Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 ✝ Oddný Þorvalds-dóttir var fædd þann 9. janúar 1919. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 17. apríl 2010. Foreldrar hennar voru þau Þorvaldur Jónsson, f. 31.12. 1884, d. 23.9.1989, og Helga Jóhannsdóttir, f. 26.8. 1893, d. 11.6. 1944. Eftirlifandi systir Oddnýjar er Ingibjörg Stefanía, f. 1913 en Jóhann Jón Þorvaldsson bróðir hennar f. 1915 lést 31.ágúst 2007. Oddný giftist Hólmari Magnússyni f. 14.10. 1914, d. 8.7. 1995. Þau eign- uðust tvo syni, Ragnar f. 31.5. 1936 og Sverri f. 6.3. 1942, d. 6.9. 2001. Ragnar er kvæntur Maríu Finns- dóttur og eiga þau þrjá syni, Svavar, Finn og Kára Hólmar. Ekkja Sverris er Mette Fanö. Sverrir átti þrjú börn með Guð- rúnu Helgadóttur, Þor- vald, Helgu og Höllu , og stjúpson, Hörð Hauksson. Barna- barnabörnin eru 13 talsins. Oddný bjó á Sauð- árkróki fram til ársins 1948 er hún flutti að Miklubraut 64 í Reykja- vík en þar bjó hún með eiginmanni sínum og föður þar til þeir voru báðir látnir en árið 2000 flutti hún í Furugerði 1 í Reykjavík. Oddný vann við ýmis störf svo sem síldarverkun og síðar á saumastofum en var þó húsmóðir mestan hluta ævi sinnar. Útför Oddnýjar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. apríl 2010, og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín, Oddný Þor- valdsdóttir, afsannaði alla þá fordóma og sögusagnir sem stundum eru á kreiki um tengdamæður. Þegar leiðir okkar lágu saman í nóvember árið 1984 var það ást við fyrstu sýn. Því- líkar móttökur sem ég hlaut! Fyrstu samskipti okkar voru án orða, enda kunni ég á þeim tíma varla stakt orð í íslensku. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til ég var farin að hlusta af athygli og áhuga á allt það sem Oddný var fús og viljug að segja tengdadótt- urinni dönsku frá og fræða um, hvort sem það var um náttúru Íslands, fugla og steina, bókmenntir, stjórn- mál, hefðbundna íslenska matargerð eða hina margvíslegu fjölskyldumeð- limi, langt aftur í kynslóðir. Við áttum svo ótrúlega margt sam- eiginlegt. Sumar eftir sumar, bæði fyrir og eftir að við Sverrir fluttum hingað til Freerslev í Danmörku, fengum við lánaðan Lada Sport-jeppa Oddnýjar og Hólmars og fórum í tjaldferðir um landið þvert og endi- langt. Þetta voru yndislegar ferðir og þegar heim var komið voru Oddný og Hólmar áfjáð í að heyra alla ferðasög- una í smáatriðum, enda höfðu þau sjálf ferðast svo víða um landið að sumri til, á gömlum Skóda með eld- gamalt tjald. Að heimsækja þau var að setjast að veisluborði. Undanfarin átta ár, eftir að Sverrir lést, var sam- band okkar ekkert síður náið, þótt við sæjumst ekki nema í mesta lagi einu sinni eða tvisvar á ári, því símtölin urðu mörg og löng. Ég vil þakka Odd- nýju fyrir innilega og djúpa vináttu og allt það sem við áttum saman. Hún átti stóran þátt í að gera nýrri tengda- dóttur það furðu auðvelt að verða heilmikill Íslendingur! Í nýkviknuðu vorinu hér í Rytter- skolen í Freerslev eru nú sprottin fal- leg, græn lauf á jarðarberjaplöntu- rnar sem við fengum hjá Oddnýju í Skammadal og á sunnudaginn var gengum við saman, ég og gamli ís- lenski fjárhundurinn hún Vigga, nið- ur að ströndinni við Vemmetofte, þar sem Oddný fann svo fallega steina – þar fann ég einmitt stein sem minnti mig á hrafntinnuselinn hennar og hafði hann auðvitað með mér heim. Mette Fanø. Um daginn sat ég ásamt systkinum og frændfólki og skoðaði sæg ljós- mynda úr fórum Oddnýjar ömmu minnar. Sumar voru næstum frá þar- síðustu öld en aðrar nokkurra ára gamlar; fæstar þeirra í albúmi í skipu- legri röð – þær höfðu verið lagðar í stöflum í gamlar konfektöskjur og trékirnur og smeygt inn í skápa. Ein- hverjar þessara mynda hafði ég séð áður, aðrar voru af fólki sem ég þekki aðeins af afspurn eða atburðum sem ég hafði heyrt lýst en aldrei séð myndir af. Sumar sýndu fólk sem ég vissi ekki að hefði verið til og gat að- eins getið mér til um það hvaða hlut- verk það hefði leikið í lífi ömmu. Amma mín var spör á myndirnar úr lífi sínu og mig grunaði aldrei að svona margar þeirra væru til á papp- ír. Ein myndanna er af hálfstálpaðri stúlku í hvítum kjól með stóra, hvíta slaufu í þykku hári sem féll slegið nið- ur að mitti og myndin er auðvitað svarthvít, en ég veit að hárið var kop- arrautt og vakti umtal og augnagotur í sveitinni, enn frekar fyrir það að til- heyra barni með skarpa greind og ár- vökul augu sem lærði að lesa á hvolfi þar sem hún sat hinum megin við borðið á meðan Nonni bróðir fékk til- sögn. Hún þoldi ekki biðina þar til kæmi að henni og seinna þurfti að beita hana fortölum til að læra að lesa á bókina rétta. Á öðrum myndum sjást foreldrar hennar á Íbishóli, langamma mín sem lést langt fyrir aldur fram og langafi, sem deildi heimili með afa og ömmu þar til hann lést á 105. aldursári og var stór hluti af bernskuheimi okkar krakkanna. Nokkrar myndir eru af ömmu á Króknum með Ragga frænda og seinna pabba – tveggja barna móður innan við tvítugt og síldin farin suður, svo þá var víst best að fara líka. Á bernskuárunum voru Holli afi og Oddný amma ekki manneskjur með fortíð eða framtíð í augum okkar barnanna; þau voru bara afi og amma sem við vorum svo heppin að eiga í næsta húsi við okkur, þau voru óþreytandi leikfélagar, leiðbeinendur og athvarf í nútíð barnshugans. Þegar við komumst á unglingsár og fullorðnuðumst kom það þægilega á óvart að skynja víðsýni þeirra og skilning á ótal ranghölum þroskaferl- is okkar og margbreytileika lífsins, að þau voru víðlesin og vel að sér þrátt fyrir litla skólagöngu og langa erfiðis- vinnuævi. Þéttskipaðar bókahill- urnar á Miklubrautinni voru stolt þeirra og gleði, til jafns við ræktunar- reitinn og óðalið í Skammadalnum, og af þeim afa og ömmu drógum við tvíþættan lærdóm: að það er jafn mikilvægt að rækta hugann og að yrkja jörðina og að uppskeran úr báð- um reitunum er dýrmæt og ríkuleg. Holli afi dó áður en mér tækist að kynnast honum eins og fullorðin manneskja kynnist annarri, en sam- verustundirnar með ömmu minni síð- ustu árin hennar styrktu og efldu samband mitt við hana og léðu því sem hún hafði áður kennt mér og gefið annað og breiðara samhengi. Fyrir það er ég þakklát, nú þegar kemur að kveðjustund. Myndirnar úr konfektöskjunum eru þó enn án titils, margar hverjar, og verða líklega alla tíð. Halla Sverrisdóttir. Mig langar að minnast Oddnýjar ömmu minnar sem við kveðjum í dag. Með andláti hennar lýkur kafla í lífi okkar fjölskyldunnar sem var samof- in æsku minni og lífi alla tíð. Amma og afi á Miklubraut 64 og langafi sem einnig bjó þar alla sína ævi – þessi þrenning átti ríkan þátt í mínum skemmtilegu bernskuárum í Hlíðun- um. Hólmar afi lést árið 1995 og eftir andlát hans átti amma nokkur góð ár þar sem hún bjó áfram á Miklubraut- inni og tók meðal annars virkan þátt í starfi Snúðs og Snældu, leikfélags eldri borgara. Þegar heilsubrestur fór að ágerast flutti hún í Furugerði 1 þar sem hún átti heimili eftir það. Þegar við vorum lítil var það amma sem annaðist okkur en á síðari árum þegar heilsan brast hjá Oddnýju ömmu kom það í hlut okkar að annast hana, og þar sem pabbi var búsettur erlendis og dó þar langt fyrir aldur fram kom það í hlut okkar barna- barnanna að hugsa um ömmu með Ragnari syni hennar. Hún var mikill lungnasjúklingur og fór það að há henni verulega síðustu árin, hún gat lítið farið um og hélt sig að mestu heimavið. Hún hafði yndi af því að fá okkur til sín og drakk í sig fréttir af börnunum og öðrum í kringum sig. Þótt líkaminn væri orðinn þreyttur, og þá sérstaklega síðustu tvö árin, þá var hugurinn skýr, hún var afskap- lega minnug, og þreyttist ekki á að segja okkur sögur frá æskuárunum í Skagafirði, lífinu og baslinu sem þau afi upplifðu sem ung fjölskylda í Reykjavík um miðja síðustu öld ný- flutt af Sauðárkróki, allt þetta mundi hún eins og það hefði gerst í gær og hafði hjúkrunarfólkið sem annaðist hana undir það síðasta á orði að það hefði verið gaman að sitja hjá henni; hún kunni ógrynni ljóða og vísna sem hún rifjaði meðal annars upp á spít- alanum til að stytta sér stundir. Henni bauðst vist á Elliheimilinu Grund nokkrum dögum fyrir andlátið og þar lokaði hún augunum í síðasta sinn sólarhring síðar. Hún var södd lífdaga, hún amma, og ég er þakklát fyrir tímann með henni, samtölin, sögurnar og öll kvæðin og vísurnar. Helga Sverrisdóttir. Oddný amma mín var einhver gáf- aðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún hafði ótrúlega skýra hugsun og skarpa dómgreind fram á síðustu stund. Hún var óvægin í hugsun, laus við móðursýki, sannfærður trúleys- ingi, algjörlega laus við tilgerð og ég held að hún hafi enga skoðun haft sem byggðist á tilfinningasemi frekar en rökum. Oddný amma varði tíma sínum að mestu í þjónustu við annað fólk. Hún þjónaði ömmu sinni og móður, föður sínum og eiginmanni, börnum sínum og barnabörnum. Þegar ég neitaði að ganga í leikskóla settist ég upp hjá ömmu og hún tók því eins og hverju öðru. Ég veit ekki hvort það var af æðruleysi eða uppgjöf, en hún lét sjálfa sig mæta afgangi. Kannski var það af því fyrsta barnið kom hneyksl- anlega snemma og batt enda á menntaskólagöngu áður en hún byrj- aði. Kannski af því mátulegur skammtur af tilfinningasemi er nauð- synlegur til að reka mann áfram í líf- inu. Kannski bara af því hún var kona en ekki karl. Ég óska þess að dætur mínar búi að skýrri hugsun lang- ömmu sinnar og veit að þær fá betri tækifæri en hún til að nýta hæfileika sína. Amma bætti skort á háskólagráð- um upp með ýmsum hætti. Hún var einn fremsti handknattleiksmaður heims og í hópi bestu orgelleikara mannkynssögunnar. Hún var mögn- uð í föndri og lestri, fegurst kvenna þar sem hún stóð blóðug upp að öxl- um í sláturtíðinni og óendanlega þol- inmóð við börn. Innan um hámenn- inguna í glæsilegu bókasafninu á Miklubraut 64 voru dýrgripir á borð við árganga 1941-’3 af Æskunni í lúx- usbandi, stórkostlegar bækur og endalaus uppspretta af ranghug- myndum. Þar lærði ég að lesa. Hún var mótsagnakenndur harð- jaxl, heit og köld, sterk og veik á sama tíma, sósíalisti sem gerði mannamun og skammaðist sín ekkert fyrir það. Hún hafði óbeit á heimsku fólki, Morgunblaðinu, Sjálfstæðisflokkn- um, eiganda saumastofunnar sem hún vann á og flestum prestum. Hún gerði upp á milli barna en var samt góð við þau öll. Og hún var best við mig af því ég var uppáhalds og hún var uppáhaldsamma mín. Þegar ömmu lá eitthvað á hjarta bað hún Stein Steinarr gjarnan fyrir það. Hún kvaddi okkur með Landsýn: Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. (Steinn Steinarr.) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þorvaldur Sverrisson. Oddný Þorvaldsdóttir ✝ Óttar Kjartanssonfæddist í Reykja- vík 7. ágúst 1930. Hann lést á Líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi 17. apríl 2010. Foreldrar hans voru Kristín Odds- dóttir frá Þykkva- bæjarklaustri í Álfta- veri, fædd 7. ágúst 1902, látin 19. júlí 1986 og Kjartan Magnússon kennari frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi, fæddur 5. júlí 1885, látinn 26. ágúst 1933. Óttar kvæntist Jóhönnu Stef- ánsdóttur þann 30. jan 1965. For- eldrar Jóhönnu voru Oddný Vilborg Guðjónsdóttir, f. 19. ágúst 1902, d. 13. maí 1989 og Stefán Her- bæjarklaustri í Álftaveri. Hann hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur 1948 og var einn af fyrstu starfs- mönnum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur, seinna nefndar Skýrr, þegar þær voru stofnaðar 1952. Þegar fyrstu tölvurnar komu fór hann til Danmerkur og lærði kerf- isfræði. Hann starfaði hjá Skýrr alla sína tíð og breytti um starfsvið eftir því sem árin liðu. Lengst af var hann deildarstjóri og seinast leiðbeinandi og kennari í notendaráðgjöf. Hans seinasta verk fyrir Skýrr var að skrá 50 ára sögu þess. Ritstörf voru hon- um hugleikin og hann sinnti þeim á ýmsan hátt, m.a. fyrir Skýrr, Skýrslutæknifélagið og Hesta- mannafélagið Gust. Önnur áhuga- mál voru mörg. Hestamennska var honum í blóð borin. Einnig var hann handlaginn, lærði svifflug, ferðaðist mikið um landið og var listrænn og vandvirkur ljósmyndari. Útför Óttars fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 27. apríl 2010, og hefst athöfnin kl 15.00 mannsson, f. 7. júní 1905, stýrimaður á togaranum Gullfossi sem fórst í febrúar 1941. Börn Óttars og Jó- hönnu eru: 1) Stefán, f. 20. júní 1967 og d. 24. júní sama ár. 2) Oddný Kristín, f. 9. ágúst 1968. 3) Kjartan Sævar f., 5. september 1974. Búsett- ur í Svíþjóð. Sambýlis- kona Kjartans er Em- meli Lindholm. Barn Kjartans og Hrafnhildar Stef- ánsdóttur er Karen Birta, f. 29. júlí 2000. Óttar ólst upp í Reykjavík en dvaldi hjá ættingjum úti á landi á sumrin. Ýmist í Hvítárholti í Hrunamanna- hreppi eða í Hraungerði og Þykkva- Óttari Kjartanssyni veitti ég fyrst athygli á æskudögum er við áttum heima svo til í sama hverfi í miðbæ Reykjavíkur, en engin kynni tókust með okkur þar. Vegna tíðra flutninga var mislangt á milli, um eitt skeið að- eins fáir húsgaflar. Ég hef áreiðan- lega gefið honum meiri gaum en hann mér því að hann var fjórum árum eldri. Ég tók eftir því hvað hann var hávaxinn og sviphreinn, en ekki síður hinu, hvað dagfar hans virtist stilli- legt, að ég ekki segi fullorðinslegt. Ég ímynda mér að slíkt fylgi stundum ungmennum sem alast upp með ein- stæðu foreldri, en föður sinn missti hann bráðungur. Hann hlaut að eiga sálufélag annars staðar en á götu og í görðum. Mér lærðist snemma að þekkja fullt nafn hans, og þegar kom fram á fullorðinsár fór ég að sjá því bregða fyrir þar sem fjallað var um ferðalög og leiðsögu; stundum stóð það í horni undir myndum sem fylgdu slíku efni. Svo var það um miðjan aldur að ég kom einhverju sinni í kynnisleit í Skýrsluvélar ríkis og Reykjavíkur- borgar. Þar var þá Óttar fyrir og tók á móti gestum af þeirri ljúfmennsku sem honum var eiginleg. Þá kynntist ég því hversu vandaður og þolinmóð- ur fræðari hann var, áreynslu- og til- gerðarlaus. Voru nú kyrr tíðindi þar til fyrir fimm árum er við leituðum báðir und- ir eitt þak í stóru fjölbýlishúsi í Blá- sölum. Okkur bar þar að á sömu haustdögum. Við hittumst brátt á húsfundi og skiptumst á fáeinum orð- um, en þau urðu til þess að við sett- umst sama kvöld í stofu með konum okkar og hnýttum bönd þeirrar vin- áttu sem yljað hefur síðan marga samverustund. Það var mikil sæld að sitja yfir kvöldkaffi með þeim Óttari og Jó- hönnu og rifja upp svipi þeirra góð- borgara sem gengu reglulega um bernskuslóðirnar forðum. Óttar var bæði fróður og forvitinn um sögu, þjóðleg fræði og fagrar bókmenntir, og margoft sóttum við til skiptis bæk- ur í hillu til að njóta ágætis þeirra hvor með öðrum. Óttar var einstaklega ljúfur ná- granni, gegn og grandvar, en einarð- ur og ráðhollur ef nokkuð lá við. Landið upp frá Kópavogi, umhverfi Blásala, þekkti hann eins og lófa sinn því hann hafði í áratugi tekið hesta sína til kostanna þar efra og kunni þar nafn á hverjum dal og hól. Hann var ólatur að fræða okkur nýgræðinga um nágrennið með því að efna til gönguferða. Það er mér dýrmæt minning er við gengum eitt sinn tveir um sunnanverða Heiðmörk og hann sýndi mér forvitnilegar slóðir sem ég þekkti ekki áður þótt ég hefði rölt um mörkina árum saman. Óttar skrifaði fróðlegar smágreinar um örnefni og staðfræði í lítið húsblað okkar og vann sér þakkir fyrir. Þegar veikindi hans ágerðust nú síðla vetrar vissi hann fullvel að þar var við stóran að deila. Samt vildi hann einatt ræða það öðru fremur hvert skyldi gengið í sumar. Við þurfum að vita hvor af öðrum, sagði hann við mig fyrir skömmu er degi var mjög tekið að halla. Sann- arlega vissi ég af vináttu hans og harma það nú að leiðir skyldu ekki liggja saman miklu fyrr. Við hjónin þökkum af alhug þessum vammlausa vini og munum sakna hans og minn- ast meðan við megum. Ólafur Pálmason. Í maí 1964 fór Jóhanna vinkona mín í ferð með ferðafélaginu Farfugl- um á Krísuvíkurbjarg. Fararstjóri í ferðinni var Óttar Kjartansson sem við kveðjum nú með söknuði. Síðan þessi ferð var farin hafa þau Jóhanna og Óttar átt samleið í lífinu, gifst og eignast börn. Óttar var bæði traustur og góður maður. Hann hafði ferðast mikið um Ísland og þekkti nánast hverja þúfu á landinu. Í þessum ferðum tók hann margar myndir og það var gaman að heyra hann lýsa einstökum stöðum á landinu. Óttar var vel ritfær og skrif- aði um ýmis málefni sem voru honum hugleikin í blöð, tímarit og fleira. Þau hjónin eiga nokkra hesta en hestamennska hefur verið þeirra sameiginlega áhugamál. Þau ferðuð- ust mikið um landið á hestum og það var vel hugsað um hestana. Einnig byggðu þau sumarbústað þar sem þau undu sér vel og ræktuðu landið sem tilheyrði bústaðnum. Þar gátu börnin og hundarnir þeirra leikið sér og hestarnir höfðu þar góðan haga. Mig langar til að þakka Óttari fyrir góð kynni í gegnum árin. Ég þakka fyrir samverustundir með honum og fjölskyldu hans. Megi Guð styrkja og styðja Jóhönnu vinkonu mína, Odd- nýju Kristínu, Kjartan og aðra ætt- ingja og vini í sorg þeirra. Guð blessi Óttar Kjartansson. Ásta Ólafsdóttir. Óttar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.