Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 HAFFRÆÐINGAR frá Japan og Ástralíu hafa mælt mjög sterkan hafstraum sem ber kaldan sjó frá Suðurskautslandinu norður á bóginn meðfram risastórri sléttu á hafs- botninum. Rannsóknir á slíkum straumum eru taldar geta hjálpað vísindamönnum að fylgjast með áhrifum loftslagsbreytinga á heims- höfin. Skýrt er frá mælingunum í grein sem birt hefur verið á vefsíðu tíma- ritsins Nature Geoscience. Vísindamenn undir forystu Yasushi Fukamachi við Hokkaido- háskóla í Japan notuðu átta mæli- tæki sem komið var fyrir á 3.500 metra dýpi á Kerguelen-sléttunni, nálægt Suðurskautslandinu. Í ljós kom að straumurinn flutti rúmlega 12 milljónir rúmmetra á sekúndu af mjög köldu og söltu vatni frá Suður- skautslandinu norður á bóginn. Þetta mun vera fjórum sinnum meira magn en í næststerkasta djúpstraumnum sem mældur hefur verið við Suðurskautslandið. Á þessum tveimur árum var meðalhraði straumsins um 20 senti- metrar á sekúndu og er það mesti hraði sem mælst hefur á hafstraumi á svo miklu dýpi, að sögn fréttastof- unnar AFP. Mestur var hraði straumsins um 700 metrar á klukkstund og hann flutti allt að 30 milljónir rúmmetra á sekúndu. Mikilvægar rannsóknir Vefsíða tímaritsins Nature hefur eftir Richard Alley, jarðvísinda- manni við Ríkisháskóla Pennsylv- aníu, að rannsóknir á slíkum haf- straumum geti hjálpað vísinda- mönnum að spá um hvernig heimshöfin og jörðin bregðist við aukinni losun koltvísýrings. Ef hit- inn fari að mestu í að verma djúpsjó- inn frekar en yfirborðssjóinn hækki sjávarborðið minna en ella vegna þess að kaldur sjór í hafdjúpunum þenst minna út en hlýr yfirborðs- sjór. Hafstraumarnir ráða einnig miklu um það hversu mikið af koltvísýringi höfin geta bundið. Plöntusvif vinnur lífræna næringu úr koltvísýringi við ljóstillífun. Þegar það deyr sekkur það en sjávarstraumurinn ræður því hvort það fer niður á hafsbotninn, þannig að kolefnið safnast þar fyrir, eða berst aftur upp á yfirborðið. Fundu sterkan djúpstraum Gæti hjálpað vísindamönnum að spá um áhrif loftslagsbreytinga Heimild: Antarctic Climate and Ecosystems Cooperative Research Centre HAFSTRAUMUR VIÐ SUÐURSKAUTSLANDIÐ Vísindamenn hafa fundið mjög sterkan hafstraum nálægt Suðurskautslandinu, en hann er á við 40 Amasonfljót og rannsóknir á honum gætu hjálpað vísindamönnum að fylgjast með áhrifum loftslagsbreytinga á heimshöfin. Miðlar varma til loftsins Hlýr yfirborðsstraumur Kaldur, saltur djúpstraumur HRINGRÁS HAFSTRAUMA Hefur einnig verið kölluð færiband heimshafanna, temprar loftslagið í heiminum NÝFUNDNI STRAUMURINN Er hluti af hringrásarkerfi heimshafanna. Djúpstraumurinn meðfram Kerguelen-sléttunni er hluti af sjávarstraumakerfi sem ræður úrslitum um hversu mikinn hita og koltvísýring höfin geta tekið í sig Ross SUÐURSKAUTSLANDIÐ Adelie ÁSTRALÍA NÝJA-SJÁLAND Ástralíu- og SuðurskautsdældKerguelen-slétta Indlandshaf Kyrrahaf SUÐURSKAUTSLANDIÐ Indlandshaf Atlantshaf Salt Vindur Landgrunn Suður- skautslandsins Yfirborðssjór Straumur umhverfis suðurskautið frá vestri til austurs Miðlag Djúpsjór Botnvatn Sjórinn berst norður í djúphafsflæmið við Kerguelen-sléttu í sunnanverðu Indlandshafi og breiðist út Mikilvægur þáttur í hringrásinni Til verður mikið magn af mjög köldum, söltum sjó á nokkrum svæðummeðfram strönd Suðurskautslandsins og hann sekkur síðan á botninn og streymir til annarra djúphafsflæma Hraðasti djúp- straumur sem hefur fundist, meðalhraðinn er um 20 cm á sekúndu Flytur um 12 milljónir rúmmetra af mjög köldum, söltum sjó frá Suðurskauts- landinu á sekúndu Höfin binda mikið magn af koltvísýringi, sem er sú lofttegund sem er talin eiga mestan þátt í hlýnun jarðar Þéttur, súrefnis- ríkur sjór sem sekkur nálægt Suðurskautslandinu BRESKI stjarneðlis- fræðingurinn Stephen Hawk- ing segir að nær öruggt sé að geimverur séu til en hyggilegast sé að forðast þær því að íbúar á öðrum hnöttum kunni að vilja gera innrás á jörðina til að ræna auðlindum hennar. „Ef geimverur heimsæktu okkur kynni niðurstaðan að verða svipuð og þegar Kólumbus fór til Ameríku. Það var ekki mjög hægstætt fyrir frumbyggjana í Norður-Ameríku,“ sagði Hawking í nýjum sjónvarps- þætti á Discovery Channel. Hawking segir að jarðarbúar eigi ekki að reyna að vekja athygli íbúa á öðrum hnöttum á jörðinni. Þvert á móti eigi þeir að reyna eins og þeir geta að forðast samskipti við þá. Geimverur varhuga- verðar Stephen Hawking Varar við hugsan- legri innrás HJÓNASKILNUÐUM aldraðra hef- ur stórfjölgað í Danmörku á síðustu árum, að sögn danska dagblaðsins Politiken. Um 588 hjón yfir 60 ára aldri fengu skilnað á síðasta ári, meira en tvöfalt fleiri en fyrir tíu árum. Mörg hjónanna ákveða skilnað þótt þau hafi verið gift í 30-45 ár. „Hjónin byrja að hugsa um skiln- að þegar þau eru ekki lengur önn- um kafin við barnauppeldi eða í vinnu og fá allt í einu tíma til að horfa hvort á annað. Þá uppgötva þau að í rauninni þekkja þau ekki hvort annað lengur,“ hefur Politi- ken eftir Margrethe Kähler, hjóna- bandsráðgjafa á vegum samtaka eldri borgara í Danmörku. Fleiri skilja á gamals aldri DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rússlands, fór í opin- bera heimsókn til Noregs í gær og hyggst meðal annars ræða við norsk stjórnvöld um langvinna deilu ríkjanna um skiptingu lögsögu í Barentshafi. Norðmenn og Rússar hafa deilt um 176.000 fer- kílómetra svæði í Barentshafi frá árinu 1970. Medvedev sagði í viðtali, sem norska dagblaðið Aftenposten birti á laugardag, að það væri „alveg mögulegt“ að ríkin tvö næðu málamiðlunarsam- komulagi um skiptingu lögsögunnar. Málið verður rætt á fundi Medvedevs með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í Ósló í dag. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, sagði þó í gær að ekki væri búist við samkomulagi um málið á fundinum. „Andrúmsloftið í viðræðun- um er jákvætt en eins og ég hef sagt áður þá næst ekki samkomulag á svo stuttum tíma,“ sagði utan- ríkisráðherrann í sjónvarpsviðtali. „Við færumst þó nær samkomulagi með hverjum deginum sem líður.“ Fyrst og fremst kurteisisheimsókn Leiðtogarnir ætla einnig að ræða orkumál, sam- starf við stjórnun fiskveiða, loftslagsmál, kjarn- orkuafvopnun og málefni norðurheimskautsins. Talið er að á norðurskautssvæðinu séu meðal ann- ars miklar olíu- og gaslindir og vísindamenn jarð- fræðistofnunar Bandaríkjanna, USGS, hafa sagt að ef til vill séu þar allt að 100 milljarðar fata af olíu. Gert er ráð fyrir því að leiðtogarnir undirriti nokkra samninga en ekki hefur verið skýrt frá efni þeirra. Þetta er þó fyrst og fremst „kurteisisheim- sókn“ því samskipti landanna hafa verið mjög vin- samleg, að sögn Indra Øverlands, yfirmanns Rússlandsdeildar Alþjóðamálastofnunar Noregs. Ræða deilu um Barentshaf Reuters Kurteisisheimsókn Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti, eiginkona hans Svetlana og Haraldur Noregskonungur slá á létta strengi við móttökuathöfn í Ósló.  Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti í heimsókn í Noregi og ræðir meðal annars málefni norðurheimskautsins á fundi með Jens Stoltenberg forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.