Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 FJÓRIR styrkir voru veittir úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Scheving Thorsteinsson á ársfundi Landspítalans í Salnum í Kópavogi nýlega. Hver styrkur nemur 750 þúsund krónum. Styrkina fengu læknarnir Karl Andersen, Berglind Aðalsteins- dóttir, Steinn Jónsson og Tómas Guðbjartsson. Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verð- laun fyrir vísindaleg afrek, rann- sóknir, ritgerðir og skylda starf- semi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Verðlaun Styrkveitendur og verð- launahafar að athöfn lokinni. Styrkveiting ÞANN 28. apríl mun Ferðafélag Ís- lands standa fyrir myndakvöldi þar sem sýndar verða myndir úr vænt- anlegri árbók FÍ. Bókin fjallar um Torfajökulssvæðið og Fjallabak og er „óhætt að segja að þetta heillandi svæði verði sýnt í nýju ljósi í þessari árbók sem Ólafur Örn Haraldsson hefur skrifað“ segir í frétt frá Ferðafélaginu. Árbækur FÍ eru ritröð sem fjallar um íslenska náttúru og hafa þær komið út árlega frá 1929. Myndakvöldið hefst kl. 20 í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Að- gangseyrir er 600 kr. og kaffiveit- ingar í hléi. Allir eru velkomnir. Myndakvöld Ferða- félags Íslands Í DAG, þriðjudag kl. 13:00- 17:00,verður haldið málþing um hlutverk ólíkra trúarbragða í upp- eldi barna. Málþingið fer fram í Bratta og H-101, í húsnæði mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Flutt verða fræðslu- erindi þar sem fjallað verður um mikilvæga viðburði í lífi barna, s.s. nafngiftir og manndómsvígslur inn- an ólíkra trúarbragða. Að þinginu standa leikskólasvið Reykjavíkur, menntasvið Reykjavíkur og Rann- sóknarstofa í fjölmenningar- fræðum á menntavísindasviði. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis en þátttakendur greiða 500 kr. kaffigjald. Ræða trúarbrögð GAIL Einarson- McCleery var kjörin forseti Þjóðræknis- félagsins í Norð- ur-Ameríku (INL of NA) á 91. árs- þingi INL, sem fór fram í To- ronto í Kanada um helgina. Á þinginu voru 167 fulltrúar auk gesta. Gail segir að hún vilji stuðla að enn betri sam- skiptum en nú er við félög, sem standa utan INL. Í því sambandi nefnir hún að félagsmenn ætli að fjölmenna á Hjemkomst, árlega norræna hátíð í Fargo-Moorehead í júní og Íslendingahátíðina í Moun- tain í Norður-Dakóta í ágúst. steinthor@mbl.is Einarson-McCleery nýr forseti INL Gail Einarson- McCleery STUTT SEX karlmenn voru handteknir á Suðurnesjum snemma í mánuðinum, grunaðir um að nema ann- an á brott, halda honum nauðugum í heimahúsi, pynta hann, hóta honum og neyða til þjófnaða. Ástæðan mun vera innheimta á fíkniefnaskuld. Einn mannanna var dæmdur fyrr á árinu í árs fangelsi fyrir að ryðjast inn á heimili manns, í fé- lagi við annan, beita hann ofbeldi og hirða af hon- um eigur upp í skuld. Sá var fluttur á Litla-Hraun til afplánunar refsingar. Aðrir ganga lausir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Suður- nesja er málið enn til rannsóknar. Hún hófst 9. apríl sl. þegar lögreglu var tilkynnt um þjófnað á verkfærakistu sem eigandinn lagði frá sér á bif- reiðastæði við leikskóla einn í Reykjanesbæ. Til manns sást við verknaðinn og bifreiðar sem ekið var á brott. Lýsing á bifreiðinni dugði lögreglu- mönnum til að finna hana og þýfið. En þar með var ekki öll sagan sögð. Numinn á brott í skjóli nætur Við yfirheyrslur yfir mönnum sem grunaðir voru um þjófnaðinn kom í ljós að einn þeirra hafði nóttina áður verið numinn á brott af heimili sínu af fimm mönnum. Þeir höfðu haldið honum nauð- ugum í heimahúsi í Reykjanesbæ um nóttina, pyntað hann og hótað öllu illu. Þegar leið á næsta dag var honum m.a. gert með þvingunun að stela umræddri verkfærakistu. Í ljós kom að maðurinn skuldaði töluvert fé vegna fíkniefnakaupa og var um innheimtu að ræða. Lögreglan handtók sex einstaklinga í tengslum við málið og leitaði á heimilum þeirra. Meðal þess sem fannst var ætlað þýfi. Þremur var sleppt að loknum skýrslutökum en gæsluvarðhalds til einn- ar viku var krafist yfir hinum þremur. Í kjölfar gæsluvarðhaldsins var einum sleppt, annar hóf af- plánun fyrri dóms, eins og fyrr er getið, og varð- haldið var framlengt um viku yfir einum. Honum hefur þegar verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins telst vel á veg komin en ekki er vitað hvort eða hvenær ákærur verða gefnar út. Pyntaður af fimm mönnum  Karlmanni haldið nauðugum og gert að greiða fíkniefnaskuld með þjófnuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.