Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Dagskrárkynnarnir, öðru nafni
þulurnar, í Ríkissjónvarpinu eiga
aðeins nokkra daga eftir í starfi því
þulustarfið verður lagt niður 1. maí
næstkomandi.
Það virðist sem þulurnar séu að-
eins að „flippa“ nú á síðustu dög-
unum og verður eflaust gaman að
fylgjast með dagskrárkynning-
unum út þessa viku.
Á sunnudagskvöldið hélt Katrín
Brynja Hermannsdóttir á litlu
barni sínu í fanginu þegar hún
kynnti sjónvarpsþáttaröðina Glæp-
inn. Barnið er rúmlega tveggja
mánaða drengur og tók hann sig
vel út á skjánum með móður sinni.
Gaman var að þessu uppátæki
Katrínar Brynju og minnti á gamla
góða tíma þegar Rósa Ingólfs var
þula og sjónvarpsáhorfendur vissu
aldrei hverju hún tæki upp á næst.
Sjónvarpsþula hélt á
syni sínum í kynningu
Fólk
KOMIN er út tveggja platna útgáfa með Vísnaplöt-
unum vinsælu Einu sinni var og Út um græna
grundu. Plöturnar komu út 1976 og 1977 en það voru
Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson og Tómas
Tómasson, sem voru þá allir starfandi í Bretlandi,
sem sömdu ný lög við vísur úr Vísnabókinni og nýttu
gömul.
„Það var Iðunn bókafélag sem bað okkur um þetta
á sínum tíma, en þeir gáfu út Vísnabókina og fengu
þessa hugdettu. Maður elskaði þessi ljóð, svo það til-
boð var freistandi strax,“ segir Gunnar Þórðarson,
spurður út í aðdragandann að plötunum.
Hann segir að markmið þeirra þremenninga hafi
verið að gera góð lög við ljóðin enda bjóði þau upp á
léttleika. Fyrri platan setti sölumet á sínum tíma og
hafa þær báðar verið metsöluplötur frá útgáfu til
dagsins í dag.
„Það kom okkur nokkuð á óvart hvað þetta rann
inn í landann. Maður veit aldrei hvað verður en eins
og vanalega vonar maður það besta,“ segir Gunnar
um þessar góðu viðtökur sem plöturnar hafa fengið.
Spurður hvort eitthvert lag á plötunum sé í sér-
stöku uppáhaldi segir Gunnar að það sé eitt sem hann
hafi verið búinn að gleyma.
„Ég flutti lög af plötunum í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum á sunnudaginn og það var eitt lag eftir mig
sem ég var búinn að gleyma og þótti gaman að rifja
upp aftur, lagið „Sofa urtu börn“. Ég var búinn að
gleyma þessu lagi og hafði gaman af því að kynnast
því aftur. Svo eru náttúrulega „Sofðu unga ástin mín“
og „Erla góða Erla“ sem eru alltaf falleg og klassísk.“
Með endurútgáfu vísnaplatnanna fylgir 36 síðna
bæklingur sem inniheldur alla textana og mynd-
skreytingar Halldórs Péturssonar ásamt áður óbirt-
um myndum frá upptökum platnanna.
ingveldur@mbl.is
Lagið Sofa urtu börn í uppáhaldi hjá Gunnari
Morgunblaðið/Eggert
Vísur Gunnar í Húsdýragarðinum.
Fræbblarnir og Q4U munu leika
fyrir dansi á Sódómu á föstudaginn.
Fræbblarnir eru löngu að góðu
kunnir fyrir geðþekkar lagasmíðar
sínar og líflega sviðsframkomu.
Þeir eru upphaflega úr Kópavogi
en nýlega hefur þeim bæst liðsauki
úr Mosfellsbæ, sjálfur Guðmundur
Gunnarsson stórtrommari úr
Tappa Tíkarrassi, Das Kapital og
fleiri hljómsveitum. Hljómsveitin
mun kynna nýtt efni af væntanlegri
plötu auk þess sem gömlu lögin
verða rifjuð upp.
Q4U hefur ekki komið opin-
berlega fram síðan árið 1997.
Hljómsveitin er eins skipuð og hún
kom fram þá, nema að í stað
Gumma (sem er kominn í Fræbb-
lana eins og áður segir) spilar Heið-
ar úr Buttercups á trommurnar.
Ellý, Gunnþór, Ingólfur og Árni
Daníel skipa Q4U auk Heiðars.
Dansleikurinn hefst á miðnætti
og er aðgangseyrir þúsund krónur.
Fræbblarnir og Q4U
með ball á Sódómu
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
ÞANN 16. júní næstkomandi verða
haldnir í Háskólabíói stórtónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
hinnar geysivinsælu sveitar Hjaltal-
ín. Samstarfið var ekki tilkynnt fyrr
en miðar fóru í sölu í síðustu viku, en
að sögn söngkonu Hjaltalíns, Sigríð-
ar Thorlacius, er nokkuð síðan við-
ræður fóru í gang.
„Við og Sinfóníuhljómsveitin erum
búin að vera í viðræðum um þetta í
dálítinn tíma en það var ekki alveg
búið að ganga frá þessu. Við vorum
samt alveg byrjuð að ræða þetta fyr-
ir svolítið löngu síðan,“ segir Sigríð-
ur.
Það var Sinfóníuhljómsveitin sem
nálgaðist Hjaltalínsfólk með hug-
myndina að tónleikunum en að sögn
Sigríðar er samvinnan við Sinfó í
raun eðlilegt framhald á þeim verk-
efnum sem Hjaltalín hefur verið að
fást við. „Það var einhver hjá Sinfóní-
unni sem hafði samband við Högna
og það er kannski alveg lógískt því
við höfum útsett fyrir stóra sveit,
ekki alveg svona stóra reyndar, en
tónlistin virkar klárlega með svona
klassíska sveit á bak við. Við vorum
kannski búin að tala um þetta í ein-
hverju gríni, undanfarin ár hafa nátt-
úrulega einhverjar hljómsveitir spil-
að með Sinfó en þetta var ekkert sem
við höfðum eitthvað rætt.“
Semja ný lög fyrir tónleikana
Á tónleikunum stendur til að spila
megnið af nýrri plötu Hjaltalín,
Terminal, sem kom út nóvember síð-
astliðinn og nokkur lög af eldri plöt-
unni, Sleepdrunk Seasons. Enn
fremur ætlar hljómsveitin að frum-
flytja nýtt efni sem verið er að semja
fyrir tilefnið.
„Já, það er bara verið að því í þess-
um orðum töluðum. Þeir eru sem
sagt að útsetja þetta og semja nýtt
efni, Viktor og Högni, og svo líka
Hrafnkell Egilsson sellóleikari.
Hann hefur reyndar verið úti í Berlín
í leyfi (frá Sinfóníunni) en hann mun
aðstoða okkur með útsetningar og
hefur gert það áður. Þannig að þeir
eru svona þrír í því að útsetja þetta
og stækka, fyrir stærri hljómsveit,“
segir Sigríður.
Hvað nýja efnið varðar segir hún
fullkomna óvissu ríkja um afdrif þess
eftir tónleikana. „Við erum ekkert
farin að ræða næstu plötu yfir höfuð.
Það er svo stutt síðan þessi kom út og
við eigum eftir að ganga lengra með
hana, gefa henni meira og framhaldið
hefur ekkert verið rætt. Það var bara
þannig að Viktor fiðluleikara, sem er
úti í Berlín, langaði að vera með eitt-
hvað nýtt. Og það er auðvitað voða-
lega gaman að bjóða upp á eitthvað
nýtt, þannig að það er samið með
þetta í huga. Nýju lögin verða ekki
mörg en þau verða nokkur. En auð-
vitað er líka bara gaman að setja
gamla efnið í þennan búning.“
Sem mest fyrir peninginn
Sigríður segir enn óljóst hvort tón-
leikarnir verða teknir upp en ým-
islegt hefur verið rætt í þeim málum.
„Við erum búin að ræða það mikið
hvað við getum gert til að láta þetta
„lúkka“ flott, bæði varðandi sviðið og
ljós og þannig, og það hefur alveg
komið upp sú hugmynd að taka upp
hljóðið og taka upp myndina en við
eigum bara eftir að skoða það betur.“
Alltént er Hjaltalínsfólk spennt
fyrir tónleikunum og þakklát fyrir
gott tækifæri. „Nei, við erum ekkert
stressuð. Kannski verður maður það
15. júní en okkur finnst þetta bara
ótrúlega skemmtilegt og við erum
mjög heppin að fá þetta tækifæri og
ætlum að nýta það eins og við getum.
Það hlakka allir til og alla langar að
gera þetta sem flottast og skemmti-
legast þannig að áheyrendur fái sem
mest fyrir peninginn.“
Semja nýtt efni fyrir Sinfó
Hljómsveitin Hjaltalín spilar með Sinfóníunni 16. júní Útsetja gamla efnið
upp á nýtt og semja nýtt í tilefni tónleikanna Eru þakklát og hlakka til
Morgunblaðið/Ómar
Spennandi Hjaltalínsfólk hlakkar til tónleikanna og þau eru þakklát fyrir þetta frábæra tækifæri.
TÓNLISTARSPEKÚLANTINN og ofurbloggarinn
Jens Guðmundsson, betur þekktur sem Jens Guð, situr
nú að skrifum, en bókaútgáfan Æskan hyggst í nóvem-
ber gefa út bók hans um Eivöru Pálsdóttur. „Ég fékk
upphringingu frá bókaforlaginu þar sem ég var beðinn
um að taka að mér þetta verkefni,“ segir Jens.
„Það er þannig í Færeyjum að það eru ekki skrifaðar
bækur um fólk fyrr en það er dáið. Hér er vinsælt að
skrifa bækur um fólk á öllum aldri, það er til dæmis bú-
ið að skrifa tvær ævisögur um Bubba, en þessi hefð er
ekki til í Færeyjum þannig að Eivöru þykir þetta tölu-
vert kjánalegt, að verið sé að gefa út bók um hana
svona unga,“ segir hann um verkefnið.
Bókin er þó gefin út í góðu samstarfi við alla viðkom-
andi og hefur Jens meðal annars farið til Færeyja og
talað við fjölskyldu og æskuvini Eivarar. „Fólk er forvitið
um hana og ég verð var við að það spyr mikið um hana.
Plöturnar hennar seljast vel og það selst hratt upp á tón-
leika með henni. Fólk er almennt mjög hrifið af henni,
bæði sem tónlistarmanni og persónu.“
Í bókinni hyggst Jens segja sögu Eivarar frá upphafi,
æsku hennar og hvernig hún byrjaði að syngja þrettán ára
gömul og sló strax í gegn. Hann ætlar einnig að fjalla um
tónlistarferilinn, en ásamt því að starfa sem sólólista-
maður, en sem slíkur eru hún þekkt á Íslandi, hefur Eivör
sungið með ýmsum böndum í Færeyjum. Í bókinni verður
einnig að finna myndarlegt safn ljósmynda.
„Það er hugsun mín að hafa bókina þannig að hún bygg-
ist ekki upp á einu viðtali við Eivöru heldur verði sagt frá
með orðum vina hennar og fjölskyldu.“ holmfridur@mbl.is
Í Færeyjum er ekki skrifað
um fólk fyrr en það er dáið
Morgunblaðið/Golli
Kjánalegt Eivöru finnst tilstandið allt hálf vandræðalegt.
Jens Guð skrifar ævisögu Eivarar Pálsdóttur