Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 60

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 60
60 SKÓLABLAÐIÐ Fyrirboði dauðans Ég hafði dvalist í Ameríku í 18 mánuði og einungis 6 mánuðir voru þangað til ég fengi að sjá vini og vanda- menn aftur. Mig hafði aldrei grunað hvað ég ætti eftir að sakna íslands ntikið. Ég var farin að þrá nýjan fisk, grjónagraut, kartöflur úr garðinum hans pabba, slátur, svið og tölum nú ekki um hið íslenska vatn. Ég var alltaf vöknuð og búin að borða morgunverð áður en pósturinn kom. Konan, sem ég dvaldist hjá, gantaðist oft við mig og bauðst til að lána mér tjald svo að ég gæti hreinlega gist niður frá við póstkassann. En það er ólýsanlegt hvað þráin eftir bréfi að heiman er óstjórnlega mikil þegar maður dvelst langt að heiman og hefur ekki heyrt íslenskt orð koma út úr neinu nema símanum svona einu sinni í mánuði. Hinn 2. maí 1980, þegar 183 dagar voru þar til ég færi heim, vaknaði ég eins og vanalega á undan hinum, fékk mér morgunverð og beið eftir póstinum úti á verönd. Þá gerðist nokkuð undarlegt. Síminn hringdi. Þessa 18 mánuði, sem ég dvaldist þarna, hafði hann alltaf steinþagað að minnsta kosti til ki. ÍO f.h. og kl. var 7.15. Það var óhugnanleg þögn, ekkert rauf hana nema drungaleg og krefjandi símhringingin. Mér fannst sím- inn öskra „Fljót, þetta er áríðandi.“ Ég rankaði við mér, rauk upp og tók símann. „622 303. Valdís talar," sagði ég á ensku. „Valdís, hæ, þetta er mamma." Mér krossbrá. Mamma, — það hlaut að vera eitthvað mikið að. Hún var ekki vön því að hringja fyrir 15. hvers mánaðar og ég heyrði að hún grét. „Mamma," kallaði ég. „Er eitthvað að?“ Það heyrðist lágt snökkt, svo sagði hún loks; „Já, Valdís, það er nokkuð mikið að. Hún Auður er dáin.“ Ég stirðnaði, — Auður dáin. „Hvernig?" sagði ég loks. „Það veit það enginn ennþá. Orsökin finnst ekki en Rannsóknarlögreglan er að rannsaka málið. Hún fannst við tjörnina og það vantaði á hana vinstri baug- fingur. Valdís, ertu þarna?“ „Já, ég er hérna. Ég get ekki talað um þetta núna, mamma. Ætlarðu að votta Einari og Dennu samúð mína?“ „Já, elskan, ég skal gera það. Ég skil þig en reyndu að vera sterk. Ég hringi seinna. Bless, elskan." Klikk. Ég stóð lengi með símann í höndunum. Það var eins og ég væri að melta það sem mamma sagði, — Auður dáin. Ég lagði símann á og gekk út. Það var yndislegt veður. Fólkið var ekki vaknað ennþá og allt var svo hljótt. Égsettistundirstóraeikartréðígarðinum. Égvar vön því að setjast þar þegar ég þurfti að hugsa eða þegar ég fékk bréf að heiman. Nú sat ég þarna og hugs- aði... um Auði... Ég gat ekki grátið, þetta var eitthvað svo fjarstætt. ... Auður dáin.. Hún yrði ekki á flugvellinum þegar ég kæmi heim eins og við vorum búnar að ákveða. Ég átti að koma á föstudagsmorgni, sem okkur fannst mikil lukka því við ætluðum aö nýta allan daginn til að tala saman um viðburði sem gerst höfðu síðan við skildum. Svo ætluðu allir vinir okkar að halda komu- partý fyrir mig og allir ætluðu á ball á eftir. Ég gat ekki hugsað um þetta án Auðar. Ég hugsaði um mennta- skólaárin, þegar hún var í Versló og ég í MR. Hvernig við kynntumst Reykjavík, þá sérstaklega Vestur- bænum þegar við fluttum í tveggja herbergja íbúð með eldhúsi á Reynimelnum. Hvað spenningurinn var mikill og hvað við lögðum á okkur til að heimilishaldið yrði gott. Ég hugsaði um ferðalögin ótalmörgu sem við höfð- um farið í, allt fólkið sem við höfðum kynnst. Það hafði aldrei gerst neitt sem við gátum ekki rætt um og leyst í sameiningu. Ég gat ekki hugsað um heimkomuna án hinnar hláturmildu Auðar. Ég hugsaði um allar stundirnar sem við höfðum nær pissað á okkur því við hlógum svo mikið. Ég hafði alltaf sagt að hún yrði minnst 104 ára, því hún var alltaf að hlæja. En nú fengi ég aldrei að sjá hana aftur. Hún var horfin, — að eilífu. Næstu daga gekk ég um eins og í leiðslu. Ég vaknaði eins og vanalega á morgnana en nú gat ég ekki borðað. Ég sat bara og starði út í loftið „þurrum aug- um“. Ég gat ekki grátið, sorgin var of mikil. Viku eftir atburðinn stóð ég við póstkassann og beið eftir bréfi. Póstmaðurinn kom brosandi til mín og sagði; „Jæja, nú kemur langt og mikið bréf frá vinkonu þinni, þessari með dökka, síða hárið, sem þú sýndir mér myndina af. Ég er farinn að þekkja rithöndina, sjáðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.