Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 29
SKÓLABLAÐIÐ 29
Gott dæmi þess, að listamenn komi sér sjálfir á fram-
færi, er „Besti vinur ljóðsins". Það er mjög gott framtak
og vel sótt. Það er nokkur sýndarmennska í kringum
þetta, en þaö er auðvitað eðlilegt. Sýndarmennskan er
aldrei meiri en við skáldskap! Klæðnaðurinn, flutning-
urinn o.s.frv., allt eru þetta þættir í þessu öllu. Allir
halda að skáld séu miklir vinir, „skáldbræður", en í raun
eru þau mestu óvinir. Þetta er það mest spennandi við
skáldakvöldin: Sýndarmennska og „tens" andrúms-
loft."
Hvar hafa verk þín komið fram?
„Þegarég var í M.R., birti ég í Skólablaðinu, varsjálfur
í ritnefnd einu sinni. Það besta við Skólablaðið er að
það er vettvangur fyrir skáld skólans og fær þau til að
semja. Reyndar skrifuðum við mest sjálfir og höfðum
ekkert á móti því.
Einnig kom út saga í sambandi við smásögur Lista-
hátíðar. í Lesbók birtist eftir mig smásaga með viðtali
við mig og tvo vini, þá skólaskáld M.R."
MR mitt í hringiðu mannlífsins
Þá erum við komin að M.R. Ertu ánægður með veru
þína hér?
„Já, það er ég. Auðvitað var ég óánægður með ýmis-
legt þá, eneftiráskiptirþaðekki máli. Égvaróánægður
með lítið val, var í fornmáladeild II, en bekkjarkerfið er
mjög gott. Satt að segja var það staðurinn, sem mér féll
best, — mitt í hringiðu mannlífsins, stutt á kaffihús
o.s.frv.l Námið hentaði einnig vel bókmenntaáhuga
mínum. Jón Gúmm. las yfir ritverkin. Kennararnir hafa
áhuga á skáldskapnum, leggja á sig vinnu og fá nem-
endur til að hugsa betur um eigin verk.
í M.R. var alltaf nokkur hópur sem skrifaði, - með
ólíkar skoðanir. Sumir héldu áfram, en skáldskapur
blundar enn í okkur öllum.
Það var svolítið sérstakt hvernig fólkið skiptist í hópa
í M.R., — það fer mikiðeftir deildum, máladeildarstrákar
annars vegar og stærðfræðideildarstrákar hins vegar,
— þetta voru eins og tveir ættflokkar!"
En hvernig nýtist námið þér í því sem þú ert í núna?
„Ég er í ensku í háskólanum og M.R. var ágætur
undirbúningur undir það. lnn í enskunámið koma
einnig bókmenntir, bæði enskar og amerískar. Við
skrifum líka stíla, svo ég fæ bæði málakunnáttu og
bókmenntaþekkingu út úr náminu. Mig langar ekki að
fara út í kennslu eða þýðingar, en námið býður upp á
margt.
Stundarðu aðrar listgreinar?
„Ég var líka í myndlist. Yngri bróðir minn fór einnig í
það. Fyrst var ég betri vegna aldursmunarins, en hann
þroskaðist hraðar, og ég sá að ég var ekki nógu góður.
Ég held mig við bókmenntirnar."
Of mikið gefið út í heiminum
I ivað um útgáfumál?
„Ég hef hugsað mér að einbeita mér að skrifum í
sumaroggefaþáe.t.v. út næstavetur. Ég hef ekki gefið
út áður. Mér finnst að menn eigi að vinna vel, áður en
þeir fara út í útgáfu. Þaðerof mikiðgefiðút í heiminum.
Menn gera of litlar kröfur til sjálfs sín oggefa of mikið út.
Ein góð saga er miklu betri en heil söfn. Þá er sama
hvort um skáldsögu eða smásögu er að ræða, - bara
að hún sé góð."