Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 24
24 SKÓLABLAÐIÐ Helga Friðriksdóttir er aldursfor- setinn. Hún kemur úr Hvassaleitis- skóla og er í 6. bekk X. Hvernig finnst þér skólinn? „Ég er í eðlisfræði 1 og finnst námið of einhæft. Við lærum bara formúlur og tölur og bráðvantar kjaftafög til að fá útrás. Að mínum dómi er bekkjar- kerfið kostur, maður nær þá traust- ara sambandi við kennara og nem- endur. Ég vænti mikils af skólanum í fyrstu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þriðji bekkur var skemmtilegt þroska- stig. Ég var spennt vegna breyting- anna og leit á mig sem eldri einstak- ling. Ég var virkust í félagslífinu fyrsta árið, og bitnaði það á lær- dómnum. í fjórða bekk var ég í Mið- bæjarskólanum, og var það ömur- legt, við vorum svo út úr. Löngu frím- ínúturnar dugðu rétt til að hlaupa upp í Cösu, en þá var aftur hringt inn. Þessi einangrun varð til þess að ég datt úr félagslífinu. Það hafði þau áhrif að námsárangurinn varð betri. i' sjötta bekk gera kennararnir meiri kröfur til nemendanna. Þar er ekki eins mikill agi, við eigum að treysta meira á okkur sjálf, o.s.frv. Mér finnst þreyta og skólaleiði gegnumgang- andi í árgangnum, svo að krakkarnir draga hver annan niður. Annars vantar ekki verkefnin, það er nóg að gera. Metnaðurinn er bara minni. Þegar ég lít aftur sé ég ekki eftir að hafa valið M.R., og myndi hiklaust gera það aftur. M.FV er góður skóli sem hlúir að þegar þörfin er mest. Ég er hlynnt því að lesa allt aftur undir stúdentspróf því að þá næst betra heildaryfirlit. Það er góður undirbúningur undir H.í. — Ég hlakka samt til að losna, sé helst eftir að hafa ekki nýtt veturinn betur, því að ég vil segja bless með góð próf.“ Hvernig finnst þér andinn? „Hann er fínn og mér líður ágæt- lega, er í 18 stráka bekk og „fíla“ strák- amóralinn vel. orðin „one of the guys“, að ég tali nú ekki um alla athyglina sem ég fæ. Það, sem helst er miður, er hve lítið samstarf er milli árganganna, ég umgengst t.d. ein- ungis sjöttu bekkinga." 1 lvað gerirðu utan skóla? „Hestamennska er áhugamál nr. l, 2 og 3, en ég hef unnið á Borginni með skólanum í vetur. Það var skemmtileg upplyfting í tilveruna en nú ætla ég að fara að hætta vegna prófanna." Framtíðarplön? „Eftir stúdentspróf, ætla ég að inn- rita mig í verkfræði í H.í. Ef það vex mér í augum og mér finnst skólaleið- inn enn angra mig, tek ég mér ársfrí, fer að vinna og svo út að ferðast. Sný mér síðan aftur af fullum krafti að skólanum. Ég hef hug á að mennta mig á öðrum sviðum eftir allar raun- greinarnar í M.R., fá andlega upplyft- ingu. Ég er bjartsýn á framtíðina og langar til að fara á svið þar sem karlar hafa ráðið. Ég hef áhuga á ýmsum hlutum sem peningar geta veitt, svo að starfið verður að vera blanda af hugsjón og peningaspursmálum." Ilvað finnst þér um stjórn- og menningarmál landsins? „Ég hef verið áhugalaus um stjórnmál, en áhuginn er farinn að glæðast og ég ætia að kjósa í vor. Menningar- og stjórnmálaáhugi er í lágmarki hjá ungu fólki nú, stefnir á núll eins og sagt er í stærðfræði. Við ættum að endurskoða þessi mál vel, því að til eru aðrar skemmtanir en drykkja, böll og makaleit. Okkar kynslóð er orðin of kröfu- hörð og vanþakklát. I tún kann ekki að meta það, sem hún hefur, og heldur alltaf að grasið sé grænna hinum megin. Fólk ætti að vera oprt- ara og hleypa öðrum að sér. ísland er lokað land, en til að opna það þarf fólk að verða meðvitaðra. Það á að geta látið skoðanir sínar í ljós án þess að áfengi sé alltaf við höndina. Mest ber á sýndarmennsku hjá stjórn- málamönnum. Þeir eru núna fyrst og fremst „exhibisjónistar", á kostnað hugsjónarinnar. f :yrr á þessari öld voru pólitíkusarnir menn með hug- sjón og mikla baráttugleði fyrir hag lands síns og fólksins, menn sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þá finnst mér allt of margir flokkar fyrir svona lítið land, — fólk verður hringavitlaust á þessu, — úllen dúllen- aðferðin gildir í kosningum. Þrír flokkar nægja, vinstri, hægri og mið- flokkur. Stéttaskiptingin er orðin of áber- andi í þjóðfélaginu og mikið vantar á réttlætið. Það á að meta fólk eftir dugnaði, en ekki hvar í þjóðfélags- stiganum það er. Störf og menntun segja ekki alltaf bara til um greind, heldur einnig áhuga fólks." Einhver ráðlegging að lokum? „Já, mér finnst að fóik eigi að koma fram við aðra eins og það vill að komið sé fram við það. Það kostar ekkert að brosa, en gefur þeim mun meira."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.