Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Grunaður um ölvun við akstur 2. Jörð skelfur við Kistufell 3. Drukkinn ók á við gjaldskýlið 4. Ökumaðurinn hvergi sjáanlegur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  NÚ stendur yfir sýningin Ástríðu- list í Gerðubergi. Fjölmargir lista- menn eiga þar fjölbreytt verk sem einkennast af einlægni og ástríðu. Á sýningunni er m.a. lögð áhersla á frelsi og sköpunargleði. »33 Alls konar ástríðulist í Gerðubergi  Hárprúða gítar- goðið Slash gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu. Kappinn hefur í gegnum tíðina slegið í gegn með hljómsveitum eins og Guns N’ Roses og Velvet Revolver, en fær hér til liðs við sig úr- val söngvara. Orri Páll Ormarsson hlustaði á gripinn og þótti hann bara þrælskemmtilegur. »30 Gítarhetjan Slash gefur út sólóplötu  Sigurður Árni Sigurðsson mynd- listarmaður sigr- aði nýverið í sam- keppni um úti- listaverk við nýjan skóla í Suður- Frakklandi. Alls tóku um 80 lista- menn þátt en Sig- urður bar sigur úr býtum með verki sínu sem fjallar um tímann og sólina, en það er einnig hægt að nota sem kennslutæki. »27 Sigurður Árni sigrar í hönnunarsamkeppni Á miðvikudag Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og rigning, en slydda eða snjókoma NA- lands. Þurrt að kalla NV-til. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á SV-landi. Á fimmtudag Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og él á N-verðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir S-lands og fer aftur að rigna. Hiti víða 1 til 6 stig, en vægt frost NA-til. Hlýnar um land allt. VEÐUR Keflavík og Snæfell mætast í hreinum úrslitaleik um Ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í íþróttahúsinu í Keflavík á fimmtudagskvöldið. Það varð ljóst eftir að Keflvík- ingar sóttu sigur í Stykkis- hólm í gærkvöldi í fjórða leik liðanna í úrslitakeppn- inni, 82:73, í þéttskipuðu íþróttahúsinu. Keflavíkur- liðið var sterkara í leiknum í gær. »1 Hreinn úrslita- leikur í Keflavík Valur vann Akureyri með fjögurra marka mun í framlengdum spennu- leik á heimavelli sínum í gærkvöldi í þriðja og síðasta undanúrslitaleik lið- anna í Íslands- móti karla í handknatt- leik. Fyrir vikið mæta þeir Haukum í úrslitum annað ár- ið í röð. »4 Sömu félög í úrslitum annað árið í röð Kristján Arason, fyrrverandi lands- liðsmaður í handknattleik og at- vinnumaður til margra ára, hefur verið ráðinn íþróttastjóri FH. Mun hann koma að þjálfun meistara- flokks karla og sinna einnig ung- lingaflokkum félagsins. Einar Andri Einarsson verður áfram þjálfari liðsins en Kristján verður í stóru hlutverki sem snýr að ýmsum fag- legum þáttum þjálfunar. »1 Kristján í raðir FH á ný ÍÞRÓTTIR Ungir stuðningsmenn Valsara fögnuðu því ákaft á pöllunum á Hlíðarenda í gærkvöldi þegar þeirra lið tryggði sér sæti í úrslitaleik um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Eftir framlengingu gegn Akureyringum eru Vals- menn komnir í úrslit annað árið í röð. | Íþróttir INNILEG SIGURGLEÐI VALSMANNA Morgunblaðið/Kristinn Eftir Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „ÞETTA var á fyrstu holunni, allra fyrsta högg dagsins og það var alveg þráðbeint. Boltinn lenti rétt fyrir ut- an flötina, skoppaði inn á og rúllaði svo beina leið ofan í holuna,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir, móðir Loga Sig- urðarsonar, sjö ára gamals kylfings sem lék holu í höggi á fjölskyldu- ferðalagi í Flórída á dögunum. Þessi æðsti draumur allra golfara rættist hjá Loga á Legend’s Walk sem er níu holna par þrjú völlur sem var hann- aður af goðsögninni Arnold Palmer. „Mér leið bara ótrúlega vel. Svolítið hissa,“ segir Logi um tilfinninguna að horfa á eftir draumahögginu sem hann sló með dræver. Stefnir á atvinnumennsku Fyrir afrekið fær Logi nafn sitt skráð á heimasíðu klúbbsins og á skjöld í klúbbhúsinu en að sögn Ás- dísar hafa aðeins 10-12 manns leikið sama leik á vellinum síðan 1999. Logi lék svo völlinn á 34 höggum, aðeins þremur höggum fleiri en faðir hans, Sigurður Gísli Björnsson, sem er með rúmlega átta í forgjöf og hefur sjálfur aldrei farið holu í höggi. Vallarparið er 27 högg. Logi byrjaði að spila golf í hitti- fyrra þegar hann var sex ára með því að fara á vikunámskeið í Garða- bænum og á Korpunni. Að sögn Ás- dísar er hann staðráðinn í að verða atvinnumaður í íþróttinni en hann mun æfa hjá golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði í sumar. Hann fylgist grannt með golfinu í sjónvarpinu en fyrirmynd Loga er breski kylfing- urinn Lee Westwood. „Við komumst að því að Tiger Woods fór sína fyrstu holu í höggi sex ára gamall. Logi ger- ir það sjö ára svo þetta lítur ágætlega út,“ segir Ásdís og hlær. Slær næstum Tiger við Logi Sigurðarson fór holu í höggi aðeins sjö ára Logi Með dræverinn góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.