Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Á NÆSTU árum er gert ráð fyrir að svonefndir vísindagarðar verði reist- ir á lóð Háskóla Íslands. Hugmyndin hefur raunar verið í farvatninu allt frá árinu 2001, en ný- lega var auglýst breytt deiliskipulag sem gert var m.a. svo unnt sé að framkvæma verkið í smáum skrefum í ljósi árferðisins. Hugmyndin að baki vísindagörð- unum er sú að þar blómstri í sambúð bæði háskólastarfsemi, rannsóknar- stofnanir og hátæknifyrirtæki. Fleiri rannsóknir stundaðar „Þetta helgast meðal annars af því að framhaldsnemendum fjölgar mjög í háskólanum, bæði meistara- og doktorsnemum, og því fylgir ann- ars konar starfsemi,“ segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri vís- indagarða. „Rannsóknarvirkni mun því aukast á næstu árum sem kallar á nýja aðstöðu og þá skapast tæki- færi til að byggja vísindagarða.“ Hið nýja skipulag gerir auk þess ráð fyrir að á hluta lóðarinnar verði reist íbúðarhúsnæði fyrir Félags- stofnun stúdenta. Að sögn Eiríks má búast við að stúdentagarðarnir verði sú framkvæmd sem fyrst verður ráð- ist í, um leið og byggingarleyfi fæst. „Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að byggja húsnæði undir vísindagarða á næstunni, það þarf að rofa til á fasteignamarkaði til að það sé raunhæft – en það kemur að því.“ Byggt í smáum skrefum M.a. til að bregðast við þessari stöðu, en einnig vegna breyttrar hugmyndafræði að baki byggðinni, er í nýja skipulaginu gert ráð fyrir að byggingar verði smærri en áður var áætlað og þær dreifðari um svæðið. Þannig er gert ráð fyrir að hæsta byggingin verði um sjö hæðir, í stað tíu hæða áður. „Við gerum ráð fyrir að svona byggð rísi á nokkuð löngum tíma. Það er hægt að áfangaskipta þessu og byggja í smærri áföngum svo þetta verði viðráðanlegra,“ segir Eiríkur. Vísindagarðar sem þessir þekkj- ast víða erlendis og hafa gefið góða raun, auk þess sem vísindagarðar í smærri mynd eru nú bæði við há- skólana á Akureyri og á Hólum. Samnýting á mörgum sviðum Eiríkur segir verkefnið afar spennandi og mikill áhugi sé bæði hjá HÍ og Reykjavíkurborg á að koma því í framkvæmd. „Fyrir hátæknifyrirtæki er mjög mikilvægt að vera nálægt öflugum háskóla því það er svo margt sem hægt er að samnýta. Ekki bara hús- næði heldur líka tækjakost og mann- auð, þannig að fólk sem starfar hjá slíkum fyrirtækjum kennir jafn- framt við skóla og framhaldsnem- endur framfleyta sér með vinnu tengdri þeirra rannsóknum.“ Ný byggð við HÍ  Breytt skipulag fyrir lóð þar sem reisa á vísindagarða og stúdentaíbúðir  Háskólinn og hátæknifyrirtæki í sambúð BYGGINGARLANDIÐ þar sem Vísindagarðarnir munu rísa er tæpir 70 hektarar og liggur frá Norræna húsinu að Eggertsgötu og frá húsi Íslenskr- ar erfðagreiningar að Sæmundargötu. Áætlað byggingarmagn er allt að 70 þúsund m² fyrir Vísindagarðana og 13 þúsund m² stúdentagarðar. Um 3000 manns munu starfa í Vísindagörðunum þegar þeir eru full- byggðir og á stúdentagörðum verða byggðar 300-340 íbúðir. Meginhugmynd skipulagsins er að skapa „borgarbrag“ með húsum, götum og torgum, hægri umferð og kaffihúsum. Stefnt er að því að byggðin öll verði vottuð sem vist- væn heild samkvæmt alþjóðlegum staðli (BREEAM). Verkefnið verður notað sem kennslu- og rannsóknarverkefni við HÍ. Vistvæn byggð með borgarbrag Tillagan Horft til norðurs yfir lóðina. Á myndinni má sjá hvar nýja byggðin afmarkast af Sturlugötu, þar sem Nor- ræna húsið og Askja standa, húsi Íslenskrar erfðagreiningar og stúdentagörðum við Eggertsgötu og Oddagötu. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÁHRIFIN gætu verið af stærðar- gráðunni 10-20 milljarðar, hið minnsta. Það skiptir máli fyrir alla kröfuhafa á bankana, lífeyrissjóði eins og aðra, að verðmæti banka- skuldabréfa verði meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Landssamtaka lífeyr- issjóða, um áhrifin af hækkandi gengi skuldabréfa í gömlu bönkun- um á stöðu lífeyrissjóða. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur gengi skulda- bréfa í Glitni margfaldast frá banka- hruninu, hækkun sem skipt gæti lífeyrissjóðina verulegu máli að loknu uppgjöri þrotabúa bankanna, þegar bréfin breytast í eign í bank- anum sem rís á grunni hins gamla. „Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir lífeyrissjóðina ef gömlu bankarnir eru að koma betur út hvað varðar virði gömlu skuldabréfanna. Það sem ekki nýtist við skuldajöfnun mun skila sjóðunum auknum verð- mætum,“ segir Arnar og víkur því næst að gjaldmiðlavarnarsamning- um sjóðanna og föllnu bankanna. Horft til stóru hluthafanna Fjallað er um samningana í Rann- sóknarskýrslu Alþingis vegna hrunsins og metur Arnar niðurstöð- ur hennar svo að þær styrki málstað lífeyrissjóðanna gagnvart bönkun- um, einkum þá skoðun að bankarnir hafi gerst sekir um markaðsbrest með því að hafa stuðlað að lækkun á gengi krónunnar. Þar sé m.a. horft til þáttar stóru hluthafanna. Um miklar fjárhæðir sé að tefla. „Ef gjaldmiðlavarnarsamningarn- ir væru innheimtanlegir frá þeim tíma sem bankahrunið var hefur það verið metið svo að tapstaða lífeyris- sjóðanna á þeim tíma, fyrir einu og hálfu ári, væri 70 milljarðar í heild- ina tekið hjá öllum þremur bönkun- um [...] Stóra búbótin fyrir sjóðina yrði auðvitað fólgin í því að ef þessar kröfur skilanefnda bankanna yrðu dæmdar ógildar í ljósi markaðs- brests og annarra þátta. Það yrðu auðvitað stóru tíðindin.“ Inntur eftir upphæðunum sem hér um ræði áætlar Arnar að við skulda- jöfnun sjóðanna á móti bönkunum myndu um 40 milljarðar af 80 millj- arða skuldabréfakröfu nýtast upp í 70 milljarða neikvæða stöðu vegna gjaldmiðlaskiptasamninga. „Það skiptir því miklu máli fyrir sjóðina að verðmæti bankaskulda- bréfanna hækki umtalsvert á næstu misserum. Það skal tekið fram að sjóðirnir hafa við ársuppgjör 2008 og 2009 gert ráð fyrir að samningarnir verði gerðir upp með skuldajöfnun og greiðslu miðað við vísitöluna sem var í gildi við fall bankanna.“ Myndi þýða tugi milljarða Samanlagt myndi ógilding krafna á hendur lífeyrissjóðunum vegna gjaldmiðilsvarnarsamninga og hækkunin á gengi skuldabréfanna því bæta afkomu sjóðanna um nokkra tugi milljarða króna. Eins og fram kemur á kortinu hér fyrir ofan var áætluð raunávöxtun lífeyrissjóðanna jákvæð um um það bil 0,4% í fyrra. Til samanburðar bendir Arnar á að áætlað sé að vax- andi langlífi lífeyrisþega hafi kallað á sem svarar 1% af heildareign sjóð- anna við tryggingarlegt uppgjör þeirra fyrir árið 2009. Þá sé miðað við að langtímaraun- ávöxtun sjóðanna þurfi að vera um 3,5% á ári til að halda í við þróunina, en þessar tölur varpa ljósi á að hversu þung högg bankahrunið reyndist íslensku lífeyrissjóðunum. Gæti þýtt tugi milljarða fyrir lífeyrissjóðina  Hækkun skuldabréfa styrkir sjóðina Eignir og ávöxtun Heildareignir lífeyrissjóðanna eru nú um 1.800 milljarðar sem er nær sama fjárhæð og fyrir bankahrunið í október 2008. Ábati af hækkun á gengi banka- skuldabréfa gæti numið allt 10 milljörðum króna í heild. Ógilding krafna bankanna á hendur sjóðunum vegna gjaldmiðilsvarnar- samninga gæti skilað öðrum að 10-15 milljörðum. Raunávöxtun lífeyrissjóðanna (meðaltal) 2008 2009 -21,8% +0,4% Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FISKISTOFU höfðu um miðjan dag í gær borist rúmlega 140 umsóknir um leyfi til veiða á skötusel sam- kvæmt umdeildu lagaákvæði sem samþykkt var á þingi í vetur. Þessar heimildir eru utan aflamarks. Í reglugerð um veiðarnar kemur fram að 500 tonnum af skötusel verður úthlutað sérstaklega á þessu fiskveiðiári gegn greiðslu 120 króna á hvert kíló. Fyrir kíló af skötusel hafa fengist um og yfir 600 krónur á fiskmörkuðum í vetur. Miðað við þann fjölda umsókna sem lá fyrir í gær gætu um 3,5 tonn komið í hlut hvers umsækjenda. Í reglugerð kemur fram að ef um- sóknir um aflaheimildir eru umfram þær heimildir sem til ráðstöfunar eru, skal Fiskistofa skipta því sem til ráðstöfunar er jafnt á milli umsækj- enda, enda hafi umsækjandi ekki sótt um minna magn en því nemur. Flestir frá Snæfellsnesi og Vestfjörðum Umsóknarfrestur um þessar veiðiheimildir rann út á miðnætti í nótt og getur fjöldi umsækjenda því átt eftir að breytast. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu eru flestar þessar umsóknir fyrir báta með heimahöfn á Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi, en einnig á Suðvesturlandi og á Suðurlandi. Fiskistofa annast úthlutun afla- heimildanna eigi síðar en 3. maí. Framsal aflaheimilda sem úthlutað er á þennan hátt er óheimilt. Margir vilja veiða skötu- sel gegn sérstöku gjaldi 3,5 tonn gætu komið í hlut hvers Sígild ævintýri ásamt geisladiski í hverjum mánuði. Fyrsta bókin á aðeins kr! A R G H !0 41 0 Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.