Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Allur er varinn góður Rykgrímu hefur verið skellt á þessa gínu í versluninni Volcano Design á Laugavegi. Annar hönnuður verslunarinnar heitir Katla. Sannkölluð eldfjallastemning þar. Golli VIÐ úttekt árið 2001, rétt fyrir gildis- töku laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg- ingu og laga nr. 36/ 2001 um Seðlabanka Íslands (SÍ), áréttaði Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (AGS) mikilvægi þess að stjórnvöld á Ís- landi kæmu í veg fyrir að fjármálastofnanir tækju lán erlendis sem yrðu lánuð beint áfram inn í hag- kerfið til almennings, þ.e. svokölluð gengistryggð lán (e. exchange rate indexed domestic loans). Í þessari grein er ætlunin að fjalla um erlend lán að jafnvirði fastrar íslenskrar krónutölu eins og getið er um í fjöl- mörgum veðskuldabréfum sem gefin voru út á Íslandi síðustu ár og keypt af íslenskum fjármálastofnunum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og aðvaranir hans Í yfirlýsingu AGS frá því 18. jan- úar 2001 (sjá AGS – www.imf.org) kemur skýrt fram og varað er við því að slíkar lánveitingar, þrátt fyrir markmið um opið hagkerfi og frjálst streymi fjármagns, myndu grafa undan fjármálastöðugleika, valda þenslu og minnka getu hagkerfisins að taka áföllum. Einnig má sjá þetta reifað í skýrslu AGS frá því í júlí 1999 og skýrslu frá júní 2001. Skoraði AGS á stjórnvöld að stuðla að því að styrkja peningastjórn SÍ með öllum ráðum. Var það gert í ljósi þess að stefnt var að verðbólgumark- miði í stað fastgengisstefnu. Skyldi lagaramminn allur í tengslum við peninga- mál styrktur og stuðlað að virkari stjórntækj- um. Því ber að líta á lög um SÍ og lög um vexti og verðtryggingu sem samtvinnaða styrkingu hvað peningastjórn varðar enda bankanum framseld völd með þeim lögum, þ.e nr. 38/2001, ekkert síður en með lög- um um bankann sjálfan. Hvor tveggja þessi lög eru órjúfanlegur þáttur í því að tryggja fjármálastöðugleika og tryggja að ekki yrði meiriháttar fjárhagslegt og efnahagslegt hrun. Löggjafinn gerði það ekki aðeins með nýrri löggjöf um SÍ, heldur ekki síður með lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í yfirlýsingu AGS segir m.a.: „Opnun íslenskra fjármálamark- aða, í bland við upphaf tímabils mikils vaxtamunar miðað við önnur lönd og slökun í peningastjórn, hefur leitt til lántöku banka erlendis sem lána áfram innanlands sem og kyndir und- ir skuldsetningu og þenslu. Ekki er að undra að þjóðhagslegir mæli- kvarðar gefa til kynna kerfislega og óvarða áhættu fjármálakerfisins sem hefur aukist umtalsvert og í sama mund benda þessir sömu mælikvarð- ar á að geta hagkerfisins til að taka áföllum hefur stórlega minnkað.“ Segir einnig í yfirlýsingunni að bæta þurfi allt regluverk til að styrkja stjórn peningamála. Því má ljóst vera að litið var á það innan SÍ að breyting á lögum nr. 38/2001 yrði að vera hluti af því m.a. með því að af- nema heimild til gengistryggingar með þeim hætti sem tíðkast hafði fyrir gildistöku laganna enda bryti slíkt í bága við fjármálastöðugleika eins og AGS benti réttilega á. Málsbætur íslenskra heimila og nýju bankarnir Hér má öllum vera ljóst, m.a. í ljósi efnahagshrunsins og skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis (RNA), hvað átt er við og rétt að minna á þetta ítrekað í umræðu um gengistryggð lán á næstu misserum sem eina af ástæðum hrunsins. Ekki er vanþörf á að vernda almenning því að allir sem tóku þessi lán eiga rétt á málsbótum í gríðarlegri markaðssetningu á „sannleika“ Arion banka, Lands- bankans, Frjálsa fjárfestingarbank- ans, Íslandsbanka, Lýsingar, SP Fjármögnunnar o.fl. Það er skiljanlegt að forsvarsmenn skilanefnda og þessara fjár- málastofnana séu að gera sitt besta við að styrkja efnahagsreikning þeirra og virðast njóta stuðnings úr mörgum áttum, m.a. frá opinberum aðilum. Ætlunin er að reyna sitt besta við að sannfæra dómara lands- ins og almenning um að lög nr. 38/ 2001 hafi ekki skipt nokkru máli þó skýrt hafi verið tekið fram í at- hugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum að ekki sé heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Ráðgjöf banka – blekkingar? Hvaða lán eru þetta? Í þessu efni verða fjármálastofnanirnar að gæta sín og sýna með sannanlegum hætti fram á raunverulegt fjárflæði í við- komandi myntum innan bókhaldsins svo ljóst megi vera að raunveruleg lán hafi verið veitt í raunverulega þeim gjaldmiðlum sem um ræðir hverju sinni. Kvittanir fyrir slíku hljóta að liggja fyrir og endurskoð- endur hafa örugglega gætt þess að þessir hlutir væru í lagi. Með lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu var löggjafinn að svara kalli AGS um breytingar en að öðrum kosti væru þessi lán, sem fjár- málastofnanir í dag vilja reikna á sinn hátt eins og tíðkaðist fyrir gild- istöku laga nr. 38/2001, ógn við fjár- málastöðugleika. Voru SÍ send gögn um gjaldeyrisjöfnuð sem orka tví- mælis? Fjármálastofnanir virðast hafa, eins og í svo mörgu öðru og lesa má úr skýrslu RNA, verið að túlka lög landsins frjálslega og virðast enn freista þess að endurskrifa þau sér í hag með harðri markaðssetningu og „lobbyisma á Alþingi Íslendinga og víðar. Er enn verið að reyna að blekkja SÍ og AGS? Miðlun peningastefnu SÍ og ábyrgð Ef fylgt væri lögum um vexti og verðtryggingu hefði SÍ getað séð fram á mun heilbrigðari miðlun stýri- vaxta um hagkerfið. Dregið hefði úr verðbólgu fyrr og það hefði verið hægt að koma böndum á vöxt bank- anna áður en stefndi í óefni. Að þetta hefði getað komið í veg fyrir krepp- una skal ósagt látið en hrunið hefði ekki orðið svo gífurlegt sem raunin varð. Það vekur undrun ef það reyn- ist svo rétt að bankar hafa skilað inn skýrslum um gjaldeyrisjöfnuð til SÍ sem bæru með sér um 180 gráða skekkju um raunverulega stöðu eignasafnsins, eiginfjárstöðu þeirra og áhættu í hagkerfinu. Slíkt hefði gefið falskar upplýsingar um stöðu mála til allra á markaði og þannig leitt af sér ákvarðanir SÍ sem voru ekki réttar. Á haustdögum 2006, við fjár- lagagerð fyrir árið 2007, var það Einar Oddur Kristjánsson sem margoft gagnrýndi stefnu SÍ í þess- um efnum en það var vegna þess að hann bar skynbragð á stöðu mála. Þetta gengi ekki, en þar sem í stýr- ishúsi SÍ voru mælar ekki aðeins rangt stilltir heldur var líklega verið að falsa afla-, gæða- og söluskýrslur bankakerfisins. Við slíkt er ekki hægt að búa og augljóst að slíkt fley myndi stranda fyrr eða síðar og skiptir engu hver skipstjórinn hefði verið á meðan stýrimenn, hásetar og bryti á fleyinu við hlið Fiskistofu byggju allir á röngum forsendum. Eftirlit SÍ og FME í þessu þarf ekki mikið að fjölyrða um og bent á skýrslu RNA varðandi þau mál. Hins vegar verður ekki vikist undan þeirri staðreynd að löggjafinn, stuttu eftir ítrekaðar ábendingar AGS, SÍ sjálfs í heftum Peningamála og fjölmargra sérfræðinga fyrir gildistöku laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, var að tryggja að miðlun peningastefnu SÍ yrði greið um hagkerfið. Hver Davíð og hver Golíat? Ekki er að undra að Davíð Odds- son, þáverandi seðlabankastjóri, hafi kvartað undan slælegri miðlun vaxta til lækkunar verðbólgu á síðustu ár- um á meðan bankarnir spýttu lánum út í hagkerfið framhjá SÍ rétt eins og lög nr. 38/2001 hafi aldrei komið til. Þarna fara saman ríkir hags- munir íslenska ríkisins, fjölmargra íslenskra fyrirtækja og síðast en ekki síst íslenskra heimila. Tæpast má ætla að íslenskir dómstólar muni stefna þjóð sinni í enn frekari hættu, stuðla að eignaupptöku í dómum sín- um og ganga þannig erinda misvit- urra bankamanna. Ber að líta til ítrekaðra ábendinga AGS og tilsvar- andi lagabreytinga Alþingis með fjármálstöðugleika að leiðarljósi á sínum tíma. » Tæpast má ætla að íslenskir dómstólar muni stefna þjóð sinni í enn frekari hættu, stuðla að eignaupptöku í dómum sínum og ganga þannig erinda misvit- urra bankamanna. Höfundur er viðskiptafræðingur MBA og meistaranemi í fjármálum við HÍ. Dæmi um skiptingu áhættu á milli aðila ‐ FYRIR & EFTIR gildistöku laga nr. 38/2001 (Ætli bankar hefðu lánað þessi lán ef lögin hefðu verið túlkuð rétt?) Hér hefur króna veikst, verðlag hækkar því innfluttar vörur hærri, verðbólga meiri FYRIR l.nr.38/2001 EFTIR l.nr.38/2001 og vextir hækka, banki á erfiðara með að fjármagna sig innanlands JPY höfuðstóll JPY höfuðstóll Vísitala ISK FYRIR GILDISTÖKU LAGA NR. 38/2001 EFTIR GILDISTÖKU LAGA NR. 38/2001 fasti breytist 200 JPY höfuðstóll lækkar ÁHÆTTA LÁNTAKANDA ÁHÆTTA BANKA Króna veikist Króna veikist Lán tekið 150 Gegnistryggingin er ekki eins hún var skilin áður Króna styrkist Króna styrkist ÁHÆTTA BANKA ÁHÆTTA LÁNTAKANDA 100 JPY höfuðstóll hækkar Vinnur gegn fjármálastöðugleika og stefnu SÍ Vinnur með fjármálastöðugleika og stefnu SÍ ISK höfuðstóll ISK höfuðstóll Hér hefur króna styrkst, verðlag lækkað því innfluttar vörur lægri, verðbólga minni breytist fasti og vextir lækka, banki getur fjármagnað sig innanlands FYRIR l.nr.38/2001 EFTIR l.nr.38/2001 Lántaka eftir gildistöku laga nr. 38/2001 er höfuðstóll skuldabréfs fest (utan vaxta og afborganna) í gengi er miðast við vísitölu ISK 150 Athuga: Þessi skýringamynd á við erlent lán (t.d. myntkörfulán) að jafnvirði fastrar fjárhæðar í íslenskum krónum sbr. veðskuldabréf A B AB ÁHÆTTA BANKA BA ÁHÆTTA LÁNTAKANDA Gengistryggð lán, fjármála- stöðugleiki og áhætta heimila Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.