Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Jazzhátíð Garðabæjar varglæsileg í ár og sem fyrrhefur Sigurði Flosasyni,listrænum stjórnanda, tek- ist að samþætta listrænan metnað innanbæjarsjónarmiðum. Upphafs- tónleikar hátíðarinnar voru helgaðir einum besta djasssyni bæjarins, Óskari Guðjónssyni, þar sem hann lék með vinum sínum, systkinum og Mezzoforte; Sigurður fékk dönsku söngkonuna Cathrine Legardh til að syngja með hljómsveit sinni, m.a. frumsamin verk þeirra og Agnar Már Magnússon, Nýgarðbæingur, hélt einleikstónleika; en hann er eini íslenski djasspíanistinn sem hefur haldið slíka tónleika, þá fyrstu 2002 – síðan hálfa aðra. Agnar hóf tónleikana á söngdansi Van Heausen, sem Jón Páll leikur flestum betur: „Darn that dream“. Segir fátt af þeirri viðureign, en sú næsta var því magnaðri. Æskuvals Bill Evans „Very early“ var frábær- lega leikinn og spenna í þykkum hljómunum. Agnar lék þennan sama vals á tónleikunum 2002 – en ekki með þeim meistaratöktum er hann sýndi nú. Átta ár eru langur þroska- tími. Annað æskuverk djassmeist- ara var á efnisskránni „Lush live“ Billy Strayhorns og tókst Agnari aðdáanlega vel að draga fram töfra verksins. Daboli var upphafslag á annarri tríóskífu Agnars er nefndist Láð. Fyrir það hlaut hann Íslensku tón- listarverðlaunin 2007 í flokki djass- laga, en mér býður í grun að þar hafi verið verðlaunuð platan í heild. Síðan hefur hann ekki fengið verð- launin né tilnefningar, enda djass- tilnefningar tilviljunarkenndar á þeim bæ. Í þessu lagi er sleginn þjóðlegur tónn eins og á þeirri skífu allri. Það stóð jafn sterkt sem ein- leiksverk og tríóverk með blás- arasveit. Þetta var eina lagið á tón- leikunum sem ekki var af ætt söngdansa eða djassstandarða því hitt frumsamda lagið er Agnar lék, „Dramb“, var byggt á „There is no greater love“ Ishams Jones og þar að auki Monk-legt í hljómum. Það er af nýju plötunni hans Kviku, sem ég tel í hópi tíu fremstu djassplatna íslenskra frá upphafi vega. Lögin urðu alls tíu og útsetningar oft frá- bærar. Ég nefni bara „Oh what a beautiful morning“ úr „Oklahoma“ Rodgers og Hammersteins sem pí- anistinn sagðist byggja á útgáfu Hank Jones og var sveifluþrungin og „Laufblöð falla“ Kosma, sem leikið var á neðri nótum Fazolafly- gilsins og einkenndist af drama- tískri fegurð. Agnar Már hefur skapað sér eigið tónmál sem hann kemur best til skila með tríóum sínum. Hann þarf að fá fleiri tækifæri til að leika á einleikstónleikum – þá gæti undrið gerst. Jazzhátíð Garðabæjar í Kirkjuhvoli Agnar Már Magnússon bbbbn Agnar Már Magnússon, píanó. Föstudagskvöldið 23.4.2010 VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Morgunblaðið/Ómar Á píanó „Agnar Már hefur skapað sér eigið tónamál sem hann kemur best til skila með tríóum sínum.“ Einleikstónleikar af fínustu sort KVIKMYNDIN Avatar heldur áfram að slá met. Að þessu sinni er það í sölu á Blue-ray og DVD- mynddiskum í Norður-Ameríku, en alls seldust 6,7 milljón eintök á fjór- um dögum. Mynddiskarnir voru gefnir út 22. apríl sl. Alls hafa selst yfir fjórar milljónir DVD-diska og 2,7 millj- ónir Blu-ray diska, og nema tekjur- nar um 130 milljónum dala (tæpir 17 milljarðar kr.). Gamla metið í Bandaríkjunum og Kanada átti framhaldsmyndin um Leðurblökumanninn The Dark Knight, sem kom út árið 2008. Avatar er sögð vera dýrasta mynd allra tíma, talið er að hún hafi að minnsta kosti kostað 300 milljónir dala (38 milljarða kr.). Í janúar varð hún tekjuhæsta mynd allra tíma. Hún fór fram úr Titanic, sem var einnig í leikstjórn James Cameron. Avatar heldur áfram að slá met Avatar Ekkert lát er á vinsældum Avatar sem nú toppar dvd sölulista. LEIKARARNIR í myndinni Iron Man 2 mættu í mynda- töku í Los Angeles á föstudaginn. Myndin verður frumsýnd í þess- ari viku víða um heim, m.a. hér á landi á föstu- daginn. Leikaraliðið í myndinni er glæsilegt eins og sjá má en þau voru flest ljósklædd í myndatökunni. Járnmenn í myndatöku ReutersAllir saman nú F.v. Mickey Rourke, Scarlett Johansson, leikstjórinn Jon Favreau, Robert Downey Jr, Gwyneth Paltrow og Don Cheadle. Eins Scarlett Johans- son og Gwyneth Palt- row voru svipaðar til fara, í ljósgráum hné- síðum kjólum, með lát- laust hárið slegið og hlutlausa förðun. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Faust HHHH IÞ, Mbl Gauragangur (Stóra svið) Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Mið 12/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Fös 21/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Sun 9/5 kl. 20:00 Ný auka Sun 30/5 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Faust (Stóra svið) Sun 2/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 20/5 kl. 20:00 í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur í maí Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 2/5 kl. 14:00 Sun 9/5 kl. 14:00 Sun 16/5 kl. 14:00 Dúfurnar (Nýja sviðið) Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Fös 7/5 kl. 22:00 Fös 14/5 kl. 19:00 k.16. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Fös 14/5 kl. 22:00 Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Lau 15/5 kl. 22:00 Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. frumsýnt 10. apríl Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra svið) Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Þri 11/5 kl. 20:00 Mán 24/5 kl. 20:00 Sun 6/6 kl. 20:00 Sun 16/5 kl. 20:00 Mið 26/5 kl. 20:00 Þri 18/5 kl. 20:00 Mið 2/6 kl. 20:00 í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Miðasala hefst 26. apríl Eilíf óhamingja (Litli salur) Fös 30/4 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Sun 16/5 kl. 20:00 Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Lau 1/5 kl. 19:00 Sun 2/5 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Uppsetning Bravó - aðeins 4 sýningar. Athugið: Óheflað orðbragð ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Nánar á leikhus id.is Sími miðasölu 551 1200 Aukasýning 2. maí Tryggðu þér miða á þes sa frábæru fjölskyldusý ningu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.