Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 10
10 Daglegt lífHREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Íflestum öðrum löndum Vestur-Evrópu, þ. á m. í Færeyjum,er mikil hefð fyrir keppni ágötuhjólum og þótt sú fræg-
asta sé Tour de France skipta keppn-
irnar mörgum hundruðum. Hér á
landi er lítil hefð fyrir götuhjólreiðum
en hún er hægt og bítandi að festast í
sessi.
Áhuginn hefur aukist töluvert á
síðustu árum og viðhorfið til hjólreiða
hefur blessunarlega breyst, að sögn
Alberts Jakobssonar, formanns Hjól-
reiðafélags Reykjavíkur (HFR). „Það
er fyrst núna sem fólk horfir á mann
án þess að hugsa: Þú ert eitthvað
skrítinn,“ segir hann.
Albert og félagar hans í HFR æfa
hjólreiðar allt árið um kring og á
sumrin stendur félagið fyrir ellefu
keppnum í götuhjólreiðum, auk þess
sem félagið heldur keppnir á fjalla-
hjólum og keppnir í fjallabruni (e.
downhill). Lengsta keppnin er 161
km á Snæfellsnesi en flestar er mun
styttri og viðráðanlegri.
Kannski með smábumbu
Albert segir að meðal þeirra sem
bætast í hópinn séu karlmenn á aldr-
inum 30-45 ára mest áberandi. „Þeir
eru margir búnir að skila barna-
hlutverkinu og eru kannski komnir
með smábumbu. Þetta er svolítið stór
hópur,“ segir hann. Oft séu þetta
skrifstofumenn sem nota hjólreið-
arnar til að ná úr sér „hrollinum og
stressinu“.
Sá sem vill stunda götuhjólreiðar
Á 75 kílómetra hraða
á ítölskum stálfáki
Hjólreiðafélag Reykjavíkur var stofnað af sendlum í Reykjavík árið 1924. Félagið
var lengi í dvala áður en það var endurvakið um 1980. Félagið stendur fyrir æf-
ingum allan ársins hring og fjölda hjólreiðakeppna að vori og sumri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fákur Albert hjólar á 16 ára gömlu ítölsku eðalstálhjóli, Colnago Master X-
Light. Félagar hans eru á hjólum sem kosta frá 300.000 kr. upp í 1,5 milljónir.
EIN af gagnlegustu íslensku hlaupa-
síðunum er hin gamalgróna vefsíða
hlaup.is.
Einna gagnlegasti liðurinn á þess-
ari ágætu síðu er Hlaupadagskráin en
þar má finna upplýsingar um öll, eða
næstum öll, keppnishlaup á landinu.
Þessa dagskrá er hvergi annars stað-
ar að finna og hún er beinlínis ómiss-
andi fyrir hvern þann sem hefur
áhuga á að taka þátt í keppnis-
hlaupum en þátttaka í þeim er ekki
bara skemmtileg heldur meinholl.
Á síðunni er einnig boðið upp á
ráðgjöf, þar er yfirlit yfir skokkhópa,
þar má finna sögur frá hlaupurum um
vel heppnuð og miður heppnuð
hlaup, umræður og margt fleira.
Síðast en ekki síst hefur hlaup.is
ljósmyndara á sínum snærum sem
tekur myndir af hlaupurum í flestum
fjölmennustu hlaupunum. Hægt er að
sjá myndirnar á síðunni og kaupa
þær gegn 500 króna greiðslu. Slík
mynd er góður minjagripur, sér-
staklega ef um fyrsta maraþon eða
hálfmaraþon er að ræða. Eini gallinn
er sá að fyrirsæturnar eru oft með
ógurlegan þjáningarsvip, líkt og sjá
má á mörgum þeirra sem þreyttu
Vormaraþon Félags maraþonhlaupara
nú um helgina. runarp@mbl.is
Vefsíðan: www.hlaup.is
Gamla góða Þessi síða er ómissandi fyrir alla hlaupara.
Dagskrá, úrslit og myndir
BANFF-fjallamyndahátíðin hófst í sal
Ferðafélags Íslands í Mörkinni í gær-
kvöldi og henni lýkur í kvöld.
Á dagskránni í kvöld eru sjö mynd-
ir, þ. á m. heimildarmynd um róður
Roz Savage yfir Atlantshafið. Savage
vann hjá banka í London, var með
góðar tekjur og bjó í stóru húsi í út-
hverfi. Hún var hálffertug þegar hún
uppgvötaði að þetta var ekki til-
gangur lífsins, keypti sér bát og árar
og lagði af stað. Margt fleira er í boði,
m.a. mynd um skelfilegt ísklifur í
hálffrosnum fossi.
Sýningar hefjast klukkan 20 og er
fólk beðið að mæta nokkru fyrr.
Almennilegar útivistarmyndir á fjallamyndahátíð
Seinni hálf-
leikur á BANFF
Róður Betra en skrifstofuvinna.
BÚIST er við yfir 300 keppendum í
Fossavatnsgönguna sem fer fram
við Ísafjörð næstkomandi laugardag,
1. maí. Um 60 erlendir keppendur
hafa skráð sig til leiks og hafa þeir
aldrei verið fleiri að sögn Heimis
Hannessonar, sem er í undirbún-
ingsnefnd göngunnar.
Í gær höfðu um 270 manns skráð
sig og er jafnvel vonast til að þátt-
takendur verði 350 sem yrði met.
Í Fossavatnsgöngunni er keppt á
gönguskíðum og er boðið upp á fjór-
ar vegalengdir; 50 km, 20 km, 10
km og 7 km. Um þriðjungur kepp-
enda gengur 50 km, að sögn Heimis
en sá hópur hefur farið ört stækk-
andi á undanförnum árum.
Göngunámskeið
Keppnin fer fram á laugardag en
dagskráin hefst síðdegis á fimmtu-
dag þegar þaulvanir skíðakappar
bjóða upp á námskeið fyrir lengra
komna. Á föstudaginn er skráning
og jafnframt er boðið upp á leið-
sögn um brautina.
Allar brautir eru nú tilbúnar og
verða þær troðnar á hverjum degi
fram að keppni. Snjóleysið sem hef-
ur hrjáð vestfirska skíðamenn í vet-
ur gerir það að verkum að breyta
þarf lengstu brautinni þannig að
fyrst eru gengnir tveir 17,5 km
hringir áður en genginn er 15 km
Fossavatnsgangan 1. maí
Aldrei fleiri
keppendur frá
útlöndum
www.noatun.is
Ódýrt
og gott í
Nóatúni
OG GOTT
FLJÓTLEGT
NÝTT
KJÖTFARS
KR./KG
545
CASA PIZZA
4 TEGUNDIR
KR./STK.
489
ÓDÝRT
1 LÍTRI
ISIO4
ÓLÍFUOLÍA
669
KR./STK.
HAUST
HAFRAKEX
299
KR./PK.
FIRST PRICE
TÚNFISKUR
159
KR./STK.
30%
afsláttur
799
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI