Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 10
ÍO SKÓLABLAÐIÐ Sarah Wachenheim Viðtal: Kristinn Pétursson og Melkorka Thekla ólafsdóttir „Ég var búin að gleyma að það gæti orðið svona kalt á íslandi,“ sagði Sarah, þegar hún kom inn á Hressó, veðurbarin í andliti og hríðskjálfandi. Hver er Sarah? Fullu nafni heitir hún Saraii Wachenheim og er skiptinemi hér á íslandi á vegum A.F.S. komin frá smábæ í Kaliforníu, nálægt San Fransisco. Hún stundar nú nám í náttúrufræðideild II í 5. bekk U M.H. Sarah talar íslensku nokkuð vel, en notar oft ensku til skýringar. Hún pantaði sér strax te til að þíða talfærin og því næst dembdum við á hana sþurningum. Hvers vegna ísland, Sarah? „Satt að segja sótti ég um Frakkland, því að mig lang- aði að læra frönsku. Þá kom bréf frá A. F.S. að ég ætti að fara til íslands. Ég sætti mig strax við það og fór strax að hlakka til. Ég er fyrsti nemandinn frá mínu svæði í Kaliforníu sem fer til íslands. Því var þetta allt mjög spennandi! Enginn vissi neitt um landið og upplýs- ingar um það voru ekki á hverju strái. Ég leitaði fyrir mér í bókum, en þar var lítið að finna, helstu upplýs- ingar mínar voru úr alfræðibók. Ég hélt ekki að íslend- ingar væru Eskimóar sem byggju í snjóhúsum, en bjóst þó við að hér væri kaldara. Ég kom hingað um miðjan ágúst og hálfum mánuði síðar byrjaði ég í M.R. Vegna þess, hve seint var sótt um skólann fyrir mig, lenti ég í eðlisfræðideild 1. Ég kunni ekki stakt orð í mál- inu, tímarnir voru mér gjörsamlega ofviða og ég gat því lítið annað gert en reynt að halda mér vakandi. Þegar ég loks var farin að skilja eitthvað og ná ein- hverju, varð það mér ekki heldur að gagni, því að alltaf var haldið áfram og ég náði aidrei samhenginu. Mér finnst kennararnir haga kennslunni of mikið þannig að þeir bara skrifa og skrifa, reikna og reikna, en gefa lítinn gaum að því hvort nemendurnir skilja hvað er að gerast. Reyndar skildi ég nokkuð í eðlisfræðinni, en það var vegna þess að bókin var á ensku. Eftir tvo mánuði fékk ég loks að skipta yfir í náttúrufræðideild II. Þá fór allt að ganga betur. Ég kann mjög vel við bekk- inn og námið gengur sæmilega en er erfitt. Ég sæki alla tíma nema íslensku og ensku." Frelsi og drykkja Hver er meginmunurinn á náminu úti og hér? „Vitanlega er mikill munur þar á, en skólarnir þar eru ólíkir innbyrðis eins og hér og því erfitt að bera þá saman. Aðalmunurinn er þó að úti er meira „stress" við námið. Þar eru oftar próf og námið er reglulegra. Hér læra margir bara undir prófin en lítið annars. Sam- keppnin er líka meiri úti, svo að það verður meira kappsmál að standa sig vel samanborið við hina.“ Hvað segirðu um féiagslífið hér og svo úti? „Þegar ég kom hingað fyrst, fékk ég iiálfgert „sjokk", því að heima var ég ekki vön eins miklu frjálsræði og ungt fólk hér býr við. Nýju foreldrarnir sögðu við mig: „Þú gerir bara hvað sem þú vilt.“ Heima var ég aftur á móti vön að þurfa að segja hvert ég væri að fara. með hverjum, hvenær ég kæmi heim o.s.frv. Þá þurfti ég oft- ast að koma snemma heim, sjaldan seinna en tólf. Eina undantekningin var þegar árshátíð skólans var haldin, „prom“. Sú skemmtun fer þannig fram að fyrst bjóða strákarnir stelpunum út að borða. Þá fara þau á ballið þar sem allir eru gífurlega fínt klæddir, stelpurnar í síðum kjólum og strákarnir oftast í „smóking“. Eftir ballið mega flestir vera úti alla nóttina, til svona sex. Þá, vegna þess hve það er sjaldgæft, er ekki um annað talað en hve lengi þau voru úti. Það er aðalatriðið. En hér er það bara: „Who cares?" Það er líka meira gert fyrir unglingana hér. Hér eru fleiri góðir skemmtistaðir. Vitanlega eru fleiri skemmti- staðir úti, en við förum ekki á þá, því að það getur verið hættulegt. Reyndar er erfitt að komast inn á skemmti- staðina hér og því fer ég oftast í partý. Eins og þið vitið, er miklu meira drukkið hér, og finnst mér það stundum um of, þó að ég hafi gaman af því sjálf. Úti erdrykkjan ekkijafnmikil, aðallega bundin við bjórinn. Aldurstakmakið er 21 ár. En ef fólk drekkur mikið, er það oftast í þess háttar klíkum. Þannig er það í skólanum. Ein klíkan er í „dópi", önnur í íþróttum, þriðja full af kúristum o.s.frv. Það er ekkert millistig. Maður er í sérstakri klíku o.þ.a.l. er maður svona og svona.“ Strákarnir skemmtilegir Hvernig er daglegt líf þitt í Bandaríkjunum? „Fjölskyldan mín býr í jaðri smábæjarins Lafayette, nálægt San Fransisco. Ég á eina og hálfa systur. Við eigum hesta, 5 ketti, hund, hænur og geit. Lafayette er aðeins 24.000 manna bær, lítill og frekar leiðinlegur. Ég var þar í skóla sem er í u.þ.b. 5 mínútna akstursleið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.