Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 7 að hagnýta okkur hvor annars þekkingu. Þannig stóð þó á, að Jökull var í Fiugbjörgunarsveit- inni og ég í nefndarstörfum. Allt of lítill tími gafst því til að skiptast á skoðunum. Eitt var það einkenni Jökuls, sem enn er óuþptalið. í honum var geysilegur lífskraftur, og finnst mér ég verða þess var enn í dag. Ég undrast það í hvert skipti, sem ég vitja leiðis hans, hversu mikil reisn er í blómunum á því og hversu lifandi þau eru. Þykku snjóteppi tveggja mánaða hefur enn ekki tekist að fella þessa fallegu skreytingu. Missir Jökuls er okkrrr mörgum sár, en minningin er sterk og okkur mikils verð. Ég kveð þig, vinur, í þeirri vissu að þér iíður vel, með þessa fallegu fjallasýn við leiði þitt, þá sjón sem þú ætíð dáðist að. Ég votta samúð mína Jens og Valgerði, foreldrum hans, svo og systkinum, vinum hans og öðrum vandamönnum. Ingimundur Stefánsson. Það er september og skólinn er nýbyrjaður. Margir nýir bekkir myndast á haustin og það er allt- af spennandi að skoða nýju bekkjarfélagana. Skólastofan er lítil og allir sitja þétt. Þegar skóla- böllin eru haldin eru yfirleitt haldin bekkjarpartý fyrst og þá hittast auðvitað flestir. Bekkjarfé- lagarnir kynnast hver öðrum því nokkuð vel. Svo lýkur vetrinum og vorprófunum og sumarið hefst. Við skiljum, en þó erum við ekki leið, því að við vitum að við hittumst aftur. Svona átti þetta að vera hjá okkur í 4,—X. En skyndilega á miðjum vetri gerist hræðilegur at- burður. Einn úr bekknum okkar lendir í slysi. Jökull er dáinn. Okkur líður eins og við hefðum fengið högg í andlitið. Fyrst sitja allir frosnir en svo kemur grátur- inn og ýmsar minningar leita á hugann. Þetta getur bara ekki verið. Ekki Jökull okkar sem var svo ánægður með iífið og tilver- una. Honum gekk vel í skólanum og hér á íslandi fékk hann tæki- færi til að stunda þá íþrótt sem átti hug hans allan, klifur í klettum. Hann elskaði náttúruna, naut þess að komast alla leið upp og setjast svo niður til þess að dást að útsýninu. Það er okkur vissulega huggun að Jökull end- aði líf sitt við að gera það sem heillaði hann mest. Jökull lét sig aldrei vanta þegar eitthvað var um að vera, hann kom í partýin hress og kátur, ákveðinn í að skemmta sér. Jökull hafði búið í Svíþjóð síð- astliðin níu ár og í honum var örlítill Svíi. Það var kannski þess vegna sem svo gaman var að tala við hann. Hann var aðdáun- arverður og duglegur strákur og mjög hraustur. Jökull er horfinn okkur. En við viljum trúa því að einhvern tím- ann hittum við hann aftur. Bekkurinn er ekki samur eftir þetta áfail. Lífið heldur áfram en stundum er sorgin og söknuður- inn yfirþyrmandi. Við erum þó þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast góðum dreng þó að tími okkar með honum hafi verið allt of stuttur. Bekkjarfélagar 4-X.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.