Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 45

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 45
SKÓLABLAÐIÐ 45 Úr „Beitiskipið Potemkin". Eisenstein hafði nú, aðeins 30 ára, náð fullkomnu valdi á miðlinum og þeirri aðferð er nefnist á ensku „mrrntage of attraction". sem er í því fólgin að stjórna viðbrögðum áhorfandans með hnitmiðuðum árásum á mótstöðu hans. Það, sem nefnist „attraction", er það augnablik sem höfðar tilfinningalega beint til áhorfand- ans og leikstjórinn notar á úthugsaðan hátt til að fram- kalla vissar geðsveiflur sem hver um sig er stökk fram á við og leiðir áhorfandann að endanlegri niðurstöðu myndarinnar. Þannig stjórnar leikstjórinn viðbrögðum áhorfandans með því að skeyta rétt saman þessi augnablik. Næsta mynd Eisensteins var Október (1928) og enn er byltingin aðalviðfangsefnið. Október var ekki eins heilsteypt og Beitiskipið Potemkin og var illa sótt, en í þessari mynd heldur Eisenstein áfram að þróa myndmál sitt og kannar möguleika hinnar listrænu klippingar, „montage", enn frekar. Þetta sama ár lýkur hann einnig við gerð myndar er ber heitið Gamalt og nýtt, en hún fékk mjög dræmar viðtökur. Tók nú við heill áratugur er Eisenstein lauk ekki við gerð neinnar myndar. Hann hélt til Bandaríkjanna 1929 í því skyni að vinna fyrir Paramount-kvikmyndaverið, sem hafði boðið honum starf. En Bandaríkjaförin varð engin frægðarför því að Paramount hafnaði öllum Úr „Beitiskipið Potentkin". handritum hans. Frá Bandaríkjunum helt Eisenstein til Mexíkó, hóf undirbúning og töku myndarsem heita átti Lifi Mexíkó (Que viva Mexico), en auðnaðist aldrei að ljúka henni vegna deilna við framleiðanda hennar. Árið 1932 snýr Eisenstein aftur heim til Rússlands. Sama ár byrjaði hann á gerð nýrrar myndar sem heita átti Bezin Lug. í þessari mynd ætlaði Eisenstein að fjalla um hina blóðugu stéttabaráttu sem háð var í sveitum landsins, en eitthvað fór efnið fyrir brjóstið á yfirvöldum og var hún því bönnuð. Eisenstein lét þó ekki mótlætið buga sig og árið 1938 er frumsýnd næsta mynd hans, Alexander Nevský. Myndin fjallar um stríðshetjuna Alexander Nevský sem leiddi her Rússa til sigurs gegn innrásarher Tev- tónsku riddarareglunnar á fyrri hluta 13. aldar. í Alex- ander Nevský sýnir Eisenstein allar bestu hliðar sínar og naut myndin mikilla vinsælda. Hann var því aftur í náðinni. Og þá er komið að síðasta stórvirki Eisensteins, gerð kvikmyndanna um ívan grimma. Upphaflega áttu myndirnar að verða þrjár, en honum auðnaðist aðeins að ljúka tveimur. Fyrri myndin var frumsýnd 1944 og hlaut góðar viðtökur og fékk leikstjórinn m.a. Stalínorð- una fyrir hana. Eisenstein ræðst því af kappi í gerð síð- ari hlutans, en við klippingu á myndinni fær hann hjartaáfall og liggur á sjúkrahúsi allt árið 1946. Dróst því að fullgera myndina til ársins 1948. En á meðan leikstjórinn lá á sjúkrahúsi fengu yfirvöld að sjá mynd- ina og þá fyrst uppgötvuðu þau að Eisenstein hafði verið að fjalla um samtíma sinn í báðum myndunum um ívan grimma. Þannig gat ívan grimmi allt eins verið Jósef Stalín. Bönnuðu yfirvöld þá sýningu myndarinn- ar. Heilsu Eisensteins fór nú síhrakandi og að morgni 11. febrúar 1948 fékk hann annað hjartaáfall. Og í þetta sinn reið það honum að fullu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.