Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 34
34 SKÓLABLAÐIÐ
Upphaf leiklistar
Sigurður Arnarson þýddi og endursagði.
Um 560 f.kr. var maður að nafni
Peisístralas einvaldur í Aþenu.
Hann var stuðningsmaður skálda
og listamanna og hann hóf al-
aþensku hátíðirnar til heiðurs Dion-
ýsosi, en upp af þeim spratt leiklist-
in. Um 500 f.kr. hófst sú venja á
þessum hátíðum að taka einn
söngvara út úr kórnum og láta hann
svara honum. Þarna er komin fyrir-
mynd kóranna í grísku harmleikjun-
um.
Einhvers staðar stendur að erfitt
sé að segja hvert sé mesta afrek
grísks anda, svo mörgu sé þar af að
taka, en leiklistin hljóti ávallt að
koma mönnum fljótt í hug í þessu
sambandi, því að þá listgrein skópu
Grikkir.
Rómverjar sóttu síðan fyrir-
myndir sinna leikrita til Grikkja, en
þá voru það oftast gamanleikir.
Á miðöldum var leiklist ekki
stunduð nema að mjög litlu leyti
(helgileikir). En á 16. öld voru forn-
grísk leikrit prentuð í fyrsta sinn og
Vesturlandabúar kynntust þeim að
nýju. Enn eru þessi leikrit síung og
sjálfsagt þykir að sýna þau öðru
hverju í nútímaleikhúsum. Ýmist er
það í gömlu formi eða hin fornu
verk eru færð í nútímabúning. Þá
hafa leikritahöfundar síðari tíma
sótt í þau innblástur(Racine, O'Neill,
T.S. Eliot o.fl.).
í Aþenu kom fólk upphaflega
saman á sérstökum árstímum til
þess að heiðra árguðinn Dionýsos.
Eftir því hvort var um vor eða haust,
fóru samkomurnar fram með gleði-
brag eða sorgarbrag. Gleðisam-
komurnar voru kenndar við
„komos" en það er drykkjusam-
koma og er af því leitt orðið „kóme-
día“, gleðileikur. Sttrgarsamkom-
urnar voru nefndar eftir orðinu
„tragos", er merkir geithafur, og er
það komið til af því, að geithafar
voru færðir guðunum að fórn, en
þeir brugðu yfir sig skinnum þeirra.
Á þessum tímum kom fram fyrir-
mynd að þeirri skipan sem nú er í
leikhúsum (þ.e. hvar leiksvið er og
áhorfendasalur). í Aþenufórhátíða-
hald fram í hlíðum Akrópólishæðar.
Kórfólk og dansarar voru á hring-
mynduðu svæði (orkestra)
umhverfis altari hins svokallaða
dýrkunarguðs. Er tímar liðu, varð
„orkestrið" miðja hvers útileikhúss.
Áhorfendasvæði, „þeatton', var í
hálfhring upp af „orkestrinu", en
hinum megin við það var skýli
leikaranna, „skene". Framan við
það var pallur, og út á hann gengu
leikararnir til að flytja itlutverk sín.
Þeir gengu á háum skóm og voru í
víðum skikkjum. Þeir báru grímur,
og gátu áhorfendur séð af þeim,
hvort persónan var karl eða kona,
ung eða gömul, glöð í skapi eða
reið. Segja má að efni grísku harm-
leikanna hafi verið að persónur
leikritanna voru sífellt að gera sig
sekar um „hófleysi", „ofmetnaðar-
fullt athæfi" eða „hrokafulla
glópsku", sem leiðir til ófarnaðar.
Vegna þessa athæfis hljóta þær að
kalla yfir sig refsingu guðanna.
En víkjum frá upphafi leiklistar til
leiklistar nú á dögum. Mikil gróska
er nú í leiklist. Hér á íslandi eru þrjú
atvinnuleikhús, tvö í Reykjavík og
eitt á Akureyri, auk þess sem tugir
áhugamannaleikhúsa eru starfandi
um allt land. Áhorfendur láta sig
ekki heldur vanta. Sýnd eru bæði
íslensk og erlend verk. Má því
álykta að margir leggi leiklistina fyrir
sig.
Sagt er að mannkynið hafi alltaf
leikið. Jú, það geta allir leikið, bara
misjafnlega mikið. Börn leika leáki.
Þau brosa, þegar aðrir brosa, til að
forðast gagnrýni frá öðrum, og barn
brosir þegar nauðsyn er, það sýnir
þau viðbrögð sem af því er krafist.
Við leikum öll, — enginn stéttamun-
ur, - stjórnmálamenn, „playboyjar",
prestar og kóngar. Leikarinn
bregður sér í persónuna og leikur á
itugmyndaflug áhorfenda. Leikar-
inn gerir þetta einn. Þetta er ein-
leikur hans.
’ i totcl yoíi that the crttics coutdn't kitt
this ptay