Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 23
SKÓLABLAÐIÐ 23
svona löguðu þó að ég ætli ekki að
leggja nokkurt svið leiklistarinnar
fyrir mig. Þó að þetta taki mestallan
tímann reyni ég að finna tíma fyrir
vinina og áhugamálin. Þetta tvennt
helst oftast að. Ég les mikið, aðal-
lega enskar bókmenntir á frummál-
inu, er mikill tónlistarneytandi og
áhugamaður um kvikmyndir: Peter
O’Toole uppáhaldsleikari.
Til einföldunar fersólarhringurinn
í skólann, vinnu og svefn ef tími
gefst til."
Hver eru viðhorf þín til stjórn-
mála og lista?
„Ég hef mínar ákveðnu skoðanir
um stjórnmál. Mér finnst stjórn-
málamenn vera tækifærissinnar
upp til hópa, og því er álit mitt á
þeim í lágmarki. Þeir lofa öllu fögru
til þess að komast inn á þing, en
þegar þangað er komið verður lítið
úr framkvæmdum.
Það er nóg að gerast í menningar-
lífinu þessa stundina og við eigum
nokkra góða listamenn. Þetta er þó
sveiflukennt. Ef satt skal segja er lít-
ill hluti af þessu sem vekur áhuga
rninn."
Framtíðaráform?
„Ég ætla mér að halda áfram í
skóla eftir stúdentspróf, líklegast
H.í. Raungreinarnar heilla mig
mest, þ.e. efna- og eðlisfræði.
Einnig hefði ég áhuga að læra ein-
hvern tíma heimspeki eða fleiri
tungumál. Eftir námið langar mig að
vinna á rannsóknarstofu við áhuga-
verð störf. En þetta eru bara áform-
in, það er aldrei að vita hvað tíminn
ber í skauti sér. Ég væri alveg eins til
í að búa erlendis, en það fer allt eftir
vinnu.“
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
kemur af Nesinu. Hún er í náttúru-
fræðideild I, 5.M.
Af hverju M.R.?
„Af hverju ekki M.R.? Þetta er minn
svæðisskóli og hjá mér kom ekkert
annað til greina, vegna þess að ég
vildi fá góða undirstöðu undir fram-
haldsnám. Bekkjarkerfi á líka miklu
betur við mig en fjölbrautarkerfi.”
En hvað finnst þér svo um skól-
ann eftir j?riggja vetra setu?
„Ég kann vel við mig hér. En mér
finnst M.R. að mörgu leyti of íhalds-
samur. Það er margt sem erfitt er að
fá í gegn hér, en er ekkert mál í
öðrum skólum. Valgreinar eru fáar,
til að mynda eins og í minni deild
þar sem við fengum aðeins að velja
eitt fag fyrir næsta vetur. En
aðhaldið finnst mér gott að hafa, en
getur þó stundum reynst mér illa
því að ég er skorpumanneskja.”
I lvernig finnst j)ér félagslífið?
„Mér finnst ófrumleiki og hræðsla
við nýjungar hafa einkennt félagslíf
skólans undanfarin ár! Það hafa
verið sörnu uppákomurnar ár eftir
ár, sem eru í sjálfu sér ágætar, en
það mætti brydda upp á fleira, gera
nemendur virkari svo að félagslífið
þjóni merkingu sinni. Það er erfitt að
komast inn í þetta hér, minna mál í
Versló t.d.
Mér finnst listafélagið hafa staðið
sig vel í vetur, og þá á ég við kvik-
mynda- og bókmenntadeildina.
Fannst mér búllukvöldið í Djúpinu
mjög gott framtak hjá bókmennta-
deildinni.
Ertu virkur þátttakandi?
„Ég sæki ílestar uppákomur og
dansæfingar skólans. Ég var í
ferðanefnd 5. bekkjar í vetur, en
hún sér um fjáröflun og skipulagn-
ingu Lignano-ferðarinnar í sumar.
Útrás fyrir klappþörf mína fékk ég í
klappstýruliðinu á kappræðufund-
um.“
Ertu búin að ákveða hvað þú
ætlar að gera í sumar?
„Strax að loknum vorprófum fer
ég út til London og verð þar í allt
suniar þangað til skólinn byrjar að
nýju. Það verður kærkomið að
losna frá skólabókunum því að ég
er komin með hálfgerðan skóla-
leiða."
Ætlarðu að kjósa?
„Já, en ég er alveg óákveðin sem
stendur hvaða flokk ég á að kjósa.
Ég er að kynna mer stefnur flokk-
anna svo að ég verði ekki í neinum
vafa þegar í kjörklefann kemur.
Mér finnst mörgu í þessu þjóðfé-
lagi ábótavant. Til að mynda eru
skattsvik tíð og launamisrétti ntikið.
Það er afleitt að nú orðið skuli oftast
þurfa tvær fyrirvinnur á hverju
heimili.”
I Ivað gerir þú dags daglega fyrir
utan skólann?
„Ég fer oft á kaffihús eftir skóla, og
á kvöldin er ég með vinum og kunn-
ingjum. Þá er farið á bíó, veitinga-
hús eða annað þar sem einhverja
upplyftingu er að fá. Öðru hverju
vinn ég á smáauglýsingunt DV. Ég
les mikið, bæði sögur og ljóð. Ég set
stundum saman ljóð sjálf, en Steinn
Steinarr er í miklum metum hjá mér.
Einnig hlusta ég mikið á alls konar
tónlist, en þungarokk og pönk þoli
ég ekki!"
I Ivað ætlar þú að gera eftir stú-
dentspróf?
„Ég ætla að skoða mig um í heim-
inum, vinna og láta mér líða vel. Að
ári liðnu vona ég að ég viti hvað mig
langar að læra, en núna er það
alveg óráðið.