Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 16
LÍÚ leggst harðlega gegn
strandveiðifrumvarpinu. Eftir-
farandi má finna í umsögn út-
vegsmanna: „Aflaheimildir
verða teknar af atvinnuútgerð-
um og sjómönnum og fyrirséð
er að þau skip sem verða fyrir
barðinu á þessum aðgerðum
verða verkefnislaus lengur en
ella fyrir vikið og sjómennirnir
atvinnulausir … Í strandveið-
unum koma fram flestir ókost-
ir sóknarmarks þar sem keppst
er við að veiða sem mest
magn á sem skemmstum tíma
sem kemur niður á gæðum
aflans …
Í tengslum við strandveiðar
hafa orðið til margir innihalds-
lausir frasar og orðskrípi. Með-
al þess er svokölluð „nýliðun“
og „nýliðar“. Við beinum því til
nefndarinnar að hún hugleiði
hvað sé eftirsóknarvert við að
aðrir aðilar en þeir sem nú
stunda fiskveiðar geri það.
Hvað er eftirsóknarvert við það
að bankaútibússtjóri, starfs-
maður vátryggingafélags eða
fasteignasali, með fullri virð-
ingu fyrir þeim öllum, stundi
frekar fiskveiðar en þeir sem
hafa þær að aðalatvinnu? …“
Ókostir sóknarmarks
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
T
æplega 600 leyfi voru gef-
in út til strandveiða í
fyrrasumar, en þá voru
veiðarnar stundaðar
samkvæmt lögum sem
giltu til eins árs. Fyrir Alþingi liggur
frumvarp um þessar veiðar og sam-
kvæmt því mega veiðarnar byrja
næsta mánudag. Því er ljóst að
skammur tími er til stefnu.
Búist var við að annarri umræðu
lyki í gær og hefur verið boðað til
funda í sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd þingsins í dag og á morg-
un. Atli Gíslason, formaður nefndar-
innar, segir að um stórt atvinnumál sé
að ræða, sex þúsund tonna viðbótar-
kvóti skipti t.d. vinnsluna verulegu
máli. Hann segist ekki trúa öðru en að
frumvarpið verði að lögum í vikunni.
Atli segir að óánægja hafi komið
fram með að leyfa strandveiðar á
sunnudögum vegna lokunar í fisk-
vinnsluhúsum og á mörkuðum. Því
muni hann leggja til að veiðarnar
verði aðeins heimilar fjóra daga vik-
unnar, það er frá mánudegi til
fimmtudags.
Framkvæmdin liggi fyrir
Einar K. Guðfinnsson, sem einnig
situr í sjávarútvegsnefnd, telur að vel
sé hægt að afgreiða frumvarpið frá
Alþingi í vikunni. Hann segir að það
verði þó ekki gert í friði nema tekið
verði tillit til sjónarmiða fulltrúa
stjórnarandstöðunnar í nefndinni um
hvernig staðið verður að framkvæmd-
inni og útfærslan liggi fyrir áður en
málið verður afgreitt.
„Við höfum óskað eftir að málið fari
inn í nefndina á milli 2. og 3. um-
ræðu,“ segir Einar. „Frumvarpið er
mjög opið og felur í sér heimildir til
ráðherra til að stjórna með reglugerð-
um. Þannig verður það á hendi ráð-
herrans að ákveða svæðaskiptingu,
sem veitir honum mikið vald, en í
fyrra mistókst svæðaskiptingin alger-
lega. Við viljum fá að vita hvernig
framkvæmdin á að vera áður en al-
þingi afgreiðir málið,“ segir Einar.
Í fyrra var heimilt að veiða 3.995
tonn af þorski, óslægðum. Alls veidd-
ust 3.452 t af þorski og 650 t af öðrum
tegundum, mest ufsa. Nú verður
heimilt að veiða sex þúsund tonn af
botnfiski. Alls veiddu íslensk skip um
177 þús. tonn af þorski í lögsögunni
fyrra, þar af voru 166 þúsund reiknuð
til kvóta.
Mál að linni
Allmargar umsagnir hafa borist
sjávarútvegsnefnd um frumvarpið. Í
umsögn FFSÍ segir m.a.: „Nú er mál
að linni þessari aðför að þeim sem sjó-
inn sækja árið um kring við erfiðar
aðstæður til þess að tryggja stöðugt
aðstreymi góðs hráefnis til vinnsl-
unnar...“ Í umsögn SÍ segir m.a.:
„Stjórn Sjómannasambands Íslands
þykir það undarleg ráðstöfun að taka
veiðiheimildir og þar með atvinnu af
þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af
fiskveiðum til þess að útvalinn flokkur
smábáta og sportveiðimenn fái að
veiða meira...“
Smábátaeigendur fagna frumvarp-
inu. „LS telur strandveiðar á sl. sumri
hafa gengið afar vel og haft jákvæð
áhrif á hinar dreifðu byggðir. Með
strandveiðum er verið að auka veiði-
heimildir umhverfisvænna veiðarfæra
og auka atvinnu til lands og sjávar yf-
ir sumarið.“
Strandveiðar eftir viku
en lögin ekki afgreidd
Morgunblaðið/Heiddi
Landað á Arnarstapa Rafn Guðlaugsson var einn þeirra sem reri frá Snæ-
fellsnesi í strandveiðunum síðasta sumar. Aflabrögð voru yfirleitt góð.
Miðað er við að strandveiðar geti
hafist í næstu viku. Enn er ekki
búið að samþykkja lög um veið-
arnar. Engin leyfi hafa því verið
gefin út. Veiðar verða líklega að-
eins heimilar fjóra daga í viku.
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnmála-foringjumog spuna-
meisturum þeirra,
bæði launuðum og
sjálfboðaliðum,
brá illa þegar þeir áttuðu sig
á að rannsóknarnefnd Alþing-
is myndi ekki skaffa þeim þá
sökudólga sem þeir vildu.
Þeir höfðu af þessu pata
nokkru áður en skýrslan var
formlega birt. Þá var ákveðið
að seilast lengra. Ástæðuna
fyrir hruni bankanna varð að
rekja aftur til einkavæðingar
þeirra. Forsætisráðherra til-
kynnti fáum dögum fyrir birt-
ingu skýrslunnar góðu að yrði
þar ekki nægjanlega fjallað
um einkavæðingu myndi hún
láta hefja sérstaka rannsókn
á henni. Undarlegt var að
bíða ekki útkomu skýrslunnar
með slíkar hótanir. Morgun-
blaðið hefur reyndar í rit-
stjórnargreinum mælt ein-
dregið með því að slík athug-
un verði gerð sem fyrst og
sem best standi hugur manna
til þess. Breytir engu um þá
afstöðu blaðsins að mál þetta
hafi þegar verið rannsakað af
Ríkisendurskoðun og skrif-
legar skýrslur liggi fyrir. En
kenningar forystumanna
stjórnarflokkanna og spuna-
meistara þeirra rak fljótt upp
á sker. Fyrsti bankinn sem
hrundi var Glitnir. Fall hans
markaði upphafið að endalok-
um annarra. Ekki bara banka
heldur og sparisjóða, sem
falla ekki að einkavæðingar-
kenningunni. Glitnir var
banki sem mátti rekja til sam-
einingar Verslunarbanka,
Iðnaðarbanka og Alþýðu-
banka við ríkis-
bankann Útvegs-
banka. Sá sem
stóð fyrir þessari
einkavæðingu Út-
vegsbankans og
sameiningu við fyrrnefnda
banka var Jón Sigurðsson,
ráðherra Alþýðuflokksins,
sem naut styrks og fylgilags
samráðherra síns Jóhönnu
Sigurðardóttur. Og áður en
þessu ferli var að fullu lokið
var Steingrímur Sigfússon
kominn í ríkisstjórn með
tveimur framantöldum og
gerði ekki svo vitað sé neina
athugasemd við ferilinn. Jón
Sigurðsson kom þessum
bönkum í hnapphelduna og
Jóhanna og Steingrímur voru
svaramennirnir. Þetta var
bankinn sem fyrstur féll og
hann laut þá alræðisforræði
sérstaks skjólstæðings Sam-
fylkingarinnar, langstærsta
skuldasafnara Íslandssög-
unnar. Og „lán“ hans er ekki
uppurið. Því svo heppilega
vill til að þegar hann þarf að
gera samninga nú við ríkis-
bankann Landsbanka Ís-
lands, sem ekki þola dagsins
ljós, þá eru sömu gömlu
hjálparhellurnar með valda-
taumana í höndunum. Það
dettur engum manni í hug að
Landsbanki Íslands myndi
hafa gert slíka samninga
nema með stjórnmálalegum
atbeina, því ekki vottar fyrir
viðskiptalegum sjónarmiðum
við þá samningagerð og sið-
ferðisreglur eru í órafjar-
lægð. Og um siðferði eða
sjálfstæði Arion banka þarf
ekki að ræða í námunda við
viðkvæma.
Margt skondið sker í
augu þegar einka-
væðing er skoðuð}
Athyglisvert ef að er gáð
Ríkisfjármál ogskattar voru
til umræðu í óund-
irbúnum fyrir-
spurnartíma á Al-
þingi í gær. Þar
viðurkenndi fjármálaráðherra
að talsvert vantaði upp á að
jöfnuði yrði náð í ríkisfjár-
málum þessa árs, eða um eitt
hundrað milljarða króna. Sem
kunnugt er horfir ríkis-
stjórnin enn til þess að beita
frekari skattahækkunum til
að ná niður hallanum. Til
áréttingar þeirri stefnu sinni,
sem fjármálaráðherra kynnti
á sínum tíma með orðunum
“you ain’t seen nothing yet“,
hefur verið sett á laggirnar
sérstök nefnd til að gera til-
lögur í þessu efni.
Ríkisstjórnin hefur ekki
horfið frá þessum áformum
þrátt fyrir þá stað-
reynd, sem fjár-
málaráðherra
nefndi á Alþingi í
gær, að tekjuöfl-
unin hefði ekki
verið í samræmi við vænt-
ingar.
Engum þarf að koma á
óvart þó að skatttekjur skili
sér treglega á sumum sviðum
nú um stundir. Þegar skatta-
hækkanir eru helstu viðbrögð
stjórnvalda við kreppunni er
tæpast von á góðu. Atvinnu-
lífið þarf ekki rothögg frá rík-
inu eftir það sem á undan er
gengið. Ætli ríkisvaldið ein-
hvern tímann að leyfa hag-
kerfinu að ná sér eftir áfallið
verður að slaka á klónni og
leyfa fólki að njóta sín. Frek-
ari skattahækkanir eru ekki
leiðin til að rétta ríkissjóð af.
Þrátt fyrir reynsluna
er enn hótað með
skattahækkunum}
Enn á rangri leið
M
aðurinn er ógnarsmár. Ljós-
myndir og myndskeið sem
myndasmiðir, íslenskir sem
erlendir, hafa galdrað fram
af eldsumbrotunum í Eyja-
fjallajökli sýna svo ekki verður um villst
smæð mannskepnunnar gagvart slíkum
hamförum og afleiðingum þeirra. Á skömm-
um tíma hefur tilverugrundvellinum verið
kippt undan fótum bænda og búaliðs á þeim
svæðum þar sem öskufallið hefur verið sem
mest, án þess að nokkur hafi getað rönd við
reist.
Hvernig bregðast menn við slíkum að-
stæðum? Það orð sem helst kemur upp í hug-
ann er æðruleysi. Þeir sem ekki finna áþreif-
anlega fyrir alltumlykjandi öskusallanum
geta varla annað en fyllst aðdáun yfir því hvernig bændur
ganga með rólyndi til þeirra óyfirstíganlegu verka sem
bíða þeirra.
Viðbrögð samfélagsins láta heldur ekki á sér standa.
Hópur vandalausra sjálfboðaliða býður fram aðstoð sína
við ófýsilegt hreinsunarstarf og bændur eru þakklátir.
Það skiptir miklu máli að finna fyrir samhygðinni og sam-
stöðunni, segja þeir.
Þeim efnahagslegu hörmungum, sem dundu yfir þjóð-
ina á haustmánuðum 2008 og standa enn, var einhverra
hluta vegna iðulega líkt við áföll af náttúrunnar völdum.
Talað var um fjármálahamfarir og einhvers konar hag-
rænan brotsjó sem skollið hefði á landi og þjóð. Og í krafti
þessa var fólk hvatt til að sýna viðlíka viðbrögð
og bændur undir Eyjafjöllum hafa nú gert.
Það fer þó lítið fyrir æðruleysinu, samhygð-
inni og samstöðunni, sem virðist ætla að fleyta
ábúendum á Suðurlandi yfir mesta áfallið. Það er
skiljanlegt. Það er vandasamt að sýna æðruleysi
þegar aðrar manneskjur – ekki náttúran – hafa
brotið jafn freklega á manni og hér var gert í að-
draganda hrunsins. Enda höfum við frá barns-
aldri lært að maður eigi ekki að sætta sig við
slíkt heldur láta í sér heyra. Það fer líka lítið fyr-
ir samhygð og samstöðu en þeim mun meira fyr-
ir kraumandi reiði almennings. Gæti verið að
hún ætti upptök sín í því að það virðist enginn
ætla að standa með almenningi? Það felst nefni-
lega í orðanna hljóðan að samstaðan þarf að
virka á báða bóga.
Þegar öllu er á botninn hvolft verður æ ljósara að það
sem dundi yfir okkur haustið 2008 átti ekkert skylt við
náttúruhamfarir. Það voru glæpsamlegar athafnir ein-
staklinga, hvort sem þeir störfuðu í krafti eigin fyrirtækja
eða hins opinbera, sem leiddu okkur í ógöngur.
Ákall um æðruleysi og samstöðu mun ekki leiða íslenskt
samfélag út úr þeim ógöngum, heldur að fólk fari að finna
fyrir einhvers konar réttlæti. Ekki aðeins réttlæti sem
snýr að því að leiða þá sem brutu gegn þjóðinni fyrir dóm,
heldur líka réttlæti í því hvernig byrðunum sem hlutust af
glæpum þeirra verður deilt á þá sem sitja eftir í öskunni af
hagkerfi, sem fuðraði upp fyrir augunum á okkur.
ben@mbl.is
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir
Pistill
Að rísa upp úr öskustónni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon