Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
ATH: SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Das Weisse Band kl. 5:20 - 8 B.i.14 ára
The Crazies kl. 10:20 B.i.16 ára
Clash of the Titans 3D kl. 10:30 B.i.12 ára
Dear John kl. 5:40 - 8 LEYFÐ
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára
Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára
She‘s out of my league kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The spy next door kl. 6 - 8 LEYFÐ
Date night kl. 10 B.i. 10 ára
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU
OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
sum stefnumót
enda með hvelli
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Crazy Heart ísl. texti kl. 5:45 - 8 LEYFÐ
Un Prophéte enskur texti kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Moon ísl. texti kl. 8 B.i.10 ára
Dialog ísl. texti kl. 8 LEYFÐ
Ondine ísl. texti kl. 5:50 B.i.12 ára
Hachiko: A Dog’s Story ísl. texti kl. 10 LEYFÐ
Imaginarium of Dr. P ísl. texti kl. 5:45 B.i.12 ára
Black Dynamite ísl. texti kl. 10:15 B.i.16 ára
The Living Matrix ísl. texti kl. 10 LEYFÐ
HHHHH
- SV, Mbl
HHHHH
- SV, Mbl
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
SÍÐASTA SÝNI
NG
650 kr.
Gildir ekk
i í lúxus
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
Það er ofsögum sagt að ég hafibeðið með öndina í hálsinumeftir fyrstu sólóplötu gamla
gítargoðsins Slash. Auðvitað átti
maður sínar stundir með Guns N’ Ro-
ses í gamla daga – sá þá ágætu sveit
meira að segja á sviði sumarið 1988 –
en ég hef aldrei botnað í þessu Velvet
Revolver-dæmi. Þykir það heldur
þunnur þrettándi. Slash’s Snakepit
fór einhverra hluta vegna alveg
framhjá mér.
Téð sólóplata kom út á dögunum
og fyrir forvitnis sakir festi ég kaup
á henni á (ódýra!!?) plötumarkaðnum
í Perlunni. Söngvarahópurinn sem
leggur Slash lið vakti áhuga minn en
hann er vægast sagt skrautlegur. Og
viti menn, platan er hinn eigulegasti
gripur. Vissulega sætir hún ekki tón-
listarlegum tíðindum – Slash er ekki
að finna upp hjólið – en platan er eigi
að síður þrælskemmtileg.
Styrkur gripsins, sem heitir ein-
faldlega Slash, liggur öðru fremur í
breiddinni. Lögin eru jafn ólík og
söngvararnir eru margir. Fyrst ber
að nefna að Slash leitar fanga í lá-
varðadeildinni, Ozzy Osbourne, Iggy
Pop og Lemmy Kilmister syngja allir
úr sér lungun, hver með sínu nefi.
Sérstaklega á gamli lífskúnstnerinn
Lemmy skemmtilegt trúnaðarsamtal
við lækninn sinn. Ozzy krossfestir
framliðna og Iggy er einlægur þegar
hann syngur eftirfarandi línur:
We’re all gonna die.
So let’s get high!
Það er gott til þess að vita á þess-
um viðsjárverðu tímum að sumt
breytist aldrei.
Slash hefur áður lagt lag sitt við
poppara, samanber sjálfan Michael
Jackson, og það gerir hann líka hér.
Sú síspræka söngspíra Fergie rokk-
ar í ágætu lagi en Adam Levine úr
Maroon 5 hefði mín vegna mátt sitja
heima. Þess ber þó að geta að ung-
lingarnir á heimilinu fíla framlag
hans í botn. Spá laginu, Gotten, víð-
tækri útvarpsspilun.
Ætli Slash hafi ekki haft eitthvað
slíkt í huga þegar hann kallaði popp-
fyglin upp á dekk enda margir um
hituna á plötumarkaði.
Þeim Fergie virðist raunar vel til
vina. Hún hefur áður sungið Sweet
Child o’ Mine og á kanadísku, ástr-
ölsku og brasilísku útgáfunni af nýju
plötunni spreytir hún sig á Paradise
City. Ég hef hlýtt á flutninginn (enda
með góð sambönd í þessum löndum)
og treystið mér: Fergie er enginn
Axl Rose.
Blús er áberandi á plötunni, eink-
um í lögum sem Andrew Stockdale
úr Wolfmother og Myles Kennedy
syngja. Starlight í flutningi þess síð-
arnefnda er t.a.m. dúndur-blúsrokk.
Kennedy mun einmitt túra með
Slash í sumar til að kynna plötuna
og verða fyrstu tónleikarnir í Mel-
bourne á morgun. Rokkelskum er
bent á að þeir kumpánar verða með-
al annars á Rock am Ring og Rock
im Park í Þýskalandi og Download-
og Glastonbury-hátíðunum í Eng-
landi í júní.
Á plötunni dustar Slash líka rykiðaf Ian gamla Astbury, söngv-
ara The Cult, og á hann ágæta
spretti sem draugabani í hressum
slagara. Chris Cornell bregst heldur
ekki bogalistin í svolítið seinteknu
en traustu lagi, Promise. Það gæti
átt langa lífdaga fyrir höndum.
Slappari eru Kid Rock og Rocco
DeLuca.
Þrátt fyrir góða viðleitni átta ég
mig heldur ekki alveg á aðkomu Da-
ves Grohls og Duffs McKagans sem
djamma með Slash í tilþrifalitlu
instrumental-lagi. Hefði ekki frekar
verið ráð að rétta Grohl hljóðnem-
ann?
Enda þótt margir séu ferskir á
plötunni er senuþjófurinn tvímæla-
laust M Shadows úr Avenged Seven-
fold í eina laginu með almennilegu
málmbragði, Nothing to Say. Slash
hleður þar gömlu vélbyssuna í al-
gjörum „hittara“. Shadows er ekki
með stærstu röddina í rokkinu en
hljómurinn er þrútinn af karakter.
Vonandi er þetta upptakturinn að
fimmtu breiðskífu Avenged Seven-
fold sem kemur út í sumar. Eftirlif-
andi meðlimir sveitarinnar eru
þessa dagana í hljóðveri ásamt Mike
Portnoy, trymbli Dream Theater, en
platan verður tileinkuð minningu
trommuleikara sveitarinnar, Jim-
mys „The Rev“ Sullivans, sem féll
frá seint á liðnu ári. orri@mbl.is
Lítið þrass en sprækur Slash
AF ROKKI
Orri Páll Ormarsson
»Rokkelskum er bentá að þeir kumpánar
verða meðal annars á
Rock am Ring og Rock
im Park í Þýskalandi og
Download- og Glaston-
bury-hátíðunum í Eng-
landi í júní.
Reuters
Sjónrænn Gítarhetjan Slash í öllu sínu veldi á tónleikum.
Reynsla Slash og Lemmy Kilmister í góðri sveiflu.
Svöl Dívan Fergie nuddar sér upp við okkar mann.