Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Í SÓKNINNI minni, Selfosssókn, eru erjur. Nýr prestur vill forráð yfir kirkjunni og hefur til þess styrkan stuðn- ing sóknarnefndar. Sóknarnefnd hefur til styrktar kröfum hins nýja prests tekið til þeirra ráða að: a) snúa undir- skriftalista þar sem þess var krafist að embætti sókn- arprests yrði auglýst og efnt til al- mennra kosninga í að undirskriftalist- inn hafi krafist þess „að þar verði valinn prestur, sem hafa muni afger- andi stöðu og starfssvið við Selfoss- kirkju.“ Þar með var undir fölskum forsendum auglýst eftir presti sem hafa átti sérstakar skyldur við Selfoss- kirkju. Engin opinber skýring var gef- in á hvað orðalagið „sérstakar skyld- ur“ þýddi; b) ræða alvarlega um að vænt- anlegur samstarfssamningur prest- anna verði undir stjórn prests en ekki sóknarprests sem brýtur alfarið gegn 5. gr. starfsreglna um presta 735/1998; c) fá lögfræðing, sem er varasókn- arnefndarmaður Selfosskirkju og son- ur eins sóknarnefndarmannsins, til að semja lögfræðiálit, svokallað minn- isblað þar sem hvergi er vísað í eða stuðst við lög, um yfirráð sókn- arnefndar yfir safnaðarheimili þar sem því er haldið fram að nýjum presti beri skrifstofuherbergi Selfosskirkju þar sem hann hafi sérstakar skyldur við kirkjuna; d) krefja sóknarprest um „formlega (skriflega) beiðni um þá ósk með rök- stuðningi fyrir því hvers vegna sú að- staða sem sóknarnefnd hefði nú um skeið boðist til að láta útbúa á efri hæð safnaðarheimilis komi ekki til greina sem aðstaða sóknarprests í okkar kirkju.“ En gera enga kröfu til þess að nýr prestur leggi inn form- lega, skriflega beiðni með rökstuðningi um það af hverju hann einn eigi rétt á skrifstofu- herberginu; e) hundsa sáttatillögu sóknarprests um að prestarnir deili skrif- stofuherberginu þar til sambærileg skrif- stofuaðstaða býðst báð- um prestunum. Það er sorglegt að verða vitni að lögbrotum, valdníðslu og siðleysi í kirkjunni sinni. Sóknarnefndin hefur ekki rétt á að snúa kröfum undir- skriftalista sóknarbarna sinna. Með því misnotar sóknarnefnd vald sitt. Sóknarnefnd hefur engan rétt á að stuðla að því að staða nýs prests sé auglýst undir fölskum forsendum. Með því sýnir hún valdníðslu og sið- leysi og því miður virðist biskup hafa bitið á agnið. Sóknarnefnd hefur ekki rétt til að undirbúa samstarfssamning sóknarprests og prests, þar er hún líka að misnota vald sitt. Það er sið- laust og ber vott um vanhæfi sókn- arnefndar að leita til varasókn- arnefndarmanns og sonar eins sóknarnefndarmannsins um lögfræ- ðiálit sem hvorki vísar í né styðst við lög. Það er valdníðsla og siðleysi af hálfu sóknarnefndar að koma með jafn misjöfnum hætti fram við nýju prest- ana okkar. Auk þess má sjá í fund- argerðum á netinu að einn sókn- arnefndarmaður gerir þá kröfu að sóknarpresturinn hafi undirritað sam- starfssamninginn áður en hann sé tilbúinn að ræða starfsaðstöðu hans en þá kröfu leggur hann ekki á herðar nýs prests. Ég hef upplýst bæði prófast Suð- urprófastsdæmis og biskup Íslands um lögbrot, valdníðslu og siðleysi sóknarnefndar án þess að embættin Áskorun til prestastefnu 2010 Eftir Jóhönnu Guðjónsdóttur » Það er sorglegt að verða vitni að lög- brotum, valdníðslu og siðleysi í kirkjunni sinni. Jóhanna Guðjónsdóttir Höfundur er sóknarbarn Selfosskirkju. sýni vilja til aðgerða. Það aðgerða- leysi vekur upp spurningar í huga mínum um siðferði í opinberri stjórn- sýslu kirkjunnar. Ég tel að þar með sé verið að brjóta lög og reglur sem varða almannaþjónustu. Mér sem sóknarbarni Selfosskirkju eru ekki sköpuð skilyrði til þess að geta af gleði sótt kirkjuna mína á meðan erj- urnar eiga sér stað. Þar með er lagður steinn af hálfu stjórnsýslu kirkjunnar gegn farsælu trúarlífi mínu og ann- arra sóknarbarna sem upplifa sterkt ranglæti af hálfu sóknarnefndar í garð nýs sóknarprests. Ég tel op- inbera stjórnsýslu kirkjunnar sýna mikinn veikleika og óvandaða stjórn- unarhætti og ég spyr: Óttast biskup og stjórnsýsla kirkjunnar að taka á lögbrotum, valdníðslu og siðleysi sóknarnefndar Selfosskirkju? Er orð- ið tímabært að setja sóknarnefndum siðareglur um meginskyldur sínar, valdmörk og ábyrgð? Á næstu dögum fer fram árleg prestastefna þar sem „(...) fjalla skal um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni.“ (28. gr. laga nr. 78/1997). Ég skora á þátttakendur prestastefnunnar að láta sig varða og taka til umræðu lögbrot, valdníðslu og siðleysi sóknarnefndar Selfosskirkju en auðvelt er að gera sér grein fyrir málinu með því að lesa fundargerðir sóknarnefndar, sem ég hef vísað hér í, og finna má á vef Selfosskirkju á slóð- inni: www.selfosskirkja.is. Ég get í fljótu bragði vel ímyndað mér að um- ræðan eigi heima undir liðnum „Upp- gjör og uppbygging. Siðferði og sam- félag.“ Opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands: Hr. forseti. Ég ætla að biðja þig að láta af því að ákveða orð eða athafnir fyrir mína hönd eða annarra hugsanlegra fram- bjóðenda til embættis forseta Íslands. Einn- ig krefst ég þess að forsetinn gefi út opinberlega afsök- unarbeiðni á ummælum sínum í við- talsþætti við Sölva á Skjá1 hinn 14. apríl sl. Í þessu viðtali sagðist þú ekki hafa sagt af þér embætti sökum þess að þú vildir ekki stefna þjóðinni í forsetakosningar og val á nýjum þjóðhöfðingja, þar sem hver sem hann hefði verið hefði örugglega ekki gengið þá götu að ganga gegn ríkisstjórninni í Icesave-málinu. Þessi yfirlýsing er ekki við hæfi og í raun móðgun við forsetaframbjóð- endur og þjóðina sjálfa. Ég hef t.d. lýst yfir mjög afdrátt- arlausum skoðunum um forseta- embættið í ræðu og riti og þar á meðal þeirri skoðun minni að nauð- synlegt sé að virkja þann örygg- isventil sem málskotsréttur forseta er með ábyrgum hætti í stórum og mikilvægum málum. Það hefði því ekki vafist fyrir mér að hafna Ice- save-lögunum staðfestingar. Ég hefði óskað eftir því strax í upphafi þegar fyrri lög um þetta mál bárust forseta Íslands, að þeim yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefði ég með minni embættisfærslu á Bessastöðum tryggt mun betri stöðu Íslendinga í þessu mikilvæga máli. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að einstaklingur sem var keyptur, já ég segi og stend við þau orð, „keyptur“ í embætti forseta Íslands af helstu útrásarvíkingum, og sem hefur ver- ið andlit svikahrappanna gagnvart erlendum þjóðum um árabil, sitji áfram sem þjóðhöfðingi Íslendinga. Ég minni á að í aðdraganda for- setakosninganna árið 2004 ritaði ég OSCE (Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu) á annan tug kvart- ana yfir því hvernig fjölmiðlar í eigu stuðn- ingsmanna þinna voru misnotaðir til að blekkja þjóðina í að- draganda kosninga. Eins og þar kemur fram var lýðræðið fót- um troðið með grófri misnotkun fjölmiðla eins og þekkist varla nema í einræðisríkjum, til að draga upp af þér ranga og fegraða mynd á meðan mitt framboð og persóna var dregin niður í ræsið af fjölmiðlum í eigu sömu manna. Ég minni á þá staðreynd að helstu starfsmenn og kosn- ingastjórar þinna forsetaframboða 1996 og 2004 voru jafnframt starfs- menn og/eða tengdust mjög náið ofangreindum stuðningsmönnum þínum og fjölmiðlum þeirra. Að lokum vil ég minna aftur á er- indi mín send til þín sjálfs í aðdrag- anda forsetakosninganna 2004 að þú hafir misnotað forsetaembættið við synjun fjölmiðlalaga. Þar gekkst þú erinda útrásarvíkinga sem höfðu tangarhald á flestum fjölmiðlum landins og voru á þessum tíma not- aðir óspart í þína þágu til að tryggja þér „rússneskar“ kosningar á Ís- landi. Ég skora á þig að segja af þér án tafar og þvælast ekki lengur fyrir því endurreisnarstarfi sem þarf nú að eiga sér stað hjá íslensku þjóð- inni. Virðingarfyllst. Móðgandi orð forseta Íslands í viðtali á Skjá einum Eftir Ástþór Magnússon Wium Ástþór Magnússon »Ég ætla að biðja þig að láta af því að ákveða orð eða athafnir fyrir mína hönd eða annarra hugsanlegra frambjóðenda til emb- ættis forseta Íslands. Höfundur var í framboði til forseta Íslands 1996 og 2004. HVERSLAGS fólk eruð þið? Teljið þið ykkur hæf til að stjórna land- inu? Ég segi: Nei, og það á við um ykkur öll. Í hvaða landi hafið þið búið? Augljóslega ekki sama Íslandi og ég. Hvar er heiðarleiki ykkar gagnvart sjálfum ykkur? Það er skelfilegt að hlusta á ykkur. Það Ís- land sem ég hef búið á hefur verið arðrænt árum saman, – land og þjóð. Við skulum sjá ástæðuna: SÍS- drengir, ættarveldin, einkavinavæð- ingin og klíkuskapur. Velferðarkerfi handa sumum, en öðrum ekki. Auð- trúa stjórnmálamenn, engu er tekið með efasemdum. Þið sváfuð öll á meðan allt hrundi. Hvar voru vits- munirnir ykkar? Margt fólk úti í samfélaginu sá að þetta mundi aldr- ei ganga, og sjálf spurði ég tvo stjórnmálamenn árið 2005-2006 hvort þeir ætluðu ekki að fara að stjórna landinu. Svarið var: Við er- um að því, kona. Ég svaraði, já fyrir auðmenn, en ekki fyrir þjóðina. Hvernig má það vera að í dag lát- ið þið eins og þið hafið ekkert vitað? Málið er auðskýrt. Ekkert ykkar sem hafið stjórnað og stjórnið, hef- ur talað og sagt: Hvað get ég gert fyrir land mitt og þjóð, nei það var og er: Hvað get ég haft út úr landi mínu og þjóð? Þið skulið öll hætta að sýna þjóðinni þennan hroka og dramb, við erum ágætlega gefin þarna úti, og biðjum bara um auð- mýkt og sannleika. Græðgin var ekki bara hjá útrásarvíkingunum, þið öll tókuð þátt. Land skal með lögum byggja en ólögum eyða. Nú er nauðsyn. Guð varðveiti land og þjóð. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, verslunarmaður, Sauðárkróki. Til stjórnmálamanna Frá Stefaníu Jónasdóttur. BRÉF TIL BLAÐSINS Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 14.maí gefur Morgunblaðið út sérblað Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið höfðar til allrar fjölskyldunnar, þannig að allir ættu að finna sér stað eða skemmtun við hæfi. MEÐAL EFNIS: Fjölskylduvænar uppákomur um land allt. Hátíðir í öllum landshlutum Gistimöguleikar. Ferðaþjónusta. Útivist og náttúra. Uppákomur. Skemmtun fyrir börnin. Sýningar. Gönguleiðir. Tjaldsvæði. Skemmtilegir atburðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. maí. Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.