Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 7
- 33 - nöguðum beinum. Ég svaf vel um nott- ina og vaknaði ekki fyrr en seint morg- uninn eftir við það að tunnan hristist eitthvað til og færðist aðeins úr stað hallaðist síðan á aðra hliðina og eins og rann af stað. Svo gekk eilitla stund, en þá stanzaði hun, og hristist eitthvað meira opnaðist og gra illþefjandl krumla þreifaði ofan 1 hausinn á már og tautaði : "Kvur annskodinn. Hjer er ekkert". En auðvitað var ég löngu kafnaður og heyrði ekki hvað hun sagði. G--o Nú lyftist tunnan og leið svo hægt og sigandi upp 1 loftið 1 frekar gleiðum boga. Skyndilega stanzaði hun, en hvolfdist siðan við, og ég asamt öðru innihaldi steyptist niður 1 svart gimald. Myrkrið var ríkjandi. Ýmiss konar góðgæti þefaði ég og mörgum góðum^ munum fann ég móta fyrir. Hljoð 1 rottum heyrðist her og þar. Einhvers konar annarlegur vélrænn dynur yfir- gnæfði nú allt annað ^ og ^öll dýrðin leið áfram eins og á hjólum. ^ Oft var stanzað , og nýjar og nyjar gusur af lifsviðurværi mínu steyptust yfir mig . NÚ kom löng vegalengd án þess að stanzað væri , en um siðir var þó allt komið á áfangastað, þvi að allt opnaðist skyndilega og ljós flæddi inn 1 hið áður svarta gfmald en innihaldið rann niður 1 'annað enn stærra enn svartara gimald. Ég man- eftir vélahljóðinu. Ég hreyfð- ist hægt áfram eins og á færibandi. Ég lá 1 miðri hrúgunni. Ég skynjaði kvörn fram undan, miklir brestir heyrðust, rottur veinuðu af sarsauka. NÚ var ég kominn að kvörninni, æ æææ, tærnar ææææææææææææææææ. Og nú er eg dauður. Steindauður. Hafði kafnað einu sinni og malazt einu sinni. Megin hlutinn af mer for 1 poka ^numer fimmþúsundþrjúhundruðþ_rjatíúogsex nema hausinn sem for 1 poka numer fimmþúsundþrjúhundruðþrjátíúogsýö og ein fruma sem^ að þvi er eg held fór 1 poka númer fimmþúsundþr júhundruðþrjátíúogátta. Þar sem mér var dreift vaxa nu arfi njóli og baldursbra Skóflumaðurinn axlaði verkfæri sitt og spýtti á stíginn. Skóflumaðurinn gekk ur garðinum. órækt. Þórarinn Eldjarn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.