Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 50

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 50
50 SKÓLABLAÐIÐ Draumur eða veruleiki Smásaga eftir ESSO Jæja! Þá var dagurinn loks runninn upp! Hæfileika- keppni 4. bekkjar var í kvöld. Ég hafði eytt löngum tíma í að undirbúa atriðið sem ég ætlaði að flytja. Nei, kannski ekki löngum tíma, en samt nokkrum dögum. Stelpurnar í bekknum höfðu hjálpað til við að útvega ýmislegt sem nauðsynlegt var. Dagurinn leið eins og venjulega, en þó var einhver spenna í bekknum og sífellt var verið að breyta atriðinu og koma með nýjar tillögur. En ég var harðákveðin í því að breyta ekki neinu. Þegar skólinn var búinn, sat ég niðri í Cösu og talaði við félaga mína í um klukkutíma. Svo gerði ég mér grein fyrir því að klukkan tifaði áfram og dreif mig heim. Þegar þangað var komið hitti ég mömmu fyrir í eldhús- inu. Hún minnti mig á að ég átti að elda í dag. Auðvitað! Þessi fjárans matreiðsludagur var alltaf á óheppi- legum dögum. Mamma krafðist þess að við systkinin elduðum einu sinni í viku „svo við kynnum að búa til mat, þegar við flyttum að heiman.“ Jæja, ég tilkynnti öllum að maturinn yrði í fyrra fallinu og hóf strax elda- mennskuna. Að matnum loknum þreif ég eldhúsið í hvelli og dreif mig af stað. Þegar ég kom niður í skóla, byrjaði ég að taka mig til, farða mig og fara í skrúðann. Þegar keppnin komst í gang, eftir þá bið sem virðist fylgja öllum skólauppá- komum, fékk ég að vita að ég var nr. 3 í röð keppenda. Þeir tveir, sem voru á undan mér voru alveg ágætir, sérstaklega annar þeirra. Það var stelpa í risastórri peysu sem huldi hana algerlega. Þegar hún fór að tala, kom í ijós að hún var að leika peysu. Hún sagði sögu flíkurinnar frá upphafi til enda og lék með. Það var sér- staklega fyndið að sjá hana veltast í hringi á gólfinu þegar peysan var í þvottavélinni. Þegar hún var búin fylgdu henni mikil hlátrasköll og klapp út af sviðinu. Þá var komið að mér. Ég yrði að standa mig ef ég átti að hafa roð við þessu atriði. Ég gekk hægt og rólega inn á sviðið. Þegar upp á pallinn var komið, hneigði ég mig og datt. Eins virðulega og ég gat, stóð ég upp og kynnti mig. „Drakúla greifi heiti ég,“ sagði ég með jafn- djúpri röddu og fyrirmynd mín hefði notað. Loksins var þetta byrjað. Mistökin við hneiginguna höfðu verið undirbúin og tekist nokkuð vel, ef dæma mátti af hlátr- inum. Ég hélt áfram að fíflast eitthvað, en eitt var öðru- vísi en það átti að vera. Langflestir finna fyrir kvíða og spennu áður en þeir framkvæma eitthvað fyrir framan mannfjölda. Ég var ekkert frábrugðin öðrum að því leyti til, en óþægindatilfinningin var þó vön að hverfa þegar slagurinn er hafinn. Svo var þó ekki í þetta sinn. Ég var sannfærð um að eitthvað færi úrskeiðis. En hvað gat það verið? Þegar verið er að leika misheppn- aðan Drakúla, skiptir litlu máli, þótt nokkur orð séu sögð á vitlausum stað eða einhver hreyfing sé röng. Það eina, sem gæti gerst, væri að mistökin yrðu ekki fyndin. Ég ákvað út frá þessum hugsunum að taka ekki mark á tilfinningunni. Og viti menn, þegar komið var að lokaatriðinu hafði enn ekkert gerst. Ég sneri mér að áhorfendum og sagði þeim að tími væri kominn fyrir Drakúla að breytast í leðurblöku og hverfa á braut. Síðan sneri ég mér í hálfhring, um leið og ég vafði skikkjunni um mig. En allt í einu var eins og ég sæti úti í sal og horfði á sviðið. Ég sá sjálfa mig leysast upp og hverfa! Þegar ég tók skikkjuna frá augunum og leit í kringum mig, sá ég að ég sat á miðju gólfi í ókunnugri íbúð. „Hver ert þú?“ heyrði ég sagt fyrir aftan mig á ensku. „Er ég í Ameríku?" spurði ég á íslensku. Svo, um leið og ég sneri mér við spurði ég (í þetta sinn á ensku): „Hver ert þú?“ Ég sá strax hver þetta var og sagði því: „Ég þekki þig, þú ert Don Johnson." „Þakka þér fyrir að láta mig vita,“ sagði hann hæðnislega. „Viltu kannski útskýra fyrir mér hvernig þú framkvæmdir þetta skemmtilega atriði, að birtast svona allt í einu.“ Ég gat ekki útskýrt það. Svona lagað hreint og beint gerðist ekki í raun- veruleikanum. Auðvitað hafði ég oft séð og haft gaman af sögum og myndum um einhverja svona ótrúlega hluti, en aldrei hafði mér dottið í hug að svona gæti gerst. „Hvernig fórstu að þessu?“ spurði hann aftur. „Ég bara hef ekki minnstu hugmynd um það,“ svaraði ég. Svo sagði ég honum frá því hvað hafði gerst og datt um leið í hug, að kannski gæti ég komið mér heim aftur með sama hætti. Ég sneri mér í hálf- hring og dró skikkjuna yfir mig. Þegar ég tók hana frá augunum, heyrði ég skellihlátur. Ég var enn á sama stað. Þetta hlaut að vera draumur. Nú fór ég að hugsa um aðferð til að vakna. Aha! Alltaf þegar ég varð mjög hrædd í draumi, ef einhver ætlaði að ráðast á mig eftir langan eltingarleik, þá vaknaði ég. En þegar ég spurði „stjörnuna“ hvar útidyrnar væru, var honum nóg boðið. „Þetta er ekki draumur, heldur veruleiki. Hvað ætlar þú að gera út?“ „Ég ætla að ögra einhverjum ræningjum eða morðingjum og þegar þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.