Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 62
62 SKÓLABLAÐIÐ
kom auga á mig og ég veifaði bréfinu til þeirra. Þau
skildu að ekki var heppilegt að trufla mig að svo
stöddu, þar sem ég var með bréf auk þess sem ég sat
undir trénu. Þau voru farin að þekkja mínar venjur. Ég
hélt lestrinum áfram...
...Ég heyrði að þau rifust heiftarlega en hækkuðu
ekki röddina því að þetta var greinilega mál sem að-
eins fjögur eyru máttu heyra. En tvö aðskotaeyru
höfðu án þeirra vitundar teygt úr sér og gleyptu nú
hvert orð sem þau sögðu;
„Palli, ég get þetta ekki lengur. Helvítis nornin er eilíf.
Getum við ekki notað eitthvað sterkara? Ég meina, það
sem við notum núna er ekki nógu sterkt, það bítur ekk-
ert á hana.“
„Láttu nú ekki svona, Dóra mín,“ sagði hann með
töflu-ískursrödd sinni. „Við þurfum ekkert að gera út af
við hana. Það er nóg að gera hana svolítið ruglaða svo
að hún geti ekki sagt frá.“
„Já, þetta getur þú sagt, fíflið þitt, þú sem þarft ekki að
sitja yfir henni, gefa henni lyfið og hlusta á hana rövla
daginn út og daginn inn. Oj bara, ekki ætla ég að gera
það lengur. Ég ætla aftur í vinnuna. Þú getur fengið þér
frí núna,“ sagði hún.
Það leið svolítil stund áður en hann svaraði þessu.
Nú talaði hann rólega, greinilega til að sefa hana.
„Dóra mín, gerðu nú ekkert í hugsunarleysi. Ekki viltu
að allt komist upp. Þú veist að ég get ekki tekið mér frí.
Það er nóg að þú verðir í fríi í 2—3 vikur í viðbót, þá
getum við ráðið einhverja heimska stelpu til að sitja
hjá henni. Auk þess verður fólk farið að gleyma þessu
og við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, flutt út
eða eitthvað. Ertu ekki sammála?“
„Nei/'hvæsti hún. „Égerþað ekki. Þúgeturbararáðið
einhverja strax á morgun því að ég er búin að tilkynna
mig í vinnuna. Væri það ekki grunsamlegt ef ég hrindi
og segðist ekki koma?"
Það kom fát á manninn sem hún talaði við og kallaði
Palla. Mér virtist hann líklegur til þess að rota hana en í
stað þess greip hann svo fast í handlegg hennar að
hnúar hans hvítnuðu.
„Allt í lagi. Ég auglýsi þá í Morgunblaðinu á morgun,"
sagði hann og dró hana með sér út.
Þegar ég vaknaði morguninn eftir flýtti ég mér fram
úr og skoðaði Morgunblaðið vandlega. Við aðra yfir-
ferð sá ég auglýsinguna;
„Ung stúlka óskast til að gæta veikburða sjúklings í
gamla bænum. Vaktavinna. Nánari upplýsingar fást á
Öldugötu 67, allan daginn."
Áður en ég áttaði mig á því var ég búin að klippa
hana út. Það var eins og eitthvað æðra og máttugra
stjórnaði mér. Seinna um daginn fór ég og sótti um
stöðuna. Dökkhærða konan tók á móti mér. Henni brá
svolítið í fyrstu en virtist jafna sig fijótt. Ég þóttist vera
svolítið heimsk og viti menn, ég fékk vinnuna. Ég var
mjög undrandi á því hve fljótt hún ákvað að ég fengi
vinnuna. Ég þurfti ekki einu sinni að segja hvað ég
hafði gert áður en það skýrðist um leið og ég sá sjúkl-
inginn.
Þegar ég mætti morguninn eftir, rétt fyrir átta,
útskýrði hún fyrir mér hvað ég ætti að gera. Ég sá
manninum, sem kallaðist Palli, bregða fyrir. Ég get ekki
lýst svipnum á honum. Það var eins og hann hefði séð
draug. Þau fóru í vinnuna og ég fékk mér sæti við hlið-
ina á sjúkraherberginu. Um kl. ÍO heyrði ég að sjúkl-
ingurinn rumskaði og gekk inn til hans. Ég hafði búist
við eldri konu en það sem mætti augum mínum var...
Ó, guð, það var ung kona sem leit út í öllum smáat-
riðum eins og ég...
Nú skildi ég hví ég hafði fengið vinnuna svona fjótt,
og út af hverju þeim brá svona við að sjá mig. Sjúkl-
ingurinn virtist ekki gera sér grein fyrir því hve líkar við
vorum. Hún bara muldraði eitthvað sem ég skildi ekki.
Ég ákvað að gefa henni ekki lyfið. Ég gaf henni það
ekki heldur um kvöldið eins og ég hafði fengið fyrir-
mæli um að gera. Ég ályktaði að þau myndu ekki gefa
henni það um kvöldið því að 7 tímar voru á milli þess
sem ég gaf henni það og þetta virtist vera sterkt lyf.
Næstu tvo daga svaf hún að mestu en þriðja daginn
kom hún til sjálfrar sín. I tenni brá auðvitað mikið þegar
hún sá mig svo að ég flýtti mér að segja henni hvers
vegna ég var þarna komin og hvað ég hafði heyrt. Hún
þagði smástund eftir að ég lauk máli mínu, en sagði
svo:
„Já, það gat verið. Þetta er þeim líkt. Alltaf sömu
ógeðin. Hvaða mánaðardagur er annars í dag?"
„24. apríl," sagði ég.
„24. apríl. Guð, ég hef verið hérna í mánuð. Ég hef
misst mánuð úr lífi mínu og son minn," sagði hún með
grátstafi í kverkunum. Svo sagði hún mér að fyrir
nákvæmlega mánuði hefði hún horft á Palla og Dóru
drepa son hennar með köldu blóði. Ástæðan var vafa-
laust sú að hann átti að erfa eftir frænda sinn, þegar
hann yrði 21 árs, allar eigur hans, sem voru heil auðæfi.
Ef hann yrði hins vegar ekki svo lánsamur að lifa til 21
árs aldurs átti Páll P. Pálsson að erfa allt (þ.e.a.s. Palli,
sá sem talaði með töfluískursröddinni). En launráð
Palla og Dóru (Dóra er unnusta Palla) höfðu mistekist.
Móðir drengsins, Eva, hafði óvart orðið vitni að því
þegar þau hrintu honum niður stigann með þeim af-
leiðingum að hann háisbrotnaði og dó. Þau höfðu
síðan ákveðið að láta líta svo út sem Eva hefði fundið