Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
96. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
LISTIR
HJALTALÍN OG SINFÓ
MEÐ TÓNLEIKA Í SUMAR
DAGLEGT LÍF
HJÓLAÐ AF KRAFTI
ALLAN ÁRSINS HRING
6
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA gæti haft í för með sér verðmætasköp-
un gagnvart því sem út af stendur af bréfunum,“
segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða, um áhrifin af
hækkandi gengi skuldabréfa í föllnu bönkunum
þremur á afkomu sjóðanna.
„Sjóðir sem eiga t.d. skuldabréf í Glitni kunna
margir hverjir að vera með gjaldmiðlavarnar-
samninga í bankanum og þá munu þessi bréf
nýtast til skuldajöfnunar að fullu. Þeir lífeyris-
sjóðir sem eru með tapstöðu hjá Glitni vegna
gjaldmiðlavarnarsamninga munu halda í sín
bréf vegna þess að þau koma til skuldajöfnun-
ar,“ segir Hrafn, en umrædd skuldabréf munu
breytast í eign í nýju bönkunum.
Hrafn segir útlit fyrir að meira muni fást fyrir
skuldabréfin en óttast var í upphafi, mismunur
sem muni koma lífeyrisþegum til góða þegar
þrotabúin hafa verið gerð upp.
„Ef staðan er betri en sjóðirnir hafa metið í
sínum bókum gæti það skilað sér, a.m.k. sá hluti
sem ekki nýtist til skuldajöfnunar.“
Rannsóknarskýrslan styður málstaðinn
Hrafn minnir á að umdeilt sé hvort gjald-
miðlavarnarsamningarnir séu í gildi, sjónarmið
sem Arnar Sigurmundsson, formaður Lands-
samtaka lífeyrissjóða, tekur undir með vísan til
niðurstaðna Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem
rennir stoðum undir stöðutöku gegn krónunni.
Hækkun á gengi skuldabréfa föllnu bankanna styrkir lífeyrissjóðina
Gæti gagnast lífeyrisþegum
Í HNOTSKURN
»Sumir lífeyrissjóðir eru með gjald-miðlavarnarsamninga hjá öðrum
bönkum en þeir eiga skuldabréf í og
geta því ekki skuldajafnað samningana.
»Því mun hækkandi gengi skulda-bréfa skila sér í efnahagsreikning
sjóðanna að loknu bankauppgjörinu.
Eftir Baldur Arnarson, Egil Ólafsson
og Helga Bjarnason
SPÁR um 9-11 milljarða króna aukn-
ingu í gjaldeyristekjum af ferðaþjón-
ustunni eru í miklu uppnámi vegna
eldgossins í Eyjafjallajökli, en útlit
er fyrir að áætlanir um 6-7% vöxt í
greininni gangi ekki eftir.
Þannig hefur árlegur vöxtur í
greininni verið 6-7% síðustu ár og
miðuðu spár við áframhaldandi vöxt.
Til að setja það hlutfall í samhengi
hefur Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, áætlað að gjaldeyristekjur
greinarinnar hafi numið 155 millj-
örðum króna í fyrra, eða um 20% af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Nemur tjónið tugum milljarða?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er það varlega áætlað, enda
hafi bjartsýnustu spár gert ráð fyrir
að gjaldeyristekjurnar myndu nálg-
ast 200 milljarða í ár.
Mismunurinn er því í versta falli
nokkrir tugir milljarða.
Þótt útlitið sé dökkt vegna afbók-
ana leggur Erna áherslu á að á þessu
stigi sé útilokað að áætla hvert tjónið
verði þegar upp er staðið.
„Menn eru að skipuleggja sókn til
að snúa þessum afbókunum við svo
sumarið verði þokkalega gott. Það er
ekkert boðið upp á annað. Við erum
ekki að horfa fram á þá tekjuaukn-
ingu sem við vonuðumst eftir,“ segir
Erna sem kveðst aðspurð líta svo á
að það yrði varnarsigur fyrir ferða-
þjónustuna ef hún héldi í horfinu.
Ferðaþjónustan blæs til sóknar
Ferðaþjónustan ætlar ekki að
horfa aðgerðalaus á mögulegt stór-
tjón af völdum gossins, en fram kem-
ur í viðtali Morgunblaðsins við Ólöfu
Ýri Atladóttur ferðamálastjóra að
röskunin komi á slæmum tíma. Fólk
sé nú að skipuleggja sumarfríin.
Tjón þjóðarbúsins stefnir
í minnst 10 milljarða króna
Gosið gæti reynst dýrt Gífurlegir
hagsmunir í húfi fyrir ferðaþjónustuna
75% samdráttur | 6 og 12
ÞESSIR ungu drengir biðu óþolinmóðir á svip eftir því að komast að á
sparkvelli við Langholtsskóla í gær. Á meðan léku hinir fullorðnu knatt-
spyrnumenn listir sínar en sparkvellirnir geta oft verið umsetnir og unga
kynslóðin orðið að bíða löngum stundum eftir því að komast inn á.
HVENÆR FÁUM VIÐ AÐ FARA INN Á SPARKVÖLLINN?
Morgunblaðið/Golli
Gígurinn í sigkatli Eyjafjallajök-
uls hefur stækkað. TF-SIF, flugvél
Landhelgisgæslunnar, flaug yfir
eldstöðvarnar í gær. Ekki sást til
gossins, en á ratsjármyndum sést
að ófrýnilegur gígurinn er orðinn
um 200 metrar í þvermál og um 150
metra hár. Gosmökkurinn var ljós
að mestu, lá til austurs og teygði sig
3 til 5 km upp frá fjallinu. Öskufall
var lítið en drunur bárust frá eld-
stöðvunum. Eldingar hafa ekki sést
í gosmekkinum síðan 19. apríl.
Hraun rennur undir jökli til norð-
urs frá gosinu og bræðir ísinn fyrir
ofan og til hliðar. Ekki er hægt að
merkja að gosinu sé að ljúka.
Gígurinn í sigkatli Eyja-
fjallajökuls hefur stækkað
Flugi Icelandair og Iceland Ex-
press til London, Kaupmannahafn-
ar, Orlando og Glasgow var flýtt í
dag vegna yfirvofandi takmörk-
unar á flugumferð frá Keflavík og
Reykjavík undir hádegisbilið.
Ástæðan er sem fyrr gjóskan frá
Eyjafjallajökli en að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa
Icelandair, hyggst félagið bíða og
sjá hvernig úr rætist. Líklegt væri
að flugferðum til landsins seinkaði.
Flugfarþegar eru hvattir til að
fylgjast með öskuspá, en hana má
m.a. nálgast á vefnum vedur.is.
Áfram takmörkun og tafir
í millilandafluginu
Spá um öskudreifingu
Ísland
Færeyjar
Bretlandseyjar
Noregur
Danmörk
Spá umöskudreifingu
undir 20.000 fetum,
gefin út kl. 18.00 í gær.
Gildir til kl. 12.00 í dag.
Skuldabréf í Kaupþing banka hafa frá
janúar 2009 og fram í miðjan apríl 2010
ríflega fjórfaldast í verði og síðasta
skráða markaðsverð var 27,5 sent á
dollarinn.
Markaðsverð skuldabréfa í gamla
Glitni hefur hækkað úr 5,5 sentum á
hvern dollar frá því í janúar 2009 upp í
30 sent á hvern dollar hinn 14. apríl síð-
astliðinn. Bréfin hafa því hækkað í verði
um ríflega 450% á rúmu ári.
Þetta þýðir að fjárfestar vilja greiða
um þriðjung nafnverðs bréfanna, en
greitt verð fyrir skuldbréf er talið end-
urspegla væntingar um endurheimtur úr
búi bankanna.
Gæti þýtt tugi milljarða | 4 og 14
Kaupþingsbréf fjórfaldast