Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 19

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 19
SKÓLABLAÐIÐ 19 Sambúðin við landann Smásaga eftir Jón Heiga Egilsson Ég er á rölti um langan, þröngan stíginn og horfi niður á fæturna fær- ast hægt hvorn fram fyrir annan til skiptis. Undarlegt, - skrýtið, - já, eiginlega bara stórskrýtið. Ég hérna uppi, svona langt, langt fyrir ofan þá. Ég þarf ekki nema að hugsa um t.d. að ganga og þeir sjá um allt erf- iðið. Nú eða bara að stoþpa, sko, og nú... og nú er jörðin hætt að færast fram hjá gömlu, slitnu skónum mín- um. Yndislegt. Hvílikt vald! i Iver ætli hafi eiginlega fundið þetta upp? Mér er spurn. Mér leiðist. Ég fæ mér sæti á bekknum - halla aftur augunum og læt hugann reika um cingstræti heil- ans í leit að gömlum, trúum félögum,... minningunum. Minningar úr Menntó, - minningar um gleði, metnað og... og jafnvel vinsældir. En nú eru þetta bara minningar. Og skítt með það. Eng- inn getur tekið frá mér mínar eigin minningar, - ekki einu sinni hún, hún sem hefur hrifið svo margt í burtu. Ötrúlegt! Og samt hefur hún verið mér svo trú. Við kynntumst í Menntó og... jú, jú, ást við fyrstu sýn og æ síðan. Ég segi það ekki. það kom fyrir að ég hugsaði um aðra, - hélt meira að segja fram hjá. En það var aldrei eins og hjá okkur. Þannig að ég leitaði alltaf aftur til hennar,... og hún skildi það alltaf. Svo endaði það þannig að ég tók mig á og hætti að halda fram hjá. Ég hef meira að segja sungið henni ástarljóð, fleiri en tvö og fleiri en þrjú.... já oft,... flaskan mín og ég. ÆÆÆ! Voðaleg læti eru þetta, ...aldrei stundarfriður. Hummmm, eru þeir að hrópa á mig?... fiissa. Já, já, hlaupið bara í kringum tjörnina og reynið svo að ná betri tíma en ég á sínum tíma, — átta þrjátíu, jú, jú, ekkert minna, átta mínútur og þrjá- tíu sekúndur. Svo má skrattinn bara eiga ykkur. Afsakið orðbragðið, les- endur,... ég var bara að tala við þá, strákana í leikfimi. Hvað er ég að tauta? Gctmla... hvað? Sveiattan. Jæja, ég held ég fari bara að tygja mig. Þeir taka hvort eð er engum sönsum, — bera enga virðingu fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Það er farið að vora og daginn að lengja. Þá er líka farið að hlýna. Miklu notalegra. Mér verður aftur litið niður á fæt- urna sem eins og áður hreyfast hægt en hreyfast þó til skiptis hvor fram fyrir annan. Um leið og annar stoppar þá hugsar liinn sér til hreif- ings. Það vill, jú, enginn dragast aftur úr. Allt í einu rennur upp fyrir mér Ijós,... sem var þó í sjálfu sér engin ný staðreynd,... en staðreynd þó. Ég lít niður á fæturna, - þessa dyggu fylgdarmenn sem hafa hlýðnast hugsunum mínum lengur en minnið man. Hvílíkt vanþakk- læti! Og nú átti ég sjálfur hlut að máli en ekki einhver annar og ég var meira að segja vitni að því sjálfur. En ég fyrirlít þá ekki, ég bara lít niður á þá. Mig setur hljóðan. Ekki svo að skilja að ég hafi sagt eitthvað áður. Nei, en nú er þögnin mælsk. Ég veit, jú, hve ömurlegt það er að láta líta niður á sig. Ég færi því höfuðið smátt og smátt í sömu hæð og fæt- urnir eru, í átt til grassins og blóm- anna. Þannig erum við þó öll jafn- rétthá, - fæturnir og ég og við öll hin. Hérna sænga ég hjá rósunum umlukinn myrkrinu sem faldi sig svo rækilega í sólskininu í dag að ég hreinlega bara tók ekki eftir því.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.