Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 11
Stíf æfing Á sumardaginn fyrsta var hjólaður Þingvallahringur, þ.e. upp á Mosfellsheiði og til baka um Nesjavallaleið, 115 km leið. Sumir fóru þó styttra. þarf auðvitað götuhjól, annaðhvort nýtt eða notað. Töluvert framboð er í verslunum hér á landi en einnig má sjá upplýsingar um notuð hjól á ýms- um vefsíðum, m.a. á www.hfr.is. Smellupedalar nauðsynlegir Albert segir að smellupedalar séu nauðsynlegur búnaður á slíku hjóli (spd-pedalar) og hjólaskór sem smellt er föstum við pedalana. Þeir sem hjóla langar vegalengdir á götuhjól- um fá sér yfirleitt sérstaka götuhjóla- smellupedala en þeir eru með stærri flöt til að stíga á en þeir pedalar sem eru notaðir t.d. á fjallahjólum. Þeir sem hjóla með smellupedala ná mun meiri krafti út úr hverjum snúningi en þeir sem eru á gamaldags pedölum. Munurinn er satt að segja gríðarlegur og þeir sem hafa einu sinni prófað smellupedala vilja ógjarnan skipta yfir á venjulegu ped- alana aftur. Ókosturinn við að smella skónum föstum við pedalana er sá að byrjendur eiga oft í vandræðum með að losa sig úr pedölunum á réttum tíma og þeir eiga því það til að detta kylliflatir, t.d. við gatnamót. Þetta venst þó fljótt. Götuhjól ná mun meiri hraða en t.d. fjallahjól og á sléttum, beinum kafla getur meðalhraðinn verið um 35-40 km/klst, að því gefnu að ekki blási stíft á móti. Á leið niður brekkur getur hraðinn orðið mun meiri og sem dæmi má nefna að þegar Albert hjólaði niður af Mosfellsheiði á sum- ardaginn fyrsta, með smá vind í bak- ið, náði hann 75 km hraða á hjólinu. Hér er komin skýringin á því að hjól- reiðamenn klæðast þröngum fatnaði; á þessum hraða munar mun meira um vindmótstöðuna en þegar hjólað er á 15-24 km hraða, sem algengt er að „venjulegt“ fólk hjóli á. 300 í fjölmennustu keppninni Langfjölmennasta keppnin sem fé- lagið stendur fyrir er Bláalóns- þrautin, á fjallahjólum, sem haldin verður þann 13. júní næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 40 km og 60 km. Albert býst við um og yfir 300 keppendum. Keppnisdag- skrána má sjá á www.hfr.is. Daglegt líf 11HREYFING OG ÚTIVIST MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 FÉLAGAR í Hjólreiðafélagi Reykjavík- ur fara víða til að æfa og keppa, m.a. til Danmerkur, Bandaríkjanna, Mallorca og Krítar. Um hvítasunnu- helgina tekur hópur frá félaginu þátt í þriggja daga móti við Árósa í Danmörku. Yfirleitt er keppt við Færeyjar einu sinni á ári. Ísland beið lægri hlut fyrir Færeyingum í fyrra en vann sigur fjögur ár þar á undan. Albert segir Færeyinga býsna öfl- uga. „Þeir eru með dönsku hefðina,“ segir hann. HFR heldur æfingar allan ársins hring og alltaf er hjólað úti, á fjalla- hjólum á nagladekkjum á veturna en á götuhjólum um leið og Reykjavík- urborg hefur látið sópa útivistar- stígana á vorin. Götuhjólin þola enga möl eða sand þar sem dekkin eru rennislétt. Götuhjól getur hæg- lega runnið á hliðina í litlum sandi. HFR æfir allt árið Loftslagið Það er ekki skrítið þótt sumir fari til Mallorca að æfa. Á fjallahjólum og nagladekkj- um á veturna Langir hjólreiðatúrar reyna óhjákvæmilega á sitjandann. Albert Jakobsson segir að fljótlega eftir að menn fari að æfa fyrir alvöru myndist eins konar sigg á sitjandabeinið. Þá skipti val á hnakki miklu máli en jafnvel menn sem hafi hjólað árum saman þurfi að venjast nýjum hnakki. „Þetta tekur svona hálfan mánuð sem menn eru svona sárir,“ segir Albert. Þá sé gríðarlega mikilvægt að vera ekki í nærbuxum innan undir púða- buxum. „Þetta eru líklega algengustu mistök sem menn gera. Fólk býr til alls konar vandamál með þessu, sýkingar og fleira.“ Mikilvægt að hugsa um sitjandann leggur að Seljalandsdal þar sem göngunni lýkur. Hluti af mótaröð Fossavatnsgangan er hluti af nor- rænni mótaröð sem er skírð upp á enska tungu: FIS Nordic Ski Mar- athon Cup. Aðrar keppnir í mótaröð- inni eru Holmenkollen Skimaraton í Noregi, Tornedalsloppet í Svíþjóð og Oulun Tervahiito í Finnlandi. Þegar fólk hefur lokið öllum fjórum göng- unum (maraþoni eða lengri vega- lengd) fær það sérstaka viðurkenn- ingu. Ekki þarf að ljúka öllum göngunum sama veturinn. Heimir segir að Fossavatnsgangan setji skemmtilegan svip á bæinn enda fjölgi íbúum þar verulega þeg- ar hún er haldin. Góð stemning myndist í pastaveislunni fyrir keppnina, svo ekki sé talað um kaffihlaðborðið gríðarmikla að keppninni lokinni og á skemmt- uninni á laugardagskvöldið. Langtímaveðurspáin fyrir helgina sé fín. „Við tökum alltaf mark á henni ef hún er góð en segjum að það sé ekkert að marka hana ef hún er slæm. Þannig að við erum bara bjartsýnir,“ segir Heimir. runarp@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þrekraun Þeir sem ætla að ganga 50 km í Fossavatnsgöngunni verða ræstir klukkan 10 á laugardagsmorgun. Þeir allra bestu eru um 2 ½ tíma á leiðinni. Félag atvinnurekenda boðar til ráðstefnu um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli fimmtudaginn 29. apríl kl. 8.30–12.00. Dagskrá: 1. Framtíð frumlyfja á íslenskum heilbrigðismarkaði Robin Turner, forstjóri Roche í Danmörku 2. Mikilvægi heimamarkaðar fyrir Actavis Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Medís og Ólöf Þórhallsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi 3. Ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Primacare 4. LSH – stefnumótun og framtíðarsýn Björn Zoëga, forstjóri LSH 5. Lækningatæki á Landspítala Gísli Georgsson, deildarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH 6. Ríkið í hlutverki kaupanda lyfja og heilbrigðistækja – útboðsmál á Íslandi Páll Rúnar M. Kristjánsson yfirlögfræðingur FA Boðið verður upp á léttan morgunverð og kaffiveitingar. Fundargjald: kr. 4.000,- Skráning á atvinnurekendur@atvinnurekendur.is eða í síma 588-8910. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi Langtímahugsun eða skaðlegar skammtímareddingar? Félag atvinnurekenda er hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Innan vébanda félagsins eru m.a. fyrirtæki sem veita fjölda fólks atvinnu við innflutning, sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilbrigðisvörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.