Morgunblaðið - 27.04.2010, Side 26

Morgunblaðið - 27.04.2010, Side 26
26 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER VISS UM AÐ ÞAÐ SÉU FISKAR Í ÞESSU VATNI RÉTT HJÁ ÞÉR, FITUHLUNKUR ÞÚ ERT BLAUTUR ÞAÐ VAR ÞESS VIRÐI ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR ÉG SOFNA AGH! OG HREKK SÍÐAN UPP! HRÓLFUR, VILTU EKKI FÁ ÞÉR HANASTÉL FYRIR MATINN? NEI, ÉG HELD ÉG FÁI MÉR FREKAR BARA ÍSTE SJÁÐU BARA HVAÐ ÞÚ GERÐIR! ELLI, HÉRNA ER AUGLÝSING FYRIR HRAÐSTEFNUMÓT. VILTU AÐ ÉG SKRÁI ÞIG? ENDILEGA ÞÚ ERT GREINI- LEGA MJÖG SPENNTUR! TAKK FYRIR AÐ HJÁLPA TIL VIÐ KOSNINGA- BARÁTTUNA ÉG ER MJÖG SPENNT OBAMA ER FYRSTI FRAMBJÓÐ- ANDINN SEM ÉG HEF VIRKILEGA TRÚ Á ÞAÐ FINNST OKKUR HINUM LÍKA ÉG VIL MEINA AÐ LEIÐTOGI EINS OG HANN KOMI BARA TIL SÖGUNNAR EINU SINNI Á ÞÚSUND ÁRA FRESTI ÉG SÁ HANN EINU SINNI FÆÐA FJÖRTÍU ÞÚSUND MANNS MEÐ ÞREMUR VORRÚLLUM HVERNIG VIRKA ÞESSIR SÍMAR ANNARS? MARÍA, SEGÐU JAMESON ÞAÐ SEM HANN VILL VITA ÞJÓNN! ÞESSI MAÐUR ER AÐ TRUFLA OKKUR HERRA MINN, ÉG VERÐ ÞVÍ MIÐUR AÐ BIÐJA ÞIG AÐ... GERA HVAÐ?!? LÁTA MIG NIÐUR... MJÖG VARLEGA Forheimskaðir ofbeldis- mótmælendur SIÐBLINDIR of- beldismótmælendur nútímans og brennu- vargar miðalda eru af sama meiði, þar er bara stigsmunur á. Það má mótmæla og deila með ýmsum hætti, en að raska ró heimilis og slasa fólk með hrindingum og grjótkasti er svo vita gagnslaust lýðræð- inu að ljóst er að þarna eru óvinir þess á ferð. Í þessum siðblindu skrælingjaflokkum eru allir stuðn- ingsaðilar þeirra og þeir þar með undir sömu sök settir. Ómerkilegastir eru forsprakk- arnir en lítið eru þeir merkilegri sem segjast bara vera að horfa á. Þeir eru sem sagt dregnir þangað á asnaeyrunum og þar með vinn- andi að því að stækka hóp þessara skrælingja og eru þeim þar með mikilvægur bakstuðningur. Frelsi til athafna takmarkast við það að skaða ekki annan. Evrópusambands-umsækjendur mættu huga að því. Hrólfur Hraundal. Ekki skemmt MÉR var ekki skemmt yfir fréttaflutningi Stöðvar 2 þriðjudaginn 20. apríl sl en.þar voru teknar myndir og viðtal í hesthúsi á Suðurlandi. Hestahirðirinn greindi frá því að hrossin hefðu lungnasjúkdóm sem fylgdi mikið rennsli frá öndunarfærum. Þá fannst fréttastofunni það skemmtilegt og vel til fundið að hundur sem þarna var sleikti snoppur hestanna. Sé þetta smitandi gefur það auga leið að allar skepnurnar veikjast. Mér er misboðið, bæði sóðaskap- urinn og að bera þetta fyrir okkur áhorfendur inn í stofur. Fréttir Stöðvar 2 eru ekki metn- aðarfullar, ábyrgar eða vel unnar. Það er tæpt á mörgu, mikill hraði og flaustur svo að ekki sé meira sagt. Þá var einnig fullyrt að veikin hrjáði hross um allt land. Það er of- sagt. Þá vantaði alveg að talað væri við dýralækni. Framsetning þess- arar fréttar var með eindæmum. Margrét Ást er… … að ganga stundum bara í burtu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatnsleikf. kl. 10.50 í Vesturbæjarl., postulín kl. 13, leshópur kl. 14. Árskógar 4 | Smíði/útskurður og leikf.kl. 9, botsía kl. 9.45, handav. kl. 12.30 Bólstaðarhlíð 43 | Ferð í Reykjanesbæ 6. maí, ef næg þátttaka næst, á handverkss. eldri borgara. Brottför kl. 13, skrán. og greiðsla fyrir 4. maí, s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, fé- lagsvist og framsögn kl. 14. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vídeó kl. 14. Listamaður mán.. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11. Mar- grét Loftsd. sýnir myndir frá Ísraelsferð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsv. kl. 20. Kynning á íbúðum í Hólabergi 84 (við hlið Gerðubergs) verður 28. apríl kl. 15 í D-sal Gerðubergs. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúlask. kl. 15. EKKÓ-kór í KHÍ kl. 16.30. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10, jóga kl. 18. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9, glersk./perlus., stafganga kl. 10.30. Á morgun kl. 12.30 farið á Íslandsklukkuna. Heimsókn í Hrunamannahr. 29. apr., skrán. á staðnum og í s. 575-7720. Grafarvogskirkja | Helgistund, handa- vinna, spil. kl. 13.30. Hraunbær 105 | Handavinna og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, botsía kl. 11, Bónusbíll kl. 12.15, ganga með Begga kl. 14. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- mennt/qi-gong kl. 10, leikf. kl. 11.30, boltaleikf. kl. 12, brids kl. 12.30, mynd- mennt kl. 13, vatnsleikf. kl. 14.10. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaum. kl. 9, myndlist kl. 13, helgistund kl. 14. sr. Ólafur Jóhanns., stólaleikf. kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla framh.hópur II kl. 14.30, fram- h.hópur I kl. 16, byrj. kl. 17. Uppl. í s. 554- 2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13.30 félagsfundur hjá Korpúlfum á Korp- úlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Vísna- klúbbur kl. 9.15, leikf. og handverksstofa kl. 11, brids/vist,postulínsm. o.fl. kl. 13. Norðurbrún 1 | Útskurður, myndlist og vinnust. kl. 9, leikfimi, handav./postulín kl. 13, hljóðbók kl. 14. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garðabæ | Kyrrðarstund og opið hús falla niður í dag vegna prestastefnu. Seljakirkja | Menningarvaka kl. 18, Sölvi Sveinsson fv. skólameistari flytur erindi. Kór Seljakirkju og barnakór Seljakirkju syngja, matur á eftir. Tilkynnið þáttt. í s. 567-0110. Vesturgata 7 | Handav./spænska kl. 9.15, spurt/spjallað, leshópur, bútas., spil kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja/ bútas./glerbræðsla kl. 9, morgunst. kl. 9.30, leikf. kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handav. kl. 13, félagsv. kl. 14. Erlendur S. Baldursson afbrota-fræðingur hjá Fangelsis- málastofnun sendi kveðju í Vísna- hornið vegna vísu Ólafs Briem á Grund: „Eftirfarandi er vísan sem þú birtir: Hví ert þú svo þykk að framan, þar með föl á kinn? Hún svaraði: Við höfum bæði sofið saman, sú er orsökin. Ég hef heyrt að hann hafi sjálfur botnað vísuna svona: Það hefur einhver gert þér gaman og gamninu hefur slegið inn.“ Hagyrðingarnir Ingi Heiðmar Jónsson og Jói í Stapa sátu í stofunni í Ártúnum skömmu fyrir hádegi í gær og biðu eftir því að færður yrði upp saltfiskur til hádegisverðar. Þá sendi Ingi Heiðmar símaskilaboð til Sigrúnar Haraldsdóttur: Sitja í stofu seggir tveir, sögubúta færa í garð, er fullir áður fóru þeir fjárrekandi um Kiðaskarð. Sigrún svaraði að bragði: Gott er vina gleðistand, glettast þeir og hneggja. Megi aldrei bræðraband bresta þeirra tveggja. Er leið að kaffi sendu þeir aðra vísu en þá voru þeir komnir upp á Kjalveg. Nú var það Jói í Stapa sem hafði orðið: Eigum leið um laut og háls, ljúfur þeyr um kinnar. Enn mig seiðir, finn ég frjáls faðmur heiðarinnar. Og Sigrún svaraði: Þótt stífni bak og stirðni hönd og stjörnur augna dofni, við óbyggðirnar ykkar bönd aldrei hverfi og rofni. Vísnahorn pebl@mbl.is Af bræðrabandi og saltfiski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.