Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 14
14 Viðskipti
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
LÍKUR á því að gríska ríkið lendi í
greiðslufalli eru nú taldar um 42,6
prósent, þegar tekið er mið af
skuldatryggingarálagi á grísk ríkis-
skuldabréf.
Hefur álagið hækkað hratt undan-
farna daga og er nú komið í rúma 702
punkta, eða 7,02 prósent. Í gær
hækkaði álagið um rúma 87 punkta
og var það langmesta hækkun allra
bréfa í gær.
Eru aðeins tvö ríki talin í meiri
hættu á greiðslufalli en Grikkland,
en það eru Argentína með 43,5 pró-
sent líkur og Venesúela með 43,2
prósent líkur. Til samanburðar eru
taldar 22,5 prósent líkur á greiðslu-
falli hjá íslenska ríkinu.
Drög að samkomulagi liggja fyrir
um 30 milljarða evra neyðarlán frá
evrulöndunum til Grikklands, sem
samsvarar um 5.100 milljörðum ís-
lenskra króna. Við það eiga svo að
bætast 15 milljarðar evra frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, en þetta
samkomulag er ekki enn frágengið.
Fái aðeins helming greiddan
Þýskaland hefur samþykkt að
veita stærstan hluta Evrópulánsins,
um 8,4 milljarða evra, en aðeins að
því gefnu að samkomulag náist við
AGS og að lánið sé raunverulega síð-
asti möguleiki Grikklands til að rífa
sig upp úr vandanum.
Í nýrri skýrslu Barclays Capital
Research segir að 45 milljarðar evra
muni aðeins nægja til að halda
Grikklandi á floti í eitt ár. Níutíu
milljarða þurfi til að veita landinu
svigrúm til að gera þær breytingar
sem gera þarf á fjármálum ríkisins.
Í skýrslunni er tekið fram að verði
þær breytingar ekki gerðar muni
lánið ekki breyta neinu um endanleg
örlög Grikklands. Vandinn er hins
vegar sá að til að ná jafnvægi í rík-
isfjármálum og grynnka á skuldum
gríska ríkisins þarf að skera harka-
lega niður í útgjöldum næstu árin.
Hins vegar bendi margt til þess að
grískur almenningur, einkum opin-
berir starfsmenn, sé ekki tilbúinn að
samþykkja mikinn niðurskurð.
Jafnframt segir í skýrslunni að
verði greiðslufall hjá gríska ríkinu
nú megi gera ráð fyrir að eigendur
grískra ríkisskuldabréfa fái aðeins
um helming nafnvirðis bréfanna
greiddan.
Er fjárfestum því ráðlagt að
kaupa ekki grísk ríkisskuldabréf og
má gera ráð fyrir að fleiri sérfræð-
ingar veiti nú viðskiptavinum sínum
svipuð ráð.
Staða Grikkja
versnar enn
Reuters
Grikkland Ákvörðun stjórnvalda um að leita til Evrópusambandsins og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins var mótmælt fyrir utan gríska þinghúsið í gær.
● ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið
Betware skilaði 181 milljónar króna
hagnaði á árinu 2009 og voru tekjur fé-
lagsins um 1.230 milljónir á árinu – juk-
ust um helming frá fyrra ári. Starfs-
menn Betware eru nú um 100 talsins,
þar af um 60 hérlendis. Þeim fjölgaði
um 18 árið 2009, aðallega hér á landi
þar sem meginþróunarvinna fyrirtæk-
isins á sér stað.
Helstu viðskiptavinir Betware eru Ís-
lenskar getraunir, Íslensk getspá,
Danske Spil (danska ríkislóttóið), Brit-
ish Columbia Lottery Corporation (lottó
í Bresku Kólombíu í Kanada) og Siste-
mas Tecnicos de Loterias del Estado
(spænska ríkislottóið).
ivarpall@mbl.is
Góður hagnaður af
rekstri Betware
STUTTAR FRÉTTIR ...
● VÍSITALA Gamma yfir skuldabréf,
Gamma: GBI, lækkaði um hálft prósent
í gær, í 7,8 milljarða króna viðskiptum.
Verðtryggð skuldabréf lækkuðu í verði
um 0,6% og nam velta með þau 3,7
milljörðum króna. Gengi óverðtryggðra
skuldabréfa lækkaði um 0,2%, í 4,1
milljarðs króna viðskiptum.
ivarpall@mbl.is
0,5% lækkun í kauphöll
● Athafnamað-
urinn Ólafur
Ólafsson er hætt-
ur í stjórn sjávar-
útvegsfyrirtækisins
HB Granda. Fjár-
festingafélag hans,
Kjalar, á um það bil
fjórðungshlut í fyr-
irtækinu. Forstjóri
Kjalar, Hjörleifur
Jakobsson, var kjörinn til áframhald-
andi stjórnarsetu. Aðrir sem kjörnir
voru aftur í stjórnina voru Árni Vil-
hjálmsson, Kristján Loftsson og Halldór
Teitsson. Sveinn Gíslason var kjörinn
nýr inn í stjórn á aðalfundi félagsins í
gær, en þar var jafnframt ákveðið að
greiða 203 milljóna króna arð.
thg@mbl.is
Ólafur Ólafsson hættir
í stjórn HB Granda
Ólafur Ólafsson
● DREIFING dagblaða í Bandaríkjunum
frá október til marsloka dróst saman
um 8,74% miðað við sama tímabil í
fyrra. Þetta þykja slæmar fréttir fyrir
blaðaútgáfu, sem hefur átt mjög erfitt
uppdráttar undanfarin ár.
Meðaldreifing á sunnudagsblöðum
dróst saman um 6,54% á umræddu
tímabili, sem lauk 31. mars sl., að sögn
Audit Bureu of Circulations.
Samdráttur á dag-
blaðamarkaði vestra
APPLICON A/S, dótturfélag Ný-
herja hf. í Danmörku, hefur und-
irritað samning um að annast inn-
leiðingu á viðskiptakerfum fyrir
sjúkrahús og aðrar heilbrigðis-
stofnanir Region Hovedstaden
stjórnsýsluumdæmisins í Kaup-
mannahöfn og á Norður-Sjálandi.
Applicon er í þessu tilviki undir-
verktaki þýska fyrirtækisins Sie-
mens IT Solutions.
Í tilkynningu kemur fram að
heildarsamningurinn er að fjárhæð
um 4 milljarðar króna, þar af er
hlutur Applicon um 1,8 milljarðar
króna. Vinnan við uppsetningu
kerfisins tekur um þrjú ár og er
gert ráð fyrir að henni ljúki 2012.
Um er að ræða stærsta samning
sem Nýherji og dótturfélög hafa
gert fram til þessa.
Region Hovedstaden annast með-
al annars rekstur heilbrigðisþjón-
ustu og eru starfsmenn þar um 36
þúsund. Samningur Siemens IT Sol-
utions og Applicon nær til 15
sjúkrahúsa og annarra stofnana
heilbrigðisstarfseminnar.
Verkefnið felst í uppsetningu á
sameiginlegu upplýsingakerfi þess-
ara aðila, sem tekur m.a. til fjár-
hags, innkaupa, vörustjórnunar,
þjónustu og flutninga. Innleitt verð-
ur eitt kerfi byggt á SAP-hugbún-
aði og kemur það í stað fimm upp-
lýsingakerfa.
Fjögurra milljarða
samningur í Danmörku
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-.+/
+01.-2
+,-.,2
,,.033
,+.13,
+1.-,+
++-.02
+.3243
+03.-
+14.20
+,-.52
+0-.35
+,-.25
,3
,+.102
+1.-13
++0.,0
+.3253
+05.3-
+1+.+1
,,-.+3+3
+,-.11
+0-.-,
+,0.4,
,3.421
,+.-2
+1.0,/
++0.2,
+.32-3
+05.02
+1+.2/
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
MARKAÐSVERÐ skuldabréfa
gamla Glitnis hefur hækkað úr 5,5
sentum á hvern dollar frá því í jan-
úar 2009, upp í 30 sent á hvern dollar
þann 14. apríl síðastliðinn. Bréfin
hafa því hækkað í verði um ríflega
450% á ríflega ári. Skuldabréf Kaup-
þings hafa einnig hækkað mikið á
sama tímabili. Frá janúar 2009 og
fram í miðjan apríl 2010 hafa bréfin
ríflega fjórfaldast í verði og síðasta
skráða markaðsverð var 27,5 sent á
dollarinn. Þetta þýðir að fjárfestar
vilja greiða um þriðjung nafnverðs
bréfanna, en greitt verð fyrir skulda-
bréf endurspeglar væntingar um
endurheimtur úr búi bankanna.
Innlán fremst í röðinni
Taka verður tillit til þess að með
neyðarlögunum voru innlán sett
fremst í kröfuröð þrotabankanna
þriggja. Að teknu tilliti til innlána og
víkjandi skulda bankanna má því fá
ágæta mynd af þeim heimtum sem
fjárfestar vænta úr þrotabúum
gömlu bankanna.
Skuldabréf Landsbankans eru
lægra verðlögð en hinna bankanna
tveggja, en hafa engu að síður meira
en tvöfaldast í verði frá nóvember
síðastliðnum. Það er til marks um að
markaðurinn væntir einhverrar end-
urheimtu umfram Icesave-skuldina
úr þrotabúi bankans.
Skuldabréf hækka mikið
Skuldabréf gömlu bankanna hafa hækkað hratt frá ársbyrjun 2009
Verð skuldabréfa útgefinna af Glitni hefur meira en fimmfaldast á ríflega ári
Verðþróun skuldabréfa gömlu bankanna
30. jan. 2009 14. apríl 2010
35
30
25
20
15
10
5
0
(Línurnar endurspegla ekki endilega þróun milli einstakra daga)
6,5
5,5
27,5
30,5
5,125
(20. nóv. 2009)
12,5
Glitnir
Kaupþing
Landsbankinn
Heimild: HFVerðbréf
Frá byrjun árs 2009 hafa skulda-
bréf gömlu bankanna hækkað í
verði um mörg hundruð prósent.
Fjárfestar sem stukku til og
keyptu slík bréf strax eftir hrun
hafa því ávaxtað sitt pund ær-
lega á einu og hálfu ári.