Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Á kaldastríðsárunum svo kölluðuvoru vinstrimenn allra handa heillaðir af friðarhreyfingum sem svo kom á daginn að voru fjár- magnaðar af Sovétríkjunum sál- ugu. Á hinum kantinum var talið að vestrænar leyniþjónustur létu ekki sitt fjármagn eftir liggja. Ísland fór ekki varhluta af þessum hrær- ingum.     Á níunda ára-tugnum lögðu vinstri- menn í borgar- stjórn til að Reykjavík yrði lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. Meiri- hlutamenn lögðu til í sáttaskyni að Árbæjarhverfið yrði lýst kjarnorkuvopnalaust hverfi og séð hvernig það myndi reynast. Þetta þótti sýna mikið al- vöruleysi.     En nú hefur Dagur B. Eggertssonlagt til í löngu máli að hag- vöxtur í Reykjavík verði ákveðinn 3,5% óháð því hvað hann verður í landinu sem heild.     Þetta er svo snjöll tillaga að eng-um nema Degi hefði getað dott- ið hún í hug.     Meirihlutanum er því mikillvandi á höndum.     En hann gæti lagt til að byrjaðverði á að ákveða að hagvöxtur í Árbæjarhverfi verði 5,75%.     Ef vinstrimenn taka þessu illa,sem væri þó ótrúlegt, má til sátta leggja til að byrjað verði í staðinn á Skerjafirði með 4,8% hag- vöxt.     Íbúar þar mundu örugglega leggjasitt af mörkum. Dagur B. Eggertsson Hagvöxtur upp á dag Veður víða um heim 26.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 3 heiðskírt Egilsstaðir 1 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 1 snjókoma Nuuk 5 heiðskírt Þórshöfn 4 skúrir Ósló 9 skúrir Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 18 léttskýjað Glasgow 14 skýjað London 17 léttskýjað París 16 léttskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 12 súld Berlín 12 skúrir Vín 17 alskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 18 skýjað Winnipeg 12 alskýjað Montreal 14 léttskýjað New York 11 alskýjað Chicago 14 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 27. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:14 21:38 ÍSAFJÖRÐUR 5:04 21:57 SIGLUFJÖRÐUR 4:47 21:41 DJÚPIVOGUR 4:40 21:11 ÞESSI ágæta fjölskylda var saman á skokkinu á Langholtsveginum í gær og lét ekki nokkra rign- ingardropa stöðva sig. Foreldrarnir létu barn í kerru ekki stöðva sig heldur tóku það með í skokkið, enda lítur út fyrir að afkvæmið hafi sof- ið værum blundi á meðan á trimminu stóð. FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SKOKKINU Morgunblaðið/Golli Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FRAM hafa komið efasemdir um að kvótaeign Guðjóns Arnars Kristjánssonar samræmist störf- um hans fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Guðjón segir að 25% eignarhlutur í útgerðarfyrirtæki hafi engin áhrif á störfin sem hann gegni fyrir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, og leggur áherslu á að hann hafi aldrei farið dult með skoðanir sínar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Hins vegar verði að vinna með kerfinu hverju sinni. Jón Bjarnason tekur í sama streng og segir að reynsla Guðjóns komi að góðu gagni í ráðuneytinu. Skakkaföll Guðjón segir að hann hafi stofnað útgerðarfyr- irtækið Sameign ásamt Guðmundi heitnum Ing- ólfssyni, mági sínum, árið 1987. Um fimm árum síðar hafi Guðmundur veikst. Þá hafi Kristján Andri, sonur sinn, keypt hlut Guðmundar og þeir breytt nafninu í útgerðarfélagið Öngul. „Hann hefur alfarið séð um reksturinn,“ segir Guðjón og bætir við að aldrei hafi verið greiddur út arður úr fyrirtæk- inu. „Hann lifir á þessu, þetta er hans atvinna,“ heldur hann áfram. Á árunum 2007 til 2009 leigði Öngull frá sér kvóta. Guðjón bendir á að sonur sinn hafi misst bát með tveimur mönn- um 2007 og þar sem hann hafi verið bátslaus hafi hann leigt frá sér kvóta enda hafi hann eitthvað þurft að gera við heimildirnar. Síðan hafi hann keypt annan bát og það hafi verið kostn- aðarsamt. „Hann lenti í ýmsum skakkaföllum á þessum tíma og þurfti að mæta þeim.“ Síðan í fyrrahaust hefur Guðjón starfað að und- irbúningi breytinga á fiskveiðilöggjöfinni. Hann segir að eignarhluturinn í Öngli hafi engin áhrif og skoðanir sínar hafi ekki endilega farið saman við hagsmuni útgerðarfélagsins eða útgerðarfélags- ins sem hann hafi áður starfað fyrir í 20 ár. Hins vegar verði menn að vinna í kerfinu eins og það sé á hverjum tíma ætli menn sér að halda velli í út- gerðinni. Sjávarútvegsráðherra ákveði hvaða verk sér séu falin og hann reyni síðan að nýta reynslu sína og þekkingu til að sinna þeim sem best. „Ég vinn þau verk sem ráðherra biður mig um að vinna og útfæri þau eftir þeirri stefnu sem lagt er upp með,“ segir Guðjón. Ráðinn vegna reynslunnar Jón Bjarnason segir að Guðjón hafi verið ráðinn til tilgreindra verkefna í ráðuneytinu. Þau lúti sér- staklega að veiðum á grunnslóð og ýmsum öðrum þáttum sem hann þekki sérstaklega vel. „Guðjón er einn af reyndustu sjómönnum og skipstjórnar- mönnum okkar,“ segir ráðherra og bætir við að af- ar dýrmætt sé að eiga hann að vegna víðtækrar þekkingar og reynslu. „Hann vinnur þau verkefni sem ég óska eftir,“ segir Jón. Hann segist ekki vita til þess að Guðjón hafi brotið einhver lög og áréttar að hann hafi átt mjög gott samstarf við hann. Jón segir að Guðjón hafi lengi setið á Alþingi. Hann hafi verið öflugur talsmaður ákveðinna sjón- armiða í sambandi við fiskveiðar og ekki blandað hagsmunum sínum saman við störfin. Kvótaeignin breytir engu  Guðjón Arnar segir að 25% eign í útgerðarfyrirtæki hafi ekki áhrif á störf sín við að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni  Ráðherra er honum sammála í því Guðjón Arnar Kristjánsson SÆFARI, hin glæsilega ferja Grímseyinga, sigldi til Grímseyjar í gær eftir viðgerð, en ferjan laskaðist er hún fékk á sig hnút fyrir viku. Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, segir Grímseyinga hafa fagnað ferjunni, sem sótti fisk og færði eyjarskeggjum nauðsynjar. Ferjan sigldi einnig til Dalvíkur og til Hríseyjar. Að þessu ferðalagi loknu stímdi Sæfari aftur til Akur- eyrar þar sem viðgerðum er ekki að fullu lokið. Garðar segir eftir að hreinsa sæti í farþegasal og koma þeim fyrir. Viðgerðum lýkur í vik- unni og verður Sæfara, fullbúnum til að ferja fólk sem varning, sleppt á sjó á ný á föstudag. Garðar segir að ferjunni hafi verið breytt lítillega eftir óhappið. Skipt hafi verið um þil sem brotnaði og lokað fyrir glugga sem brotnuðu í farþegasal. „Það er alveg ljóst að ef að farþegar hefðu verið í salnum hefði þetta getað farið skelfilega. Stærsta breytingin er kannski sú að Sæfari er ekki lengur skjannahvítur heldur kominn með fagurbláan skrokk en er hvítur að ofan. Þannig að áfallið hafði áhrif á ásýnd Sæfara.“ svanbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sæfari Er nú siglingafær á ný. Sæfari slapp úr slipp og sigldi til Grímseyjar Sjávarútvegsmálin Sjávarútvegur í þágu þjóðar Fundur á Seltjarnarnesi Nánari upplýsingar á www.xd.is Í dag, þriðjudaginn 27. apríl kl. 17:30, mun alþingismaðurinn Jón Gunnarsson halda fund um sjávarútvegsmálin og stöðuna í landsmálum. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili sjálfstæðismanna við Austurströnd 3, 3. hæð, Seltjarnarnesi. Allir velkomnir. Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.