Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 ✝ Halldóra Daní-elsdóttir fæddist í Súðavík 30. ágúst 1929. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði að morgni þriðjudags- ins 20. apríl 2010. Halldóra var dótt- ir hjónanna Soffíu M. Helgadóttur hús- móður, f. 28. nóv- ember 1910, d. 2. janúar 1986, og Daníels Rögnvalds- sonar skipasmiðs f. 11. maí 1902, d. 28. apríl 1974. Systkini Hall- dóru eru Kristín R. Daníelsdóttir, f. 1928, og Haukur Daníelsson, f. 1932, d. 2000. Halldóra giftist Magnúsi Jóns- syni árið 1951, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru 1) Soffía Helga Magnúsdóttir, f. 23. júní 1951, eiginmaður hennar er Sig- urður Mar Stefánsson, börn þeirra eru a) Stefán Eysteinn, eig- inkona hans María Lovísa Árna- dóttir, börn þeirra Tara Guðrún og Sigurður Leó. b) Magnús Helgi. c) Linda Pálína, eig- inmaður hennar Ævar Smári Jó- hannsson, börn þeirra Andri Fannar og Soffía Huld. d) Krist- inn Örn, sambýliskona hans er Tinna Guðjónsdóttir, á hún eina Alfreðsdóttir, sonur þeirra er Al- freð Snær, börn Valdimars frá fyrra sambandi eru Hilmar Örn og Hafdís Líf. Fyrir átti Hanna eina dóttur. Hinn 25. september 1976 giftist Halldóra Stíg Stígssyni frá Horni, f. 28. apríl 1930. Foreldrar Stígs voru Jóna E. Jóhannesdóttir og Stígur V. Haraldsson frá Horni, bæði látin. Halldóra ólst upp á Ísafirði fram til tvítugs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún lauk hús- mæðraskólaprófi árið 1949 frá Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði. Í Reykjavík var hún mestan tímann heimavinnandi, en starfaði um tíma í bakaríi og á sauma- stofu. Árið 1974 flutti Halldóra aftur til Ísafjarðar þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum. Halldóra vann hin ýmsu störf, bæði við fiskvinnslu, hót- elstörf og saumamennsku. Hún hafði alla tíð mikla unun af handavinnu og liggja eftir hana ótal meistaraverk. Halldóra og Stígur hafa búið á Hlíðarvegi 32 allan sinn búskap og hefur heimili þeirra verið athvarf allra afkom- enda þeirra í gegnum tíðina. Einnig hafa þau átt sinn sælureit að Horni í Hornvík á æskuslóðum Stígs. Þar hefur stórfjölskyldan átt sínar bestu stundir í gegnum árin. Útför Halldóru fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 27. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14. dóttur. 2) Gunn- fríður Magn- úsdóttir, f. 25. sept- ember 1959, eiginmaður hennar er Sophus Magn- ússon, sonur þeirra er Stígur Berg, kærasta hans er Sara Heiðrún Faw- cett. Dætur Gunn- fríðar frá fyrra hjónabandi a) Hall- dóra Patricia, eig- inmaður hennar er Stefán Már Karlsson, sonur þeirra Óðinn Ari. b) María Berglind, sambýlismaður hennar er Jón Halldór Pálmason, synir þeirra Jakob Jón og Emil Ágúst, sonur Maríu frá fyrra sambandi, Daníel Stefán. Fyrir átti Sophus 4 börn. 3) Sigríður Rósa Magnúsdóttir, f. 26. desember 1961, eiginmaður hennar er Richard Hansen, börn þeirra eru a) Anita. b) Símon Þór. Fyrir átti Richard eina dóttur. Fóstursonur Halldóru og Magn- úsar er Örn Guðmundsson, f. 27. júlí 1952, eiginkona hans er Haf- dís Valdimarsdóttir, synir þeirra eru a) Sigurður Örn, sambýlis- kona hans er Guðný Hrund Þórð- ardóttir, dætur þeirra Sandra Ósk og Emilía Ósk. b) Valdimar, sam- býliskona hans er Hanna María Í dag kveðjum við okkar ástkæru móður, klettinn í lífi okkar. Hún sýndi ótrúlegan kraft og æðruleysi í sínum veikindum. Með lífsvilja og þrautseigju tókst henni að rífa sig uppúr miklum veikindum haustið 2007, nokkuð sem enginn átti von á. Þessi viðbótartími sem við fengum saman var okkur ómetanlegur. Þegar við ólumst upp var mamma heimavinnandi, þannig nut- um við þeirra forréttinda að koma heim í mömmufaðm eftir skóla. Alltaf sá hún til þess að við værum vel til fara og ekki svangar, því hún var bakarameistari, listakokkur og saumakona. Þegar hún var ung hafði hún ekki mikla möguleika á því að mennta sig, en hún var sjálf- lærður fatahönnuður. Þær eru ófá- ar flíkurnar sem hún hefur saumað á okkur systurnar því mamma fylgdist vel með tískunni og vissi hvað við vildum. Það var einkennandi fyrir mömmu að hún setti alltaf aðra en sjálfa sig í forgang og vildi aldrei láta hafa fyrir sér, umhyggja henn- ar var takmarkalaus. Heimili mömmu hefur alltaf verið athvarf ástvina hennar, þar hafa allir verið velkomnir og enginn farið þaðan svangur. Mamma var alltaf einu skrefi á undan okkur þegar kom að því að skipuleggja viðburði eða ferðalög. Þá var hún oftast búin að baka eða sauma áður en við náðum að hugsa um það sem vantaði. Hvort sem um var að ræða brúðkaup, fermingar eða aðra stórviðburði í fjölskyld- unni, þá átti hún alltaf stóran þátt í því að allt gengi upp. Þegar kom að okkar árlegu ferð í Hornvík var hún búin að fylla frystikistuna af kaffimeðlæti fyrir ferðina. Það breyttist ekki þrátt fyrir það að hún kæmist ekki með okkur núna síðustu árin. En þá sá hún til þess að þegar við komum heim úr kaldri sjóferðinni beið okk- ar heit mömmumáltíð til að ná úr okkur hrollinum. Þrátt fyrir erfið veikindi undan- farin ár, kvartaði mamma aldrei. Hún gerði lítið úr veikindum sínum, vildi aldrei láta hafa fyrir sér og gerði að gamni sínu fram á síðustu stund. Baráttuviljinn var ótrúlegur, daginn fyrir andlát sitt sagði hún „maður á aldrei að gefast upp“. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Á. Kr. Þorsteinsson) Elsku mamma okkar, þín verður sárt saknað og það verður tómlegt hér án þín. Takk fyrir þína tak- markalausu móðurást. Við skulum passa Stíg fyrir þig. Þínar dætur, Soffía, Gunnfríður og Sigríður Rósa. Elsku mamma mín. Þegar ég sest niður til að skrifa um þig, er mér efst í huga þakklæti til þín. Þú tókst mig að þér tæplega fjögurra ára gamlan og gekkst mér í móðurstað. Þær eru ótal sögurnar sem þú hefur sagt af mér litlum og maður dáist af allri þolinmæði þinni með þessum litla fjörkálfi þínum. Man ég hvað þú bjóst til góðan mat og bakaðir góðar kökur. Þú hugsaðir alltaf svo vel um hópinn þinn og öllum leið svo vel hjá þér. Svo gerðist það að árið 2007 veiktist þú af þeim sjúkdómi sem sigraði þig á endanum, þér var vart hugað líf og vildir þú fara heim til Ísafjarðar. Farið var með þig í sjúkraflugi nokkrum dögum fyrir jól, þú hefur alltaf verið baráttu- kona, mamma mín, enda sýndi það sig, að við fengum góðan tíma með þér sem hefur verið okkur dýrmæt- ur, rúm tvö ár. Þegar þú varðst áttræð í ágúst í fyrra komum við öll saman og fögn- uðum með þér, þetta eru minningar sem fjölskyldan mun varðveita. Mikið er ég feginn að hafa komið vestur um daginn og hitt þig á sjúkrahúsinu og náð að kveðja þig. Elsku mamma, takk fyrir alla þá ást og umhyggju, og þann ómet- anlega tíma sem ég fékk með þér. Þinn sonur, Örn (Össi). Kæra Dóra. Það er með sorg og söknuði sem ég skrifa þessar línur, vitandi það að þær berast þér ekki á þessu blaði. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman síðan ég kynntist þér fyrir nær 29 árum, eða um það leyti sem við Sigga kynnt- umst. Þú varst einstök kona og sér- staklega ljúf og góð tengdamóðir. Þú hefur frá upphafi verið stór þáttur í lífi okkar og alltaf verið til staðar og tekið vel á móti okkur þegar við höfum komið til Ísafjarð- ar, því er það svo óraunverulegt að þú skulir ekki vera hér lengur. En við eigum öll margar hlýjar og fagrar minningar um þig kæra Dóra sem við munum varðveita í huga okkar um ókomna tíð. Þú hafðir ríka þjónustulund og sást alltaf til þess að engan skorti neitt. Þér var sérstaklega annt um að all- ir hefðu nóg að bíta og brenna og helst vildir þú gera alla hluti sjálf, við áttum bara að slaka á og láta fara vel um okkur. Ég minnist allra góðu stundanna sem við höfum átt með þér og Stíg bæði á Ísafirði og eins í sælureitnum okkar á Horni, það er ómetanlegur tími. Það hefur líka alltaf verið ánægjulegt að fá ykkur Stíg í heimsókn til okkar og sérstaklega ánægjulegt þegar þið fenguð tækifæri til að heimsækja okkur í Danmörku, þegar við bjuggum þar. Anitu og Símoni Þór hefur líka alltaf liðið vel hjá þér (Dóru ömmu sinni) og verið aðnjót- andi þess hlýleika, ástúðar og ríku þjónustulundar sem einkenndi þig alla tíð. Þú varst með sanni hin ís- lenska kona sem gefur allt sem hún á, eins og segir í kvæðinu. Ég kveð þig með miklum söknuði og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Hvíl í friði kæra tengda- mamma. Þinn tengdasonur, Richard (Rikki). Elsku Dóra Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Hafdís. Elsku amma mín! Þegar mér varð ljóst að hverju stefndi settist ég niður við píanóið og samdi til þín lag og texta. Mig langar að láta textann fylgja hér með en lagið heitir „Kveðju- stund“. Að kveðjustund nú komið er nú leiðarlok, því fer sem fer. Hvíldina færð og sofnar rótt englarnir birtast og þú ert sótt. Án þín lífið virðist svo tómlegt með þér lífið svo yndislegt. Ég hugsa um okkar hinsta fund, nú komið er að kveðjustund. Þú mér svo dýrmæt alltaf ert hrædd er ég nú get ekkert gert. Mig vantar styrk, von og trú til þess að geta kvatt þig nú. Minningar ylja þú enn ert hér ég finn þig hér í hjarta mér. Guð veit mér styrk, von og trú til þess að geta kvatt þig nú. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað því þú varst öllum svo yndisleg og góð. Gott dæmi þess er hversu mikið börnin mín voru tengd þér og þótti vænt um þig þrátt fyrir að hafa ekki hitt þig á hverjum degi sökum fjarlægðar. Hvíl í friði. Þín Linda. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Halldóra Patricia og María Berglind Kristófersdætur. Elsku amma mín. Mig langar að tileinka þér þetta ljóð því ég mun ávallt hugsa til þín, þú varst mér svo kær. Nú þú farin ert get ekkert við því gert er ég hugsa til þín mynd þín kemur til mín. Á Ísafirði var nú gaman við góðar stundir áttum saman sem á enda eru hér ég geymi þær í hjarta mér. (Magnús Helgi Sigurðsson.) Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þinn Magnús. Elsku amma okkar. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Að maður eigi ekki eftir að fá ömmuknús aftur þegar maður kemur vestur. Alltaf vissum við að þessi dagur ætti eftir að koma en það er sama hversu mikið maður hélt maður gæti undirbúið sig, þá er þetta mikið áfall fyrir okkur. Það var alltaf svo yndislegt að koma í heimsókn til þín og afa, alltaf vilduð þið allt fyrir okkur gera. Það að hafa fengið að fagna áttræðisafmælinu þínu síðastliðið sumar var eitthvað sem við höfðum engan veginn búist við að ná, en já- kvæðnin og þessi mikli lífsvilji sem þú bjóst yfir gerði það mögulegt að þú skyldir ná svona langt þrátt fyr- ir mikil langvarandi veikindi. Þú leist alltaf bara á björtu hlið- arnar í lífinu og aldrei heyrði mað- ur þig kvarta undan neinu þótt maður þættist vita hvernig þér leið innst inni, eflaust gerðirðu það til að vernda okkur og komast þannig hjá því að valda okkur áhyggjum. Við trúum því að núna sértu orðin að fallegasta englinum, þú svífir um svo ung og frjáls á vængjum tveim, komin með þitt síða og fal- lega liðaða hár og horfir brosandi niður til okkar og munt vaka yfir okkur það sem eftir er. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega ömmu eins og þig, þú munt ávallt eiga heima í hjört- um okkar. Við elskum þig og sökn- um þín. Nú farin ertu úr þessum heimi í himnaríki guð þig geymi. Minningin hún vekur tár, minningin um liðin ár. Þú vildir alltaf aðra gleðja, og er mér sárt að ná ekki að kveðja. Ég mun ávallt sakna þín, elskulega amma mín. (Símon Þór) Elsku besti afi okkar, megi guð gefa þér allan þann styrk sem þú þarft til að komast í gegnum þessa sorg. Við verðum alltaf til staðar fyrir þig, þú ert án efa það besta sem amma hefði nokkurn tímann getað eignast. Við elskum þig. Anita og Símon Þór. Elsku besta Dóra amma mín. Ég skrifa þér með miklum sökn- uði í hjarta og tár í augum. Þú hafðir að geyma allt það sem virki- lega góð manneskja þarf að hafa. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem ég eyddi hjá þér og afa á Hlíð- arveginum á Ísafirði. Þú dekraðir ávallt svo mikið við mig að þegar ég kom aftur heim til Hafnarfjarðar hafði ég yfirleitt bætt á mig nokkr- um kílóum. Mömmu fannst það í góðu lagi því í þá daga var maður svo grannur. Alltaf áttuð þið afi jarðarberja- og/eða eplagraut og rjóma með. Þetta var eitthvað sem ég fékk yfirleitt bara hjá ykkur í þá daga og hef ég hugsað til ykkar í hvert skipti sem ég sé fernu með graut í. Þú varst alltaf svo dugleg í hönd- unum og sniðug í að búa til gjafir. Það var alltaf mjög gaman að fá gjafir frá ykkur því þú settir á þær þinn svip og gerðir þær persónu- legar og hefur mér í gegnum tíðina þótt virkilega vænt um það sem þú bjóst til. Þú hugsaðir mikið til mín þegar ég var veikur og baðst mikið fyrir mér og spurðir mömmu reglulega hvernig ég hefði það. Ég er svo þakklátur fyrir það og mun aldrei gleyma því hversu mikið þú elsk- aðir mig og aðra í kringum þig. Ég var alltaf velkominn í heim- sókn og ekki vantaði nú matinn og kræsingarnar. Þú stjanaðir svo mikið við mig að ég fór hálfpartinn hjá mér, á því varð engin breyting sumarið 2008 þegar ég kom og heimsótti ykkur afa. Ég hef kviðið deginum sem þú kveddir okkur mjög mikið, sérstak- lega eftir að þú greindist með ólæknandi krabbamein. Ég hélt í vonina að þú mundir ná þér, þar sem þú varst nú einu sinni krafta- verkakonan, þó að ég vissi að það væri mjög ólíklegt. Ég fór oft til þín á spítalann í Reykjavík þegar þú fékkst lífhimnubólguna eftir skurðaðgerðina sem gerð var til þess að reyna að uppræta krabba- meinið. Ég stóð hjá þér, kyssti þig og knúsaði og endurtók aftur og aftur hversu mikið ég elskaði þig því ég vildi vera viss um að þú mundir vita það þegar þú færir. Þér, kraftaverkakonunni, tókst með ótrúlegum hætti að jafna þig og lifa lengur okkur öllum til mik- illar hamingju. Ég vona að þú vitir hversu stórt og gott hlutverk þú hefur haft í lífi mínu og gert mig að betri manni. Ég hef allt mitt líf öfundað frændsystkini mín sem búa á Ísa- firði af því að hafa notið þeirra for- réttinda að geta labbað heim til ykkar afa eftir skóla og fengið knús, spjallað og ýmist stjanað við ykkur eða þið við þau. Ég vona að þér líði betur í dag, elsku amma mín, því þú átt það svo virkilega skilið. Ég vildi að ég hefði þig hjá mér svo ég gæti knúsað þig í hinsta sinn. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun ávallt gera. Þú munt ávallt eiga stóran hlut í hjarta mínu. Þinn elskandi dóttursonur, Kristinn Örn Sigurðsson. Halldóra Daníelsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hall- dóru Daníelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.