Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 12
gleðilegs sumarsRáðgjöf landslagsarkitekts Sumar 2010 ALLAR TEIKNINGAR GERÐAR Í ÞRÍVÍDD Viðskiptavinurinn fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 6.500. Upphæðin er inneign þegar keypt er palla- og girðingarefni hjá BYKO. Skráning á netfangið margret@byko.is og í síma 515 4135 alla virka daga. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt mun sjá um ráðgjöfina. Í sumar mun BYKO veita viðskiptavinum ráðgjöf og faglegar ráðleggingar vegna framkvæmda í garðinum. BYKO óskar öllum landsmönnum EX PO ·w w w .e xp o. is 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKIÐ átak þarf til að gera Ísland aftur að svo aðlaðandi áfangastað að erlent ferðafólk flykkist hingað í sumar. Unnið er að undirbúningi þess. Þá telur fólk í ferðaþjónust- unni að ef vel verður haldið á spil- unum geti sú athygli sem Ísland hef- ur fengið vegna eldgosanna í vor nýst til að fjölga ferðafólki á haust- mánuðum. Sú röskun sem orðið hefur á flugi til og frá landinu hefur sett strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni. Erlendir ferðamenn hafa ekki kom- ist til landsins og aðrir orðið hér inn- lyksa. Borið hefur á afbókunum en það er þó alvarlegra að mjög hefur dregið úr bókunum fyrir sumarið. Mikið hefur verið um afbókanir vegna erfiðleika í fluginu, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að flestir hafi afbókað í apríl vegna þess hreinlega að fólk hefur ekki komist hingað og nær þetta fram í maí. Einnig eru dæmi um afbókanir í allt sumar, alveg fram í ágúst. „Ferðaþjónustufyr- irtækin vinna að því að snúa þróun- inni við og eru stöðugt í sambandi við ferðaskrifstofur erlendis.“ Miklir hagsmunir í húfi Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri segir að þessir erfiðleikar hafi komið á slæmum tíma, fólk sé að skipuleggja sumarfríin sín um þess- ar mundir og ferðaskrifstofur að kynna áfangastaðina. Ferðaþjónustan hefur verið í mik- illi sókn. Á síðasta ári voru gjaldeyr- istekjur af erlendum ferðamönnum 155 milljarðar króna og talið að þær hafi aukist að raungildi um 21% frá árinu á undan. Bókanir hafa verið góðar fyrir vorið og sumarið og það stefndi í gott ferðamannaár. Það verða því vonbrigði ef þessi vaxtarbroddur í atvinnulífinu stend- ur í stað eða dregst saman í ár, í stað þess að vaxa. Sem dæmi má nefna að ef 10% færri ferðamenn koma í ár tapast 15 milljarðar króna í erlendum gjald- eyri. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum myndu tapa tekjum og ríkið tapa skatttekjum. Þá myndu atvinnumöguleikar skerð- ast, en margir hafa getað skapað sér vinnu við ferðaþjónustu á samdrátt- artímum í samfélaginu. „Ferðaþjónustan hefur sannað gildi sitt á undanförnum misserum og árum. Þróun hennar skiptir máli fyrir þjóðfélagið,“ segir Ólöf Ýrr ferðamálastjóri. Hún segir mikil- vægt að reyna að koma í veg fyrir að ferðafólki fækki. Þarf að upplýsa umheiminn Ferðaþjónustan og opinberar stofnanir eru að undirbúa markaðs- átak til að stuðla að uppbyggingu eftir að flugið kemst í lag. Er þá mið- að við að eldsumbrotin séu að fjara út og að þau muni ekki trufla flug til og frá landinu. „Það þarf að fara í al- hliða kynningarátak til að snúa þessu við. Það þarf mikið átak til að láta umheiminn vita að ástandið hér er komið í lag,“ segir Erna Hauks- dóttir. Ólöf Ýrr segir að ráðuneyti og stofnanir ríkisins komi að þessum undirbúningi með ferðaþjónustunni. Hún segir of snemmt að skýra frá í hverju það felist. „Ef ekki verða frekari hamfarir tel ég að við náum vopnum okkar aftur. Það er bjartsýnisfólk í þessari grein, margir frumkvöðlar, og fólk glímir við þetta eins og hver önnur verkefni,“ segir Grímur Sæmund- sen, forstjóri Bláa lónsins. Athyglin stendur stutt Ferðaþjónustufólk er farið að huga að því hvernig hægt er að nýta þau tækifæri sem felast í því að at- hyglin hefur beinst að Íslandi vegna eldgosanna. „Það eru tækifæri í öllu. Augu alheimsins eru á okkur en það stendur aldrei lengi og við verðum að nýta tækifærið,“ segir Erna. Vonast er til að það leiði til fjölg- unar ferðafólks á haustmánuðum og vegi upp fækkun á vormánuðum. Morgunblaðið/Júlíus Eyjafjallajökull Ferðaþjónustan vill breyta ógnunum sem steðja að atvinnugreininni vegna eldgoss í Eyjafjallajökli í sóknarfæri. Margir hafa áhuga á að sjá eldsumbrotin með eigin augum. Ný markaðssókn undirbúin  Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein  Ríkisstofnanir og fyrirtæki und- irbúa markaðssókn til að koma í veg fyrir samdrátt  Tækifæri felast í athyglinni FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í gær ræðu við setn- ingu Heimsþings um jarðhita, sem haldið er á Balí í Indónesíu en slík þing eru haldin á fimm ára fresti. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flutti einnig ræðu við setninguna en áður höfðu forsetarnir átt fund um samvinnu Íslands og Indónesíu þar sem einkum var lögð áhersla á jarðhita og framtíðarmögu- leika hans á heimsvísu sem og sam- vinnu á sviði sjávarútvegs. Alþjóða- samtök um jarðhita buðu forseta Íslands að sækja þingið og flytja ræðu við setninguna. Þingið sækja um 2.500 sérfræð- ingar, vísindamenn, tæknifræðingar, verkfræðingar og forystumenn á sviði orkumála víða að úr veröldinni og í þeim hópi eru um 100 Íslending- ar. Einnig sækja þingið hátt á annað hundrað sérfræðingar sem lokið hafa námi við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Forsetinn ávarpaði þingið 100 Íslendingar á jarðhitaþingi í Balí Ólafur Ragnar Grímsson „Það þarf að leggja strax fjár- muni í það að markaðssetja Ís- land sem lifandi áfangastað þar sem fólk getur skoðað um- merki eldgoss og séð jarð- myndun,“ segir Hildur Ómars- dóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugleiðahótela sem reka 21 hótel. Hún segir að gestir hafi mik- inn áhuga á að kynnast þessu. „Við eigum að notfæra okkur þá miklu umfjöllun sem verið hefur og ættum að vera löngu byrjuð á því,“ segir Hildur. Hún segir að ekki eigi að einblína á erfiðleikana og að bæta upp tjón sem orðið hafi, heldur líta á tækifærin sem í þessu felast. Hildur segir að ekki sé mikið um afbókanir fyrir sumarið. Það geti þó breyst fljótt, ef til dæmis stórir ferðaheildsalar úti í heimi missi trú á landinu geti þeir tekið Ísland út af matseðlinum fyrir sumarið. Á móti geti skapast tækifæri til að selja ferðir beint til ferða- fólks þar sem margir hafi áhuga á því sem hér hefur ver- ið að gerast. Ferðafólk getur séð land myndast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.