Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 19
SKÓLABLAÐIÐ 19 Sambúðin við landann Smásaga eftir Jón Heiga Egilsson Ég er á rölti um langan, þröngan stíginn og horfi niður á fæturna fær- ast hægt hvorn fram fyrir annan til skiptis. Undarlegt, - skrýtið, - já, eiginlega bara stórskrýtið. Ég hérna uppi, svona langt, langt fyrir ofan þá. Ég þarf ekki nema að hugsa um t.d. að ganga og þeir sjá um allt erf- iðið. Nú eða bara að stoþpa, sko, og nú... og nú er jörðin hætt að færast fram hjá gömlu, slitnu skónum mín- um. Yndislegt. Hvílikt vald! i Iver ætli hafi eiginlega fundið þetta upp? Mér er spurn. Mér leiðist. Ég fæ mér sæti á bekknum - halla aftur augunum og læt hugann reika um cingstræti heil- ans í leit að gömlum, trúum félögum,... minningunum. Minningar úr Menntó, - minningar um gleði, metnað og... og jafnvel vinsældir. En nú eru þetta bara minningar. Og skítt með það. Eng- inn getur tekið frá mér mínar eigin minningar, - ekki einu sinni hún, hún sem hefur hrifið svo margt í burtu. Ötrúlegt! Og samt hefur hún verið mér svo trú. Við kynntumst í Menntó og... jú, jú, ást við fyrstu sýn og æ síðan. Ég segi það ekki. það kom fyrir að ég hugsaði um aðra, - hélt meira að segja fram hjá. En það var aldrei eins og hjá okkur. Þannig að ég leitaði alltaf aftur til hennar,... og hún skildi það alltaf. Svo endaði það þannig að ég tók mig á og hætti að halda fram hjá. Ég hef meira að segja sungið henni ástarljóð, fleiri en tvö og fleiri en þrjú.... já oft,... flaskan mín og ég. ÆÆÆ! Voðaleg læti eru þetta, ...aldrei stundarfriður. Hummmm, eru þeir að hrópa á mig?... fiissa. Já, já, hlaupið bara í kringum tjörnina og reynið svo að ná betri tíma en ég á sínum tíma, — átta þrjátíu, jú, jú, ekkert minna, átta mínútur og þrjá- tíu sekúndur. Svo má skrattinn bara eiga ykkur. Afsakið orðbragðið, les- endur,... ég var bara að tala við þá, strákana í leikfimi. Hvað er ég að tauta? Gctmla... hvað? Sveiattan. Jæja, ég held ég fari bara að tygja mig. Þeir taka hvort eð er engum sönsum, — bera enga virðingu fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Það er farið að vora og daginn að lengja. Þá er líka farið að hlýna. Miklu notalegra. Mér verður aftur litið niður á fæt- urna sem eins og áður hreyfast hægt en hreyfast þó til skiptis hvor fram fyrir annan. Um leið og annar stoppar þá hugsar liinn sér til hreif- ings. Það vill, jú, enginn dragast aftur úr. Allt í einu rennur upp fyrir mér Ijós,... sem var þó í sjálfu sér engin ný staðreynd,... en staðreynd þó. Ég lít niður á fæturna, - þessa dyggu fylgdarmenn sem hafa hlýðnast hugsunum mínum lengur en minnið man. Hvílíkt vanþakk- læti! Og nú átti ég sjálfur hlut að máli en ekki einhver annar og ég var meira að segja vitni að því sjálfur. En ég fyrirlít þá ekki, ég bara lít niður á þá. Mig setur hljóðan. Ekki svo að skilja að ég hafi sagt eitthvað áður. Nei, en nú er þögnin mælsk. Ég veit, jú, hve ömurlegt það er að láta líta niður á sig. Ég færi því höfuðið smátt og smátt í sömu hæð og fæt- urnir eru, í átt til grassins og blóm- anna. Þannig erum við þó öll jafn- rétthá, - fæturnir og ég og við öll hin. Hérna sænga ég hjá rósunum umlukinn myrkrinu sem faldi sig svo rækilega í sólskininu í dag að ég hreinlega bara tók ekki eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.