Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 ÍSLENSK stjórn- völd eiga að biðja Kanadamenn um aðstoð vegna samninga í sam- bandi við Icesave og ganga helst frá málum áður en gengið verður til kosninga í Bret- landi 6. maí nk. Þetta kom fram í máli Donalds K. Johnsons á þingi Þjóðræknisfélagsins í Norður-Ameríku, sem fram fór í To- ronto í Kanada um helgina. Donald Johnson gerði Icesave-deiluna að um- talsefni sínu og sagði að Kanadamenn gætu aðstoðað Íslendinga í efnahags- málum á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með því að kynna fyrir þeim skipu- lagningu bankamála í Kanada sem þeir gætu síðan tekið upp. Í öðru lagi með því að tala máli Íslendinga við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Donald Johnson sagði að íslensk stjórnvöld ættu að setja sig í sam- band við kanadíska áhrifamenn og biðja þá um að aðstoða sig í deilunni. Hann nefndi sérstaklega Paul Mart- in, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, sem hefði átt langt og gott samband við Gordon Brown, og Roy MacLaren, sem gegndi lykilhlutverki við gerð fríverslunarsamningsins milli Kanada og Íslands. steinthor@mbl.is Ísland leiti til Kanada Don Johnson SVEIT Grant Thornton sigraði með miklum yfirburðum á Íslandsmótinu í brids sem lauk sl. sunnudagskvöld á Hótel Loftleiðum. Sveitin varði titil sinn, hlaut samtals 290 stig úr 14 leikjum eða tæplega 21 stig að með- altali í leik. Í sigursveitinni spiluðu bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir, Sveinn R. Eiríksson, Ómar Olgeirs- son, Magnús E. Magnússon og Sig- urbjörn Haraldsson. Tólf sveitir hófu leik á fimmtudag og varð fljótt ljóst að sigursveitin hafði nokkra yfirburði yfir aðrar sveitir og leiddi mótið frá upphafi. Eftir fyrri hluta úrslitanna voru það sveitir Hf. verðbréfa, Málningar og VÍS sem höfðu unnið réttinn í lokaúrslitin en svo miklir voru yfir- burðir Grant Thornton fyrir lokaorr- ustuna að sigur þeirra var nánast tryggður. Lokastaðan: Grant Thornton 290 Hf. Verðbréf 252 Málning hf. 213 VÍS 206 Að öðrum ólöstuðum voru Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Har- aldsson menn mótsins en þeir urðu efstir í svokölluðum Butler-útreikn- ingi, bæði í undanúrslitum og úrslit- um. Þeir félagar eru mjög sagnharðir og hafa gárungar það á orði að vænta megi sagna frá þeim oftar en ekki í hverju spili. Það sé einungis rólegt yfir þeim þegar þeir séu á hættu með skiptinguna 3-3-3-4 og innan við 5 punkta. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. Ólöf Pálsdóttir frkvstj. afhenti verð- laun í mótslok. Morgunblaðið/Arnór Miklir yfirburðir Sigurvegararnir í Íslandsmótinu í sveitakeppni en keppninni lauk um helgina. F.v.: Magnús E. Magnússon, Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason, Ómar Olgeirsson, Sigurbjörn Haraldsson og Sveinn R. Eiríksson. Yfirburðasigur Grant Thornton BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ÖKUMAÐUR hlaut sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suður- lands þann 21. apríl sl. Kæruna fékk hann fyrir að keyra próflaus og að hafa framvísað í blekkingarskyni öku- skírteini, sem búið var að svipta hann. Í ökuferilsskrá mannsins eru skráð 185 umferðarlagabrot frá 1. júní 1995 til 1. apríl 2010. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að maðurinn hafi verið sviptur ökurétti í eitt ár frá 12. júlí 2009 til 12. júlí 2010. Þegar maðurinn var sviptur ökuskírteininu á sínum tíma hafi hann sagst vera búinn að týna því. Maðurinn virðist hafa fundið skír- teinið aftur því þegar lögreglan hugð- ist kanna ökuréttindi hans á Þorláks- hafnarvegi 19. mars sl. framvísaði hann ökuskírteininu. Hann játaði brot sín greiðlega. Hann bar sér til málsbóta að hann hefði verið að redda íbúð í Reykjavík fyrir fyrrverandi sambýliskonu sína. Í dóminum kemur fram að mann- inum hafi þrettán sinnum verð gerð refsing fyrir margvísleg brot frá árinu 2001. Um er að ræða fjöldann allan af umferðarlagabrotum og brot- um gegn almennum hegningarlögum. Hefur oft ekið próflaus Honum var nú refsað í sjöunda sinn frá árinu 2003 fyrir að aka próflaus. Þá var honum refsað í þriðja sinn fyr- ir brot gegn 1. málsgrein 157. greinar almennra hegningarlaga sem er svo- hljóðandi: „Noti maður ófalsað skjal svo sem það varðaði annan mann en þann, sem það á við, eða með öðrum hætti gagn- stætt því, sem til var ætlast, og þetta er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“ Samkvæmt ökuferilsskrá eru skráð brot mannsins, þar sem vá- tryggingaskylda er vanrækt, níu tals- ins. Hinn dæmdi var fyrst sviptur öku- rétti með dómi í desember 2002. Hann hefur samtals verið sviptur ökuréttindum í 31 mánuð með fimm dómum. Hann hafði fyrir síðasta dóm sex sinnum fengið refsingu fyrir að aka án ökuréttinda, samtals fyrir þrettán slík brot. „Með vísan til brotaferils ákærða þykir einsýnt að það skipti hann litlu hvort hann hafi ökuréttindi eða ekki,“ segir í dóminum, sem Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp. Maður framdi 185 umferð- arlagabrot á 15 árum EKKI er fyrir- hugað að fresta nauðungarupp- boðum lengur en til loka október nk. Þetta kemur fram í vilja- yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar til AGS og Stein- grímur J. Sigfús- son, fjármála- ráðherra, staðfesti það á Alþingi í gær. Hann sagði þá staðreynd hafa legið lengi fyrir og kæmi fram í frumvarpi um frestunina. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, spurði ráðherra út í málið og hvort holskefla af nauð- ungarsölum yrði í október og heim- iliseigendur settir „út á guð og gaddinn“. Steingrímur sagði það hafa verið ljóst að fyrirkomulagið yrði ekki til langrar framtíðar. Uppboðum ekki frestað lengur Steingrímur J. Sigfússon www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Str. 38-56 Bolir og toppar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is • Opið kl. 10-18 Flottar kvartbuxur frá Bómullarbolur á 4.500 kr.– margir litir Str. 36 - 56 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Gardeur gæðabuxur Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Undraheimar Fjallabaks – myndir úr nýrri árbók Á næsta myndakvöldi Ferðafélags Íslands 28. apríl n.k. mun Ólafur Örn Haraldsson forseti félagsins sýna ljósmynd- ir úr væntanlegri árbók FÍ 2010. Bókin fjallar um Torfajökulssvæðið og Fjallabak og er óhætt að segja að þetta heillandi svæði verði sýnt í nýju ljósi í þessari árbók sem Ólafur Örn hefur skrifað og er væntanleg í hendur félagsmanna í maímánuði. Flestar myndanna í bókinni hefur Daníel Bergmann ljósmyndari tekið en á ljósmyndasýningunni á miðvikudaginn mun einnig bregða fyrir fjölmörgum eldri myndum sem sýna uppbyggingarstarf og ferðir á svæðinu umhverf- is Landmannalaugar í áratugi. Samkoman hefst stundvíslega kl. 20.00 í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Aðgangseyrir er kr. 600 og kaffiveitingar í hléi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.