Skólablaðið - 01.11.1965, Page 13
Tveir vinir 1 heiminum, tunglið og ég. Tunglið og ég tveir vinir í heiminum.
Það horfði á mig gera heimskupör i tunglsljósi, og þagði, Það vissi mig berjast fyrir réttlæti, og brosti.
það vissi mig gera glappaskot í myrkrinu, og þagði. Það horfði á mi falla fyrir ranglæti og brosti.
Það þagði, þvá það hélt að hitt fólkið myndi segja mér hvað ástin væri. # Það brosti, því það hélt að baráttan sem ég háði væri vonlaus.
Ég og tunglið
tveir vinir
i heiminum.
Það sagði :
"Þú ynnir
ef þú stæðir
með ranglætinu. 11
Ég sagði :
"Ég ynni
ef þú stæðir
með rettlætinu. "
Og tunglið
er hvorki kapitalisti
eða kommunisti,
en það hefur
fyrir fjölskyldu að sjá.
Ásmundur Þorbergsson