Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 23
Þú varst fyrst og fremst Rúnar
frændi og það var einstætt.
Þín verður sárt saknað.
Þínar „litlu“ frænkur
Ylfa og Hanna.
Það var sem högg í hjartastað
þegar mér bárust þær sorgarfréttir
að Rúnar frændi hefði kvatt svo
snögglega.
Mínar bernskuminningar um
Rúnar eru þegar þau frændsystk-
inin Stína systir og Rúnar fermdust.
Veislan var haldin í Tryggvaskála
þar sem stórfjölskyldan kom alla-
jafna saman, Látalætisleggurinn
svo og aðrir ættingjar og vinir.
Þegar skoðuð eru gömul albúm
frá þessum degi og öðrum finnur
maður fyrir hlýju og stolti af að eiga
allar þessar góðu og skemmtilegu
minningar, við söng, dans og píanó-
leik Hallgríms Jakobssonar, og er
unun að sjá að allir tóku þátt eins og
ekkert væri kynslóðabilið.
Falleg er myndin af Rúnari og
Stínu stíga dans, Rúnar í svörtum
fötum með lakkrísbindi og Stína í
hvítum hörkjól.
Æskuárin voru oft skemmtileg og
margt brallað enda frelsið mikið.
Frosið Álftavatnið við Eiríkstúnið
var leikvöllur krakkana á veturna
og var Rúnar enginn eftirbátur
þeirra, hann æfði sig í að stökkva
yfir gaddavírsgirðingar á skautun-
um.
Einnig tóku þeir upp á því, Gunn-
ar bróðir, Rúnar og félagi þeirra, að
ganga yfir ísilagða Ölfusá yfir í
hólmann við neðri Laugardæli og
dvöldu þeir þar part úr degi og
komust svo við illan leik í land með
trjágrein að vopni á eina ísklumpn-
um sem sjáanlegur var.
Skemmtileg er sagan af því þegar
þú veiddir fyrsta laxinn með prik í
hendi og örlítilli beitu á og faldir
hann síðan inni á þér og hljópst sem
fætur toguðu yfir brúna en blátt
bann var við því að leika sér þarna.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Elsku Rúnar, nú hefur þú verið
leystur þrautunum frá.
Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt.
Elsku Diljá, Regin, Birta, Billi,
Systa, Helga og ástvinir allir.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Sólrún Árnadóttir.
Það er erfitt og sárt að missa góð-
an vin, fjölskylduvin, bekkjarbróð-
ur, langt um aldur fram. Rúnar var
aðeins 59 ára gamall þegar hann
lést. Þó svo að hann hafi átt við
veikindi að stríða á umliðnum árum
kom andlát hans öllum sem hann
þekktu í opna skjöldu. Við hjónin
höfðum átt góðar stundir með hon-
um og Diljá, eiginkonu hans, nokkr-
um dögum áður. Óskiljanlegt.
Ég kynntist fyrst Rúnari í laga-
deild Hákóla Íslands 1974 og höfum
við verið vinir alla tíð síðan. Hann
var hreystimenni og unni náttúru
Íslands, þekkti alla fugla á Íslandi,
var afburða stangveiðimaður og
skotveiðimaður. Kenndi mér að
ganga til rjúpna og veiða gæs. En
sterkasta hlið Rúnars var mann-
gæska. Öllum sem kynntust Rúnari
líkaði vel við hann. Hann fylgdist
vel með þjóðmálum og hafði ánægju
af því að ræða landsins gagn og
nauðsynjar og sá oftar en ekki kími-
legu hliðarnar á málunum.
Hann var sjálfstæður í skoðunum
með sterka siðferðiskennd. Hann
var glaðlyndur og virtist alltaf vera í
góðu skapi.
Rúnar var greindur maður og bjó
yfir hæfileikum á mörgum sviðum.
Hann hafði ánægju af því að tefla
skák og að loknu laganámi hittumst
við bekkjarfélagarnir mánaðarlega
til að tefla saman. Félagsskapur
hans var okkur öllum þó dýrmæt-
astur.
Árið 1991 keyptum við Rúnar
jörðina Ármúla við Ísafjarðardjúp
ásamt tveimur öðrum skákfélögum
og Jóni Eiríkssyni meðeiganda í
lögmannsstofu hans og þeim Grími
Halldórssyni og Þorsteini Hösk-
uldssyni rafverktökum. Hann
tengdist sterkum böndum við stað-
inn og dvaldi þar löngum stundum.
Hann tók þátt í að bjarga húsi Sig-
valda Kaldalóns læknis og tónskálds
í Ármúla frá eyðileggingu og var
helsti drifkrafturinn í umsvifamikilli
skógrækt á jörðinni. Ráð hans við
rekstur þessarar sameignar okkar
voru alltaf vel hugsuð og vel þegin.
Mesta gæfa Rúnars í lífinu var
fjölskylda hans, kona hans Diljá og
börnin Regin, sem er lögfræðingur,
og Birta, sem er viðskiptafræðing-
ur, tengdabörn og barnabörn. Hann
talaði oft um börnin og var ákaflega
stoltur af þeim. Bæði hafa þau erft
bestu eiginleika foreldra sinna.
Rúnar var gull af manni. Við og
öll fjölskyldan okkar munum sakna
Rúnars. Missir hans skilur eftir
stórt skarð í lífi okkar allra. Við vilj-
um senda allri fjölskyldu hans okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
leitum huggunar í harmi okkar í því,
hversu ljúfar minningar Rúnar hef-
ur skilið eftir í hjörtum okkar sem
hann þekktum.
Pétur Gunnar Thorsteinsson,
Birna Hreiðarsdóttir.
Kær vinur, Rúnar Mogensen, er
látinn langt um aldur fram. Þótt
hann hafi átt við heilsubrest að
stríða um langt skeið kom andlát
hans mér nokkuð á óvart, enda bar
hann sig alltaf vel. Hann var karl-
menni í bezta skilningi þess orðs,
aldrei vol eða víl, þrátt fyrir margar
og stórar skurðaðgerðir, sem hann
þurfti að undirgangast.
Við hittumst fyrst í upphafi laga-
náms okkar haustið 1974. Rúnar þá
fjórum árum eldri en við flestir
hinna, og yfir honum blær nokk-
urrar reynslu og víðsýni. Hann var
hraustmenni, maður veiði og útivist-
ar.
Eftir góð kynni í laganámi stofn-
uðum við til skákklúbbs með nokkr-
um félögum úr lagadeildinni, sem
hittist reyndar alltof sjaldan. Rúnar
hafði sérstöðu í skákklúbbnum. Það
var sérkennilegt að tefla við hann.
Hann blés alltaf til stórsóknar strax
í upphafi skákar og sóknin hélt
áfram, jafnvel þótt hann væri orðinn
fáliðaður, aldrei lagzt í vörn, alltaf
barizt til sigurs. Það var aldrei logn-
molla í skákum hans, og helzt aldrei
jafntefli, a.m.k. ekki að hans tillögu.
Síðar, 1992, keyptum við ásamt
fleiri skólafélögum og öðrum góðum
vinum jörð saman, sem hópurinn
hefur átt síðan. Rúnar var þar mikil
driffjöður og höfundur góðra hug-
mynda, en í hópnum voru líka
snjallir framkvæmda- og hagleiks-
menn, sem tryggðu að góðar hug-
myndir urðu að veruleika. Einstak-
ur hópur góðs fólks, sem ég veit að
var Rúnari sérstaklega kær. Svo
hófst skógrækt á jörðinni að frum-
kvæði Rúnars. Ég minnist þess að
upphaf skógræktarstarfsins var
skriflegt boð Rúnars í ágúst 2001 til
fundar á heimili hans, þar sem lögð
skyldu á ráðin um að gera samning
við Skjólskóga Vestfjarða um viða-
mikið skógræktarstarf, sem gekk
eftir. Rúnar var aðaldriffjöður í
skógræktarstarfinu, líka eftir að
heilsan var verulega farin að gefa
sig. Hann kom alltaf í vinnuferðir og
það var mikill eldmóður í honum. Á
staðnum er mikið lamstur veðra á
veturna, vorin þurr en sumrin sólrík
og falleg. Hann taldi vöxt og við-
gang plantna hjá okkur frábæran og
blés á allar úrtöluraddir, um að
hægt gengi með vöxtinn í trjánum.
Og nú þegar sjáum við að til mikils
hefur verið barizt. Hann hringdi í
mig fyrir fáeinum dögum og var
samur við sig. Minntist ekki á
skurðaðgerð, sem hann átti að und-
irgangast á fimmtudeginum, heldur
var með allan hugann við plöntun
trjáa báðum megin við heimreiðina
á jörðinni og hvaða trjátegund ætti
að velja. Það yrði glæsileg aðkoma
þegar fram liðu stundir.
Nú er hann dáinn, þessi góði fé-
lagi, sem alltaf var svo upptekinn af
því að skipuleggja það sem gera átti
í framtíðinni. Hans er sárt saknað,
ekki bara af okkur félögum hans og
vinum, heldur mest af hans einstöku
konu, Diljá og fjölskyldu þeirra.
Við Guðrún og fjölskylda okkar,
svo og félagar okkar í Ármúlahópn-
um, kveðjum nú hinztu kveðju
þennan góða vin. Við vottum Diljá
og börnum hans, Regin Frey og
Birtu, og barnabörnunum okkar
dýpstu samúð og vonum að almætt-
ið veiti þeim styrk til að takast á við
framtíðina.
Viðar Már Matthíasson.
Kveðja frá bekkjarfélögum
í ML 1966-1970
Haustið 1966 hnýttust vináttu-
bönd rúmlega 50 ungmenna sem
voru að hefja menntaskólanám á
Laugarvatni. Allt að helmingur
hópsins kom úr þremur byggðarlög-
um sem árum saman sendu fjöl-
menna nemendahópa í ML: Kefla-
vík, Vestmannaeyjum og Selfossi. Í
dag kveðjum við einn úr hópi Sel-
fyssinganna og þann fimmta úr
flokknum fríða sem upplifði saman
menntaskólaárin.
Rúnar Mogensen var sannarlega
einn af þeim sem lögðu sitt af mörk-
um til að skapa hinn glaðværa
hressileika bekkjarins. Hann vakti
athygli – án þess að hann vildi láta á
sér bera – fyrir djarfmannlegt fas
enda íþróttamannslega vaxinn.
Þúfnagöngulag úlpumenna var ekki
hans stíll. Svo var hann einstaklega
góður félagi, einatt kíminn og glað-
beittur svo að öllum leið vel í návist
hans. Jafnframt var auðvelt að
skynja hjá honum, þegar stundir
gáfust til nánara spjalls, ríka sam-
kennd með öðru fólki, tjáða af ein-
lægni og hreinskilni. Samt lét hann
öðrum eftir að sinna róttækninni og
mótmælunum. Námið veittist hon-
um auðvelt og lítt slítandi. Eftir
stúdentspróf leitaði hann nokkuð
fyrir sér í háskólanámi áður en
hann fann sig í lögfræðinni sem
hann lauk með láði. Okkur sem leit-
uðu til hans á þeim vettvangi reynd-
ist hann ráðhollur og traustur.
Senn heldur bekkurinn okkar upp
á fjörutíu ára stúdentsafmælið. Þá
verða rifjaðir upp söngvarnir sem
við sungum í alvöruleysi æskunnar
um frelsið og friðinn, ástina og auð-
valdið – að ógleymdum kersknivís-
um um kennara og húsvörð. Af
sama alvöruleysi sungum við um
moldina sem eignast mun okkur. Nú
hefur hún heimt úr okkar hópi mæt-
an félaga sem við minnumst með
söknuði. Við sendum Diljá – okkar
kæru bekkjarsystur – og fjölskyld-
unni allri innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hannes Stefánsson.
Fleiri minningargreinar um Rún-
ar Mogensen bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
✝ Björgvin Hall-dórsson fæddist á
Geirmundarstöðum í
Strandasýslu þann 19.
apríl 1920. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Víðinesi aðfaranótt
15. apríl 2010.
Foreldar hans voru
Sigurbjörg Bjarna-
dóttir, f. 23.4. 1894, d.
5.8. 1975 og Halldór
Steinþór Sigurðsson,
f. 6.4. 1895, d. 4.11.
1925.
Bræður Björgvins
eru 1) Sigurður, f. 8.5. 1921. 2) Þór-
hallur, f. 11.8. 1922, d. 24.10. 1989. 3)
Bjarni, f. 25.10. 1923,
d. 2.6. 1989. 4) Halldór
Sigurbjörn, f. 23.6.
1925.
Björgvin var kvænt-
ur Laufeyju Oktavíu
Tómasdóttur f. 16.10.
1920, d. 28.12. 2000.
Þau bjuggu síðast á
Grandavegi 47 í
Reykjavík.
Björgvin vann hjá
Vegagerð Ríkisins og
sem sjálfstæður at-
vinnurekandi.
Útför hans fer fram
í Fossvogskapellu 27. apríl 20.10 og
hefst athöfnin kl. 15.
Okkur hjónin langar að minnast í
nokkrum orðum föðurbróður míns og
vinar okkar, Björgvins Halldórsson-
ar.
Björgvin var elstur fimm bræðra
sem allir fæddust norður á Ströndum.
Hann var hæglátur maður sem hafði
gaman af að ferðast og ekki síst á sín-
ar heimaslóðir. Vinnu sinnar vegna
ferðaðist hann víða um landið, enda
vann hann við vegagerð og átti í mörg
ár tæki til slíkra verka. Í nokkur ár
áttu þau hjón Björgvin og Laufey
hjólhýsi og ferðuðust um landið og
vorum við hjónin svo heppin að fara í
nokkrar ferðir með Björgvini og
pabba norður á Strandir og þar var
Björgvin nú enginn eftirbátur í frá-
sögnum. Hann þekkti velflesta bæi
frá Reykjavík og norður. Það var frá-
bært fyrir okkur hjónin að upplifa
þessar ferðir og ekki hafði Björgvin
minna gaman af að hitta ættingjana
og skoða Strandirnar.
Það hefur verið frábært að eiga þig
að vini, kæri Björgvin, og við höfum
reynt að létta þér lífið eftir að konan
þín féll frá og þú varðst einn.
Björgvin hefði orðið 90 ára mánu-
daginn 19. apríl, en við höfðum ráð-
gert að fara í heimsókn í Víðines á
sunnudeginum 18. apríl og vorum far-
in að hlakka til þess að hitta hann, en
til þess kom ekki, því Björgvin lést að-
faranótt þess 15.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínir vinir,
Halldór og Jóna.
Björgvin Halldórsson
✝
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR GARÐAR KRISTJÁNSSON
fyrrverandi forseti Alþingis,
sem lést miðvikudaginn 14. apríl, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. apríl
kl. 15.00.
Elísabet Þorvaldsdóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson,
Þorvaldur Garðar og Heimir Freyr.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
VIÐARS GESTSSONAR
pípulagningameistara,
Sóleyjarima 7,
Reykjavík,
og heiðruðu minningu hans.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11G á
Landspítalanum fyrir einstaka alúð og umönnun.
Halldóra Jóna Karlsdóttir,
Valdís Viðarsdóttir,
Gyða Viðarsdóttir, Jón Magnús Jónsson,
Írís Björk Viðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæru, dóttir mín og tengdasonur, foreldrar okkar, tengda-
foreldrar, afi, amma, langafi og langamma,
HAUKUR HAFSTEINN GÍSLASON
rakari,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl,
og
HANNA ÞÓRANNA SAMÚELSDÓTTIR
húsmóðir,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 21. apríl,
Garðavík 3, Borgarnesi,
verða jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 29. apríl kl. 13.00.
Margrét Hannesdóttir,
Bryndís G. Hauksdóttir Hauth, Ólafur G. Gunnarsson,
Ellý Hauksdóttir Hauth, Jón Viðar Gunnarsson,
Gísli Friðrik Hauksson, Ragnheiður K. Óladóttir,
Samúel Smári Hreggviðsson, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir,
Ólafur Magnús Hreggviðsson,
Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Sigrún Gestsdóttir,
Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.