Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Fólk er almennt mjög hrifið af henni, bæði sem tónlistarmanni og per- sónu 28 » KAMMERKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Kristskirkju í kvöld kl. 20:00 þar sem sungin verður kirkjuleg tónlist. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason barítónsöngvari og ein- söngvarar koma úr röðum kórfélaga. Sigurður segir að á efnisskránni sé íslensk og erlend kirkjutónlist sem spannar ansi breitt aldurssvið því elsta verkið er íslenskur sálmur frá sextándu öld, reyndar með talsvert yngri texta, og þau yngstu tveir sálmar eftir Sigurð sjálfan. „Ég samdi sálmana fyrir kórinn við ljóð eftir Jón Arason biskup á Hólum, sem var líflátinn 1550, en hann var mjög gott skáld, þetta eru óskaplega falleg ljóð,“ segir Sigurður og bætir við að verkin nái því allt frá kaþólskum sið til dagsins í dag. Af öðrum höfundum verka á dagskrá kvöldsins má nefna Pál Ísólfsson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson og Jakob Hallgrímsson, en einnig verður flutt kirkju- tónlist eftir meðal annars Wolfgang Amadeus Mozart og Franz Liszt. Öll tónlistin er án undirleiks. Kammerkór Reykjavíkur var stofnaður 2002 og hefur haldið tónleika víða um land og einnig farið utan í söngferðir. Sigurður stjórn- aði honum frá stofnun og fram til 2006 er ann- ar stjórnandi tók við af honum einn vetur en síðan lagðist starfsemin af þar til kórinn hóf aftur starfsemi sl. haust undir stjórn Sigurðar. „Vegna anna hjá mér kom annar stjórnandi fyrir mig í eitt ár, en síðan lagðist starfsemin niður í tvö ár. Kórinn og ég ákváðum svo að hefja starfsemi aftur síðastliðið haust. Þetta hefur verið gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann. Fyrstu tónleikar endurvakins kórs voru í Skálholti 18. apríl sl. og aðrir tónleikar síðan í kvöld. Á dagskránni er svo meðal annars tónleika- ferð til Ítalíu með íslenska kirkjutónlist vorið 2011, en þá mun kórinn syngja á tveimur tón- listarhátíðum, annars vegar í Róm og hins- vegar í Umbríu.  Íslensk og erlend kirkjutónlist í Kristskirkju Morgunblaðið/Ernir Tónleikar Sigurður Bragason stýrir Kammer- kór Reykjavíkur í Kristskirkju í kvöld. Óskaplega fallegt THURSTON Moore, sem fræg- ur er fyrir sveit sína Sonic Youth, stofnaði bóka- forlag á síðasta ári og í byrjun þessa árs komu fyrstu bækurnar svo út. Þegar hafa komið út bækur eftir More sjálfan, Kim Gordon, eiginkonu hans og bassaleikara í Sonic Youth og fleiri. Næsta bók forlagsins, sem heitir Ecstatic Peace Library, verður svo bók eftir Yoko Ono sem er þó meira en bara bók, því hún er líka flug- dreki. Með bókinni fylgir nefnilega handgerður eikarrammi og ætlunin að lesendur taki einhverja síðu bók- arinnar, festi við rammann og leyfi síðan að fljúga. Bókin heitir Fly me og hefur að geyma sjö síður af stök- um skilaboðum eða leiðbeingum eft- ir Ono. Hún verður gefin út 1. júlí næstkomandi í 2.500 eintökum sem kosta um 12.000 kr. hvert. Bók tekur flugið Bókin er flugdreki Yoko Ono BANDARÍSKA dagblaðið Los Angeles Times veitti árleg bók- menntaverðlaun sín sl. föstudag. Helstu verðlaun hlaut Rafael Yg- lesias fyrir bók- ina A Happy Marriage. Rithöf- undurinn Dave Eggers fékk tvenn verðlaun, annars vegar fyrir bókina Zeitoun, sem seg- ir frá sýrlenskum innflytjanda sem bjó í New Orleans þegar fellibyl- urinn Katrina lagði borgina í rúst, og var einnig verðlaunaður sem frumherji ársins, en slík verðlaun hafa ekki verið veitt áður. Þau verð- laun hlaut Eggers fyrir bókmennta- tímaritið og bókaútgáfuna McSwee- ney’s og fyrir átak til að auka lestur fátækra barna. Þegar Eggers tók við verðlaun- unum hélt hann ræðu þar sem hann hafnaði því að bókaútgáfa yrði staf- ræn: „Heimur okkar er heimur pappírs, lérefts og líms og bleks og ef við leggjum natni í fagið mun það heilla sem hingað til.“ Af öðrum verðlaunahöfum má nefna að besta sagnfræðiritið telst Golden Dreams: California in the Age of Abundance 1950-1963 eftir Kevin Starr og besta teiknimynda- saga ársins Asterios Polyp eftir David Mazzucchelli. Eggers fær verðlaun Dave Eggers KVIKMYNDASAFN Íslands minnist í kvöld 40 ára afmælis Listahátíðar í Reykjavík með því að endurtaka hluta kvik- myndasýningar sem haldin var á fyrstu Listahátíðinni árið 1970, sem var í eina skiptið sem kvikmyndasýningar voru á dagskrá hátíðarinnar. Þá voru sýndar tvær samsettar dagskrár þriggja íslenskra heimildarmynda. Fyrri dag- skráin samanstóð af myndunum Reykjavík – ung borg á gömlum grunni eftir Gísla Gestsson, Lax í Laxá eftir Ásgeir Long og Stef úr Þórsmörk eftir Ósvald Knudsen. Þessar myndir verða sýndar í kvöld kl. 20:00 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Kvikmyndir Þrjár íslenskar heimildarmyndir Ásgeir Long LISTASAFN Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa staðið fyrir röð ókeypis hádegistón- leika á Kjarvalsstöðum undan- farið og er komið að næstu tón- leikum sem verða á miðviku- dagskvöld. Þá verða flutt tvö þekkt tríó og dúett fyrir selló og píanó; Sígaunatríóið eftir J. Haydn, 1. þáttur úr Tríói í B- dúr eftir Beethoven, Erki- hertogatríóinu, og Elegia eftir G. Fauré, sem Gunnar Kvaran sellóleikari og Pé- ter Maté píanóleikari leika, en auk þeirra skipar Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Tríó Reykja- víkur. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og standa í um 45 mínútur. Tónlist Hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur Gabriel Fauré Í HÁDEGINU í dag, frá kl. 12:15-12:45, leikur Douglas Brotchie, organisti Háteigs- kirkju í Reykjavík, fjölbreytta barokktónlist á Wegscheider- orgel Hafnarfjarðarkirkju. Tónleikunum var aflýst í mars vegna veikinda. Douglas valdi efnisskrána sérstaklega með tilliti til hljóms hljóðfærisins sem er í upprunalegum þýsk- um mið-átjándu aldar stíl. Á efnisskránni eru verk eftir Otto Olsson, Jo- hann Pachelbel, Georg F. Kaufmann, Johann Caspar Kerll og Georg Muffat. Douglas Brotchie er fæddur í Skotlandi en hef- ur búið hér í aldarfjórðung. Tónlist Barokk í Hafnar- fjarðarkirkju Douglas Brotchie Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SIGURÐUR Árni Sigurðsson myndlistarmaður bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk við nýjan skóla í Suð- ur-Frakklandi, í borginni Loupian. Verkið nefnist L’Eloge de la Nature, Hylling náttúrunnar. Samkeppnin var opin fyrir alla mynd- listarmenn. Um 80 tóku þátt og úr þeim hópi voru valdir þrír sem fengu greitt fyrir að útfæra tillögur sínar. Í Frakk- landi eru lög um listskreytingasjóð, rétt eins og hér, og á eitt prósent af bygging- arkostnaði að renna í listaverk fyrir op- inberar byggingar. „Þetta hefur því miður ekki alltaf gengið upp hér á landi og það virðist jafnvel fara eftir áhuga arkitektanna hvort þeir ganga eftir því að þessum reglum sé framfylgt,“ segir Sigurður Árni. „Fyrir allar op- inberar byggingar á að skapa verk og oft hefur það gengið upp, en of oft er það ekki raunin. Í Frakklandi heitir þessi regla „Eitt prósent“ og er ófrávíkjanleg. Ég hef áður hug- leitt að taka þátt í samkeppni en hef ekki gert það, þátttakan er flókin. Þetta er sambærilegt við það þegar arkitektar taka þátt í samkeppnum; mikil vinna fer í tillögugerð.“ Fólk sem finnur lausnir á öllu Sigurður Árni hefur áður unnið stórt umhverfislistaverk, en hann er höfundur Sólöldu á stöðvarhúsi Sigölduvirkj- unar. Þá er hann ýmsum hlutum kunnugur í frönsku listalífi; hann var þar við nám, er hjá góðu galleríi í París og kennir við listaháskólann í Montpellier. Hann fékk sérfræðinga þar í landi til að vinna með sér að útfærslu verksins fyrir skólann í Loupian. „Þegar ég var kominn í „undanúrslitin“ þurfti ég að full- vinna hugmyndina, auk þess að gera kostnaðaráætlun og svara ótal spurningum,“ segir hann. „Ég fékk því í lið með mér skrifstofu sem sérhæfir sig í að aðstoða myndlistar- menn við gerð stærri verka. Hver sem miðillinn er, hvers- konar hugmynd þetta er, þá starfar þar fólk sem finnur lausnir á öllu og er með verkfræðinga, arkitekta og allskyns sérfræðinga á sínum snærum. Ég legg hugmynd í hendur þeirra og saman reynum við að efnisgera það sem ég er með í kollinum. Það var gaman fyrir mig að upplifa þetta ferli, það þurfti að vera miklu nákvæmara en ég hef nokkru sinni upplifað hér á landi.“ Skólinn er byggður á vistvænan hátt; til að mynda er stór hluti þaksins sólarrafhlöður. Sigurður Árni segir úrlausnir í byggingunni tengjast ýmsu sem hann hefur fengist við í myndlistinni. „Það má skoða verkið sem kennslutæki. Við verkið öðlast maður tilfinningu fyrir tímanum, árstíðunum, staðsetningu sólarinnar og halla jarðar,“ segir hann. Verk um tímann og sólina  Sigurður Árni sigraði í samkeppni um útilistaverk við skóla í Frakklandi  Skoða má verkið sem kennslutæki  Nákvæmara ferli en hann hefur kynnst Sól og skuggi Ein af útlitsteikningum listamannsins. Steypti veggurinn varpar skugga sem er nær níu metrar á hádegi á stysta deginum í Suður-Frakklandi. Við jafndægur fellur ljós- keilan hringlaga á mósaíkverk. Sigruður Árni Sigurðsson Verk Sigurðar Árna verður annaðhvort sett upp á skóla- lóðinni, eins og sést á þessari tölvugerðu mynd, eða í garð- inum við skólann Collége de Loupian. Veggurinn er steypt- ur, 3,80 m á hæð. Hann varpar skugga sem er 1,38 metra langur á hádegi þegar sólin er hæst á lofti en tæplega níu metrar á stysta degi ársins. Áletraðir brons- renningar á jörðinni marka lengsta og stysta skuggafallið. Við jafndægur að vori og hausti myndar sólargeislinn sem fellur um gatið á veggnum hreinan hring á jörð- inni. Hringurinn lýsir þá upp mósaíkplatta í bronshring sem er felldur í jörðina. Í bronsinu má lesa staðsetningu verksins í gráðum auk tímasetningar og um horn sólar. Í Loupian eru frægar minjar frá tímum Rómverja, m.a. mósaíkgólf, og mósaíkin vísar til þeirrar sögu. Fyrirhugað er að nem- endur skólans skapi nýtt verk á plattann á fjögurra ára fresti. Mósaík verður einnig innan í gatinu á veggnum. Skugginn er tæpir níu metrar þegar sól er lægst á lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.