Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 63

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 63
SKÓLABLAÐIÐ 63 hann dáinn á gólfinu við stigann og orðið brjáluð, en þau höfðu í rauninni einungis gefið henni lyf sem gerði það að verkum að hún lét sem hún væri trufluð á geðs- munum. Morðið var úrskurðað sem slys. „Við Eva ákváðum að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist í nokkra daga enn. Hún var enn mjög máttvana og þurfti á öllum sínum kröftum að halda þegar við flettum ofan af ódæðismönnunum. Hún hafði hingað til verið álitin rugluð og það yrði vafalaust erfitt að afsanna það. En Valdís, það er of seint núna. Ég finn það ekki einungis af því að verkurinn er orðinn algerlega óþolandi heldur líka því að mér hefur verið veitt eftirför síðustu tvo daga og í fyrradag vorum við Eva að tala saman um hvernig við gætum sannfært lögregluna. Ég sagði henni að það hlyti að vera erfitt það sem eftir væri, því að fingurinn á mér væri hrein- lega að dreþa mig og ekkert illt hefði ennþá gerst. Þá kom Dóra skyndilega inn. Hún hlýtur að hafa heyrt eitthvað, því að í gær spurði hún mig út af hverju ég væri alltaf að kreista á mér baugfingur. Ég roðnaði og blánaði og sagði að það væri bara kækur. En í morgun heyrði ég þau tala um að skipta á mér og Evu, þ.e.a.s. drepa Evu og láta líta svo út sem það væri ég sem hefði dáið. Láta mig svo í hennar stað. Þau þyrftu ekki einu sinni að gefa mér lyf, þar sem ég gæti ekki vitað neitt. (Hún hefur greinilega bara heyrt lok samtalsins, um fyrirboðann, og hefur haldið að ég væri að tala við sjálfa mig.) Og þegar ég segðist vera einhver önnur, myndu allir álíta að Eva væri alltaf að verða brjálaðri og brjálaðri. Svo gætu þau tekið puttann af Evu. Þá héldi fólkið mitt að ég hefði hvort eð er vitað af því að ég myndi deyja og fingurinn hefði bara óvart freistað morðingjans. Þetta væri nú einu sinni fyrirboði. Ó, guð, Valdís, hvað á ég að gera?? Valdís ég bið um hjálp... Þú verður að hjálpa mér. Þín vinkona, Auður. Ég sat sem stirðnuð í nokkrar mínútur. Sú hugsun flögraði fram og til baka í huga mínum að Auður væri alls ekkert dáin, hún lifði. Svo tók ég viðbragð, hentist inn, hringdi og pantaði far heim með næstu flugvél. Auður var í hættu stödd. Ég yrði að flýta mér til íslands. Ég hringdi einnig í for- eldra mína og boðaði komu mína. Ég myndi útskýra allt þegar ég kæmi. Meðan ég tók saman helsta dótið mitt, sagði égfólk- inu hvað staðið hafði í bréfinu og geystist síðan út á flugvöll. Þegar til íslands kom lá leið mín beint inn á lögreglu- stöð. Það var dæmigert íslenskt veður, rok og rigning. Þó að ég hefði þráð ísland og íslenska veðráttu, leiddi ég ekki hugann að því fyrr en allt var um garð gengið. Á meðan var hugur minn hjá Auði. Lögreglan var treg í fyrstu og spurði hvort ég gæti sannað að þetta væri ekki Auður, sem ennþá var geymd í líkhúsi lögreglunnar, þar sem ekki átti að jarða hana fyrr en daginn eftir. Ég hugsaði mig vel um en það eina, sem ég mundi eftir sem auðkenndi Auði, var áberandi fæðingar- blettur á vinstra læri. Var sú dána með hann?? Það hafði engum hugkvæmst að athuga það, svo að við flýttum okkur í líkgeymsluna. Sú dána var ekki með fæðingarblett. 3 mánuðum síðar. Palli og Dóra voru dæmd í lífstíðarfangelsi, fyrir tvö morð, á Evu og syni hennar. Auður var á lífi, þó að tæpt væri, og er óðum að kom- ast til hestaheilsu. Ég fór ekki til Ameríku aftur. Þegar maður er einu sinni kominn til íslands eftir langa fjarveru er ekkert sem dregur mann burtu aftur. Ég hef sannað hina gömlu málshætti fyrir sjálfri mér að: Heima er best, og Allt er gott sem endar vel. Valdís Asta Aðalsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.