Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 4
4 SKÓLABLAÐIÐ Ritdómur Á menntaskólaárunum geta allir verið skálci. Það þarf ekki annað en fá sér trefil, reykja pípu og ganga um niðurlútur af heimsþjáningu. Ekki sakar að eiga í vafasömum ástamálum, drekka mikið og öskra: Eitur, meira eitur! yfir öldurhúsin. Skáldskapurinn sjáifur er svo allt annað mál. Allir taka tillit til ungra skálda, klappa þeim vingjarnlega á kollinn og segja að fróðlegt verði að fylgjast með þeim. Þegar framtíðin er svo orðin að nút íð og kröfurnar orðnar meiri, er annaðhvort að halda áfram eða bara hætta, gefa ekki út neina bók og vera ungur og efnilegur allt til æviloka. Skólablaðið á meðal annars að flytja hugverk skólaskáldanna. Stillum nú mælistikuna, reiðum hamarinn til höggs og dæmum l. tbl. 62. árgangs. í haust auglýsti ritnefnd smásagna- og ljóðasam- keppni. Dómnefnd var skipuð þekktu fólki úr menning- arheiminum og veglegum verðlaunum heitið. Er óþarfi að geta þess hversu gott framtak þessi keppni var og á ritnefnd lof skilið fyrir framtakssemina. Nokkur þeirra verka, sem bárust í keppnina, eru birt í blaðinu og fjalla ég nánar um þau á eftir. Blaðið hefst að venju á Editor dicit. Greinin er skrifuð í gamansömum tón og er ánægjulegt að ritnefnd skuli ekki nota greinina til þess að kvarta um áhugaleysi nemenda á blaðinu og því, að lítið hafi borist inn af efni, og reyna þannig að afsaka blaðið. í lok greinarinnar hefur einhver ritnefndar- manna orðið mjög skáldlegur og bögglað saman vísu sem hver meðalgreindur bóndi frá 19. öld gæti verið stoltur af. Viðtalið við Sveinbjörn Beinteinsson er skemmti- legt. Maðurinn er landskunnur hagyrðingur og er fróð- legt að heyra skoðanir hans á nútímanum. íslendingar hafa líka alltaf haft gaman af sérkennilegu fólki, enda væri tilveran býsna daufleg án þess. Mér finnst einkar vel til fundið að láta hann og Hlé Guðjónsson kveðast á í lokin og eru vísurnar smellnar. Þá er komið að ljóða- og smásagnakeppninni. Verð- launasaga Þorsteins Gunnarssonar er sniðug, en ekki finnst mér hún vera mikill skáldskapur, enda ætlast höfundur eflaust ekki til þess að hún sé skoðuð sem annað en grín. Svipaðar sögur má lesa í flestum skóla- blöðum og þeir eru margir sem hafa gaman af því að skrifa þær og lesa. Melkorka Thekla Ólafsdóttir á mörg ljóð í blaðinu. Dómnefnd kaus að verðlauna þau Ijóð hennai sem eru hvað hnitmiðuðust þó að hin séu ekki síðri. Af ljóðum Melkorku má ráða að hún er efni í skáld. Hún hefur hug- rekki til að takast á við vandmeðfarin yrkisefni, eins og í ljóðinu Óskin sem aldrei mun þora.., en mér finnst það besta ljóð blaðsins. Hún er ekki alltaf mjög frumleg, t.d. ljóðið Blómið, en hún er vandvirk. í skáld- skap hennar eru tilfinningar og vegna þess að hún yrkir greinilega af innri þörf, verður auðvelt fyrir hana að aðlaga ýmis formsatriði og aga betur hugsun. Það er gott til þess að vita að við eigum ljóðskáld er taka hlut- verk sitt alvarlega. Ég vænti mikils af Melkorku. Sagan Upplausn fannst mér ekki skemmtileg. Þegar ég les sögur sem byrja á því að verkjaraklukkan hringir og einhver vaknar, verður mér alltaf hugsað til gömlu, góðu Hagaskólaáranna og ritgerðanna sem voru skrifaðar þar. Sama er að segja um söguna Vinar- greiði. Hins vegar verður aldrei lögð of mikil áhersla á að enginn veit hver annars konu hlýtur. Af sögunni ætti öllum að vera ljóst að skemmtistaðir eru ekki rétti vett- vangurinn til að fara á fjörurnar við kvenfóik. Má ég mæla með málverkauppboðum. Ýmislegt í uppsetningu blaðsins er fyrir neðan allar hellur. Til dæmis var ljóð Sigurðar Þórs Sigurðarsonar, Frost, skeytt aftan við ljóð Ólafs nætursorta án þess að nokkur skil væru þar á milli. Slíkt virðingarleysi gagn- vart hugverkum nemenda er hneykslanlegt og verður að skrifast að hluta til á reikning ritnefndar eins og margt annað miður skemmtilegt í þessu blaði. Það að ljóðin orkuðu ágætlega á mig, er annað mál. í sögunni Af hverju er fjallað um samskiptavanda- mál ungs fólks. Jú, víst er það að ástin er hættuleg. Sagan er ágætlega skrifuð, en efnið ekki sérlega spennandi. Það að enda söguna með sjálfsmorði finnst mér allt of ódýr og ófrumleg lausn, enda er sjálfs- morð minni sem er ákaflega vandmeðfarið. Leikur án landamæra er skemmtilega upp byggð, vel skrifuð og efnistökin þannig að greinilegt er að höfundur hefur nokkra æfingu í að skrifa. Hugmyndin er einnig ágæt. Saga um rigninguna er dálítið skrýtin. Ætli höfundur hafi verið undir áhrifum einhverra vímu- gjafa þegar hann skrifaði hana? Grein Sigurðar Arnarsonar um Louis Armstrong er fræðandi lesning. Aðalviðtal blaðsins er við meistara Megas. Er ánægjulegt til þess að vita að íslenska þjóðin sé farin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.