Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 2010næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 30.03.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 30.03.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ENGAR kvartanir vegna mistaka í afgreiðslu apóteka á dýralyfjum hafa borist Lyfjastofnun, segir Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri. Hins vegar hafi bændur kvartað undan því að dýralæknar selji lyf yfir því hámarksverði sem lyfja- greiðslunefnd ákvarði. Spurð um þá fullyrðingu for- manns Dýralæknafélags Íslands að lyfjafræðingar séu mjög illa að sér um dýralyf veltir Rannveig því fyr- ir sér hvort það sé vegna þess að dýralæknar vilji halda sölu lyfjanna fyrir sig og fáir bændur versli því við apótek. „Lyfjafræðingar eru lögbundin starfsstétt. Að afhenda lyf er þeirra starf og sé þeim treystandi til að afhenda lyf til manna ætti þeim þá ekki líka að vera treystandi til að afhenda lyf til dýra?“ Rannveig segir að það geti orðið hagsmunaárekstrar þegar dýralæknar hafi ávinning af því að selja lyf. „Endurskoða þarf löggjöf- ina og setja skýrari reglur frá því sem er í dag.“ Í Morgunblaðinu 26. mars sagði formaður dýralækna, Guðbjörg Þorvarðardóttir, þá hafa lent í því að lyfsalar í apótekum afhendi ekki rétt lyf eða gefi með þeim rangar skýringar. Þar sem dýralæknar beri meiri ábyrgð en læknar þegar þeir ávísi lyfjum, því stór hluti dýralyfja sé án markaðsleyfa, hafni sumir þeirra beiðnum um að af- henda lyfseðla sem leystir séu út annars staðar en hjá þeim. Skoða álagningu í nágrannalöndum Álagning á dýralyf er mest 58,5% á lyfjum sem kosta undir 2.500 krónum úr heildsölu en 53% og 137,5 krónur á dýrari lyf, sam- kvæmt reglum Lyfjagreiðslunefnd- ar. Á því eru þó undantekningar því orma- og bólusetningarlyf bera t.d. hæst 39% álagningu. „Við höfum reynt að fara í allar þær aðgerðir sem hægt hefur verið til þess að reyna að ná niður lyfja- kostnaði ríkisins. Því hafa dýralyfin ekki verið sett í forgang hingað til,“ svarar Rúna Hauksdóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, spurð um ástæður þess að álagning dýralyfja sé mun hærri en al- mennra lyfja. Hún segir að árið 2008 hafi verið ákveðið að skoða af- leiðingar þess að sömu aðilar seldu lyfin og ávísuðu þeim. „Þá hefur einnig verið rætt um að hafa frjálsa álagningu væru dýralyf í meira mæli eða eingöngu seld í apótek- um,“ segir hún. Þannig sé í lönd- unum í kring. „Sú leið að gefa álagninguna frjálsa hefur ekki verið farin hér, meðal annars vegna þess að dýralæknar selja lyfin og samn- ingasstaða kaupandans er mjög slök. Þetta er eitt af því sem þyrfti að breyta.“ Í síðustu viku sagði Morgunblað- ið frá því að dæmi væri um bændur sem hefðu ekki fengið lyfseðla hjá dýralæknum sínum til að kaupa lyf hjá Apóteki Vesturlands. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir bændur ekki hafa leitað til eftirlitsins. Hann hvetur þá þó til að hafa samband telji þeir samkeppnislög brotin. „Dýra- læknar eru ekki undanþegnir sam- keppni.“ Fagmenn í lyfjum  Enginn hefur kvartað undan mistökum við afgreiðslu apó- teka á dýralyfjum  Enginn tilkynnt brot á samkeppnislögum Í HNOTSKURN »Lyfjagreiðslunefnd hafðiekki forsendur til að bera saman verð dýralyfja við verð í nágrannalöndum fyrr en danska lyfjastofnunin, Læge- middelstyrelsen, hóf að birta verð á dýralyfjum nýverið. »Verðbirtingin í Danmörkunær þó aðeins yfir heild- söluverð og vinnur því nefndin að því að afla upplýsinga um smásöluálagningu þar. Morgunblaðið/Friðrik Rétt lesið á? Sumir dýralæknar treysta öðrum lítt til afgreiðslu dýralyfja. Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is SIFFONBOLIRNIR KOMNIR AFTUR litir: svart og hvítt str. 36-58 Kr. 5.900 Str. 38-56 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Fallegur fatnaður við öll tækifæri GALLAFATNAÐUR- FERÐAFATNAÐUR – MIKIÐ ÚRVAL Laugavegi 63 • S: 551 4422 Laugavegi 53, s. 552 1555 NÝT T Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Yfirhafnir - peysur - klútar og hálsfestar TÍSKUVAL Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.91 M Plus Þrýstingur: 20-150 bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Þrýstingur 20-160 bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 M Plus Þrýstingur: 20-160 bör max Vatnsmagn: 600 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.91 M Plus Þrýstingur: 20-140 bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
111
Útgávur:
55740
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 74. tölublað (30.03.2010)
https://timarit.is/issue/337129

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

74. tölublað (30.03.2010)

Gongd: