Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
BÓKANIR hjá Icelandair eru aðeins
um fjórðungur af því sem þær eru við
eðlilegar aðstæður á þessum árs-
tíma. Mjög hefur líka hægt á bókun-
um hjá Iceland Express og segir for-
stjóri félagsins sterklega koma til
greina að endurskoða sumaráætlun
og fækka ferðum.
Íslensku flugfélögin hafa orðið fyr-
ir mörg hundruð milljóna tapi frá því
gosið í Eyjafjallajökli hófst. Tapið er
til komið vegna röskunar á flugi. Það
sem stjórnendur félaganna hafa
mestar áhyggjur af núna er hvernig
verður með bókanir næstu vikurnar.
Ef að þær aukast ekki á ný á næstu
vikum verður tjón ferðaþjónust-
unnar gríðarlegt.
„Við höfum fengið mikið af afbók-
unum, sérstaklega í apríl og maí.
Fólk reiknar ekki með að komast
leiðar sinnar vegna lokunar flugvalla.
Það heftur verið aðeins um afbókanir
vegna sumarsins. Bókunarinnflæðið
núna er svona fjórðungur af því sem
það var fyrir eldgos og fjórðungur af
því sem á að vera á þessum tíma,“
segir Birkir Hólm Guðnason, fram-
kvæmdastjóri Icelandair.
Kynningarátak eftir gos
Ferðamenn eru að taka ákvörðun
um ferðalög á sumrin á tímabilinu frá
lokum febrúar og fram í byrjun júní.
Apríl er að jafnaði mjög stór bók-
unarmánuður. Eldgosið hófst því á
versta tíma fyrir flugfélögin.
Birkir segist alls ekki vera tilbúinn
til að stíga það skref að endurskoða
flugáætlun fyrir sumarið með tilliti
til minni eftirspurnar eftir flug-
sætum. Hann segist vonast til að það
versta sé afstaðið. Öskugos sé að
minnka. „Við viljum ef það er mögu-
leiki fylla inn í þá áætlun sem við
settum upp. Við vonumst eftir að
geta farið að byggja upp að nýju í
staðinn fyrir að vera í björgunar-
aðgerðum.“
Fyrirtæki í ferðaþjónustu og yfir-
völd ferðamála á Íslandi eru núna að
skoða hvernig sé best að byggja upp
ímynd ferðaþjónustunnar eftir gos-
ið.
Birkir viðurkennir að ef gosið vari
lengi enn með tilheyrandi truflunum
á flugi verið þetta ekki gott ferða-
mannasumar.
Sumstaðar í Evrópu hefur verið
umræða um að stjórnvöld komi flug-
félögunum til hjálpar með svipuðum
hætti og þau komu bankakerfinu til
hjálpar á árinu 2008 og 2009. Slík
umræða hefur ekki farið fram innan
íslensku flugfélaganna, en félögin
vonast til að stjórnvöld styðji við
markaðsátak fyrirtækja í ferðaþjón-
ustunni sem verið er að undirbúa.
Icelandair stefnir að því að flytja
tengiflug milli Evrópu og Ameríku
frá Glasgow til Keflavíkurflugvallar
síðar í vikunni. Birkir segir að það
verði þó ekki gert nema að sýnt sé
að völlurinn verði opinn í a.m.k. þrjá
næstu daga.
Áætlun sumarsins
hugsanlega endurskoðuð
„Tjón félagsins er umtalsvert, en
aðaltjónið er, að í stað þess að sjá
fram á besta ferðamannasumar í
sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi
horfum við fram á mun minni um-
svif,“ segir Matthías Imsland, fram-
kvæmdastjóri Iceland Express.
Matthías segir að íslensku flug-
félögin þurfi að fara í markaðs-
herferð fyrir sumarið og koma þeim
skilaboðum til umheimsins að það sé
skemmtilegt að vera á Íslandi og
fólk þurfi ekki að óttast neitt. Þetta
þurfi að gera með fræðslu og réttum
upplýsingum. Reyna þurfi að snúa
þessu áfalli sem gosið er upp í tæki-
færi.
„Það hefur hægt mjög mikið á
bókunum erlendis frá sem er
áhyggjuefni.“
Matthías segir að stjórnendur
Iceland Express hafi ekki velt fyrir
sér að óska eftir ríkisaðstoð, en fé-
lagið vonist til að stjórnvöld komi
ferðaþjónustunni til aðstoðar með
því að markaðssetja Ísland.
„Það kemur sterklega til greina
að minnka þá áætlun sem við vorum
með fyrir sumarið,“ segir Matthías.
Þetta verði skoðað á næstu dögum.
Hann segist ekki geta svarað því
hvort breytt staða muni hafa áhrif á
ráðningar í sumar.
75% samdráttur í bókunum
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akyreyri Mestöll flugumferð vegna millilandaflugs hefur farið um Akureyrarflugvöll síðustu daga. Þar voru því
miklar annir um helgina. Myndin var tekin þegar síðustu farþegarnir biðu eftir að geta farið út í vél.
Eftir að eldgosið braust út í Eyjafjallajökli hefur hægst verulega á bókunum erlendis frá Stjórn-
endur flugfélaganna telja að bregðast verði við þessu með því að upplýsa ferðamenn um stöðu mála
Í HNOTSKURN
»Talsvert er um tröllasögurí erlendum fjölmiðlum um
áhrif gossins á líf fólks á Ís-
landi.
» Í Syd Svenska í Svíþjóðbirtust um helgina myndir
af fólki að sinna skepnum við
erfiðar aðstæður, fólki að
moka ösku af þökum og fólki
með grímur fyrir andlitum.
Skilja mátti að myndirnar
endurspegluðu almennt stöðu
Íslendinga í gosinu.
»Ferðamálastjóri hefursent blaðinu athugasemd
þar sem framsetning blaðsins
er gagnrýnd. Sérstaklega er
gagnrýnt að reynt sé í mynda-
textum að gera grín að fólki
sem orðið hafi fyrir áföllum.
Stjórnendur flugfélaganna segja
brýnt að fara í átak og kynna Ís-
land erlendis. Þeir segja að hægt
hafi mikið á bókunum og takist
ekki að auka þær á ný verði
ferðasumarið ekki gott.
Flug hófst frá Keflavíkurflugvelli í
gær en völlurinn var lokaður um
helgina vegna ösku sem barst frá
Eyjafjallajökli. Enn berst samt
gjóska til vesturs en þó minna en
áður. Loftrými sem kallað er svæði
1 og er skilgreint sem „fluglaust
svæði“ hefur minnkað. Flug-
málastjórn Íslands hefur gefið
samþykki fyrir að Flugstoðir víki
frá viðbúnaðaráætlun sem gildir á
N-Atlantshafssvæði Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar, og varðar
flug í innanlandssvæði Íslands
meðan á eldgosi stendur. Þetta er
samskonar heimild og flugmála-
yfirvöld í Evrópu hafa gefið.
Keflavíkurflugvöllur er innan
svokallaðs rauðs svæðis. Það þýðir
að flugfélögin þurfa sérstakt leyfi
til að fara inn á þetta svæði. Flug-
félögin þurfa líka að útvega sér
leyfi frá framleiðanda flugvélanna
til að fljúga inn á svæðið. Það felur
m.a. í sér að flugvélarnar þurfa að
fara í gegnum meiri skoðanir en
við venjulegar aðstæður. Hreyflar
vélanna eru skoðaðir eftir hverja
lendingu.
„Ef þessi leið hefði ekki verið
farin þá væri Keflavíkurflugvöllur
enn lokaður,“ sagði Hjördís Guð-
mundsdóttir, upplýsingafulltrúi
Flugstoða.
Þurfa sérstakt leyfi til flugs frá Keflavík
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði 12. apríl
síðastliðinn að eignarhaldsfélagið Nordic Sea skyldi
tekið til gjaldþrotaskipta. Frestur til að lýsa kröfum í
búið er tveir mánuðir og að sama tíma liðnum verður
ljóst hvaða eignir og skuldir voru í búinu.
Nordic Sea var eignarhaldsfélag um starfsemi á Ís-
landi sem tengdist rekstri sérvöru- matvælabúða. Fé-
lagið keypti til að mynda upp fiskbúðir og hóf starf-
semi fiskverslunarkeðjunnar Fiskisögu árið 2006.
Þegar best lét töldu búðirnar á annan tug. Einnig
keypti félagið Gallerí kjöt, Ostabúðina á Bitruhálsi í
Reykjavík og Mjólkurbúðina á Selfossi.
Heldur fór að halla undan fæti hjá Fiskisögu á
árinu 2009 og endaði það með því að búðunum var
lokað.
Fjárfestingafélagið Nordic Partners átti Nordic
Sea en það var með starfsemi á Íslandi, í Lettlandi,
Litháen, Tékklandi, Póllandi og Danmörku.
Landsbanki Íslands hf. (LBI) leysti til sín allar
eignir Nordic Partners í síðasta mánuði. Meðal
þekktustu eigna félagsins er Hotel D’Angleterre í
Kaupmannahöfn, en auk þess á félagið meðal annars
tvö önnur hótel þar í borg og fimm Dornier-þotur.
Nordic Sea gjaldþrota
Félag í eigu fjárfestingafélagsins Nordic Partners sem
stofnað var í kringum rekstur Fiskisögu og Gallerí kjöts
Morgunblaðið/Eggert
Fiskisaga Boðið var upp á hágæða fiskvöru og persónu-
lega þjónustu, á aðeins hærra verði en í öðrum búðum.