Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 13
aðeins að æfa skotfimi sína til að geta varist lögregl-
unni þegar hann verður gómaður. Ef til vill hyggur
hann á vopnaða byltingu undir merkjum stærðfræð-
innar. Hann drekkur iíka viský og les Hemmingway.
Karlremba. Hér finnst mér rétt að geta þess að Sveinn
Valsfells er söngmaður mikill og hefur gaman af hrað-
skreiðum bílum.
Þið skuluð ekki halda að það hafi komið mér á óvart
að Sveinn væri frammámaður í félaginu Brains and
Balls. Auðvitað þjáist svona maður af gáfnagreddu og
vísindalegri vergirni. Hver veit nema hann stynji upp
stærðfræðiformúlum á imeðan... Nei, yfirmaður minn
má ekki sjá þetta.
Vor
Þeim tókst það, þeim tókst það! Þeir unnu Háskóla-
bíóskeppnina. M.R. mælskasti skólinn. Sveinn Valfells
Morfís-sigurvegari. Og vorið líður fram hjá meðan ég
les undir próf.
Haust 1986
Haustið er komið að fylla mann heimsku og grimmd.
Ég legg frá mér ljóðabók Dags Sigurðarsonar og lít út
um gluggann. Ég er í heimsku og grimmu skapi og
nýbyrjaður í skólanum eftir sumarfríið. Ég hringi í frök-
en Klukku og skeyti skapi mínu á henni um stund.
Sveinn Valfells verður liðstjóri ræðuliðsins og ég þjálf-
ari. Hann verður einnig forseti vísindafélagsins. Við
munum brátt kynnast allnáið.
ORÐABÆKUR
ÍSAFOLDAR
Nauðsynlegar handbækur
veglegar gjafir
sérstakt verð - sérstök kjör
ef allar bækurnar eru
keyptar í einu
ÍSAFOLD
Þingholtsstræti 5 ■ 101 Reykjavík ■ Sími 17165
JÓl 1986
Gefðu mér einn á kjaftinn, góði jólasveinninn minn,
syngur dauðadrukkin stúlka og reynir að koma feimn-
um, feitlögnum jólasveini til við sig í norðangarra á
Þorláksmessukvöldi. Ég hleyp eftir Austurstræti, rétt
næ strætó, og þegar ég er kominn heim, fæ ég mér
kaffi og sest inn í stoíu. Nú er komið að því að ég bæti
inn í skýrslu mína um Svein Valfells skapgerðarein-
kennum hans. Ég verð þungt hugsi.
Sveinn Valfellls er ákveðinn, fylginn sér, kappsamur.
duglegur, dálítið öfgafullur og einstrengingslegur, en
engu að síður ljúfur í viðmóti og vinalegur. Verður
örugglega fyrirtaks-eiginmaður. Hann yrði aftur á móti
agalegur skólastjóri, myndi þyngja allt námsefni og
berja menn miskunnarlust til bókar. Hann minnir mig
stundum á kvikmyndaleikara. Eftir viðkynningu okkar
er ég farinn að kunna ákaflega vel við hann. Líklega
eru ásakanir yfirmanns míns um, að Sveinn sé í eitur-
efnatilraunum, ekki á neinum rökum reistar. Og þótt
svo væri, myndi ég ekki hafa brjóst í mér til að koma
upp um hann. Ég myndi líklega hylma yfir með
honum. Minnumst orða Jónasar Hallgrímssonar: „Vís-
indin efla alla dáð“. Og Stefán frá Hvítadal orti síðar:
„Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konu-
ást“. Líklega eru vísindi því iðkuð af dulinni ástarþrá.
Sveinn er líklega ástfanginn upp fyrir haus.
Kristján Þ. Hrafnsson
STUDENTAR!
Við bjóðum
frábær jakkaföt
á dömur og herra
Laugavegi 101
S. 19461