæðisflokknum
og Samfylkingunni, virðast ekki hafa
treyst honum fyllilega. Björgvin lýsir
því hvernig ráðuneytisstjórinn í við-
skiptaráðuneytinu og aðstoðarmaður
hans reyna um Glitnishelgina að fá
upplýsingar með því að hringja í sam-
starfsmenn í forsætisráðuneytinu og
Seðlabanka og senda þeim SMS-skeyti.
Þeim er ekki einu sinni svarað. Meira
að segja Össur Skarphéðinsson tekur
þátt í að niðurlægja vopnabróður sinn
með því að halda honum fyrir utan
málið.
Björgvin lýsir því að hann hafi velt
fyrir sér að segja af sér strax eftir þessa
helgi og raunar virðist hann aftur og
aftur íhuga afsögn. Það tekur hann hins
vegar þrjá mánuði að taka ákvörðun.
Hann virðist m.a. setja fyrir sig að eng-
in fordæmi séu fyrir því að þeir „öxl-
uðu ábyrgð, sem fyrir ráðuneytum
fóru“. Í bókinni lýsir Björgvin með
dramatískum hætti hversu mikið áfall
það hafi verið fyrir hann að lögð hafi
verið fram á Alþingi tillaga um að
hann yrði dreginn fyrir landsdóm.
Samt kemur fram í bókinni að Björg-
vin lagði sjálfur til sl. vor að lands-
dómur kæmi saman svo honum gæfist
tækifæri til að hreinsa nafn sitt.
Það sem er sláandi í frásögn Björg-
vins er að íslensk stjórnvöld virðast
aldrei gera sér almennilega grein fyrir
heildarmyndinni. Þau átta sig ekki á
vandanum fyrir hrun og þegar bank-
arnir eru að hrynja virðast þau heldur
ekki átta sig á stöðunni. Að því er
kemur fram í bók Björgvins er það
ekki fyrr en á fundi með sérfræðingum
J.P. Morgan aðfaranótt 6. október sem
forystumönnum ríkisstjórnarinnar er
gert ljóst að íslenska bankakerfið sé
fallið. Það þurfti að fá útlenda sér-
fræðinga til landsins til að segja að
baráttan væri töpuð.
Þótt Björgvin viðurkenni mistök
virðist hann oft skauta nokkuð hratt
yfir hlutina. Umfjöllun hans um pen-
ingamarkaðssjóðina er t.d. ekki trú-
verðug. Óumdeilt er að ríkisbankarnir
keyptu verðbréf af sjóðunum fyrir tugi
milljarða sem síðar þurfti að afskrifa.
Í lok bókarinnar lýsir Björgvin
framtíðarsýn sinni og ræðir m.a. um
helsta baráttumál sitt, aðild Íslands að
Evrópusambandinu og upptöku evru.
Athyglisvert er að Björgvin er þeirrar
skoðunar að kosningin um það hvort
Ísland gengur í ESB eða ekki muni
ráðast úti á landi og því skrifar hann
heilan kafla um ESB og landbúnaðinn.
Lokakaflar bókarinnar undirstrika að
hún er ekki síst skrifuð til að styrkja
stöðu höfundar pólitískt, enda segir
hann í viðtölum að hann hafi lært
mikið og sé nú sterkari stjórn-
málamaður en áður eftir að hafa geng-
ið í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu.
„Þótt Björgvin viðurkenni mistök virðist
hann oft skauta nokkuð hratt yfir hlutina.“
Egill Ólafsson