Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
4 1 5 3
9 1 7 6 8 4
3 6 8 5
3 8 4 9
5 7
9 4 6
9 8
6 7
8
2 8
8 1
2 5
4 5
6 3 4 7
2 7 1
2 3 8
5 8 6
7 4 5
6 4
2 9 7 6
4 9 2 7
6 7 1 8
8 3 1
6 7
4 8 3 2
8 4 2 1
3 9 7 4 6 8 2 5 1
8 4 5 2 1 3 9 6 7
6 1 2 5 9 7 4 8 3
5 3 4 6 7 2 1 9 8
2 6 1 8 4 9 3 7 5
7 8 9 3 5 1 6 4 2
1 5 8 9 3 4 7 2 6
4 2 3 7 8 6 5 1 9
9 7 6 1 2 5 8 3 4
3 1 5 7 8 2 4 9 6
7 4 6 3 9 1 2 5 8
8 2 9 6 5 4 7 3 1
1 6 2 4 3 8 9 7 5
5 7 4 9 1 6 8 2 3
9 3 8 5 2 7 6 1 4
6 8 3 2 7 5 1 4 9
4 5 7 1 6 9 3 8 2
2 9 1 8 4 3 5 6 7
4 7 5 2 9 3 6 8 1
6 8 9 4 1 5 3 7 2
2 1 3 8 6 7 5 9 4
8 5 1 3 7 9 2 4 6
9 3 4 1 2 6 7 5 8
7 6 2 5 4 8 9 1 3
5 4 7 6 8 2 1 3 9
1 9 6 7 3 4 8 2 5
3 2 8 9 5 1 4 6 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 27. apríl,
117. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki
kominn til að tortíma mannslífum,
heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.)
Spennan í ensku knattspyrnunnier að verða óbærileg. Þegar
toppliðin Chelsea og Manchester
United eiga tvo leiki óleikna skilur
eitt aumt stig þau að. Chelsea er á
toppnum og eftir að hafa kjöldregið
Stoke City 7:0 um helgina hafa læri-
sveinar Carlos Ancelottis átta mörk-
um betri markamun en United. Það
er ígildi aukastigs.
Yfirgnæfandi líkur eru á því að úr-
slitin í úrvalsdeildinni ráðist á
sunnudag, þegar Chelsea mætir Liv-
erpool á Anfield og United glímir úti
við Sunderland. Bæði lið eiga nefni-
lega auðvelda heimaleiki í loka-
umferðinni, Chelsea fær Wigan í
heimsókn og United Stoke.
x x x
Sunderland siglir lygnan sjó ídeildinni og hefur þótt nokkuð
erfitt heim að sækja. Á ögurstundu
er þó nær óhugsandi að hið marg-
reynda lið Rauðu djöflanna vinni
ekki þann leik. Ekki kæmi á óvart
þótt annað hvort Paul Scholes eða
Ryan Giggs réði úrslitum eins og
þeir hafa gert í síðustu leikjum.
Það þýðir að Chelsea þarf að vinna
Liverpool. Jafntefli mun duga
skammt. Það fór þá aldrei svo að
Liverpool réði ekki úrslitum í deild-
inni á tímabili sem verið hefur Rauða
hernum mikil vonbrigði. Stuðnings-
menn Liverpool munu örugglega
fara með hálfgert óbragð í munn-
inum inn í þann leik, enda vita þeir
að sigur þeirra manna mun mjög lík-
lega tryggja erkifjendunum í Man-
chester United titilinn. Það sem
verra er, það myndi þýða að United
færi fram úr Liverpool en bæði félög
hafa unnið átján meistaratitla.
x x x
Sú staðreynd mun þó hafa lítiláhrif á Steven Gerrard og hina
leikmenn Liverpool í leiknum enda
halda þeir enn í vonina um að
tryggja sér meistaradeildarsæti þótt
hún sé býsna veik.
En hvernig sem fer á Chelsea
góða möguleika á að slá markamet
Manchester United í úrvalsdeildinni,
97 mörk. Þeir bláu hafa þegar gert
93. Skyldu þeir fara í hundraðið?
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 veglynd, 8
metti, 9 fiskar, 10 tek, 11
glerið, 13 annríki, 15 lít-
ill bátur, 18 gorta, 21
blóm, 22 skáldverkið, 23
klakinn, 24 ánægjulegt.
Lóðrétt | 2 dáin, 3 eydd-
ur, 4 læða, 5 bjarg-
brúnin, 6 mynni, 7 ósoð-
inn, 12 kraftur, 14 gagn,
15 orrusta, 16 smá, 17
hægt, 18 málfar, 19
þjálfun, 20 kvenmanns-
nafn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 flæmi, 4 skála, 7 undin, 8 arman, 9 ann, 11
aurs, 13 ánar, 14 Óttar, 15 svöl, 17 illt, 20 enn, 22 fagur,
23 eitur, 24 rolla, 25 tunga.
Lóðrétt: 1 fluga, 2 ældir, 3 iðna, 4 svan, 5 álman, 6 agn-
ar, 10 nótin, 12 sól, 13 ári, 15 sefar, 16 öngul, 18 lotin, 19
torfa, 20 erta, 21 nett.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6
5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 Bg7 8.
Bg2 d6 9. Rf3 Rfd7 10. Dc2 O-O 11.
h4 Da5 12. h5 Rb6 13. Rg5 R8d7 14.
hxg6 hxg6
Staðan kom upp á Skákþingi Ís-
lands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir
skömmu í Mosfellsbæ. Alþjóðlegi
meistarinn Björn Þorfinnsson (2376)
hafði hvítt gegn Róberti Lagerman
(2347). 15. Re6! fxe6 16. Dxg6?! hér
virðist sem 16. dxe6 hefði verið ein-
faldari og sterkari leikur, t.d. væri
staða svarts afar erfið eftir 16…Re5
17. f4. 16…Rf6? með þessu tapar
svartur strax. Þótt hvítur standi t.d.
betur eftir 16… Hf6 17. Dh7+ Kf7 þá
getur svartur í þeirri stöðu haldið
taflinu gangandi. 17. Bh6! Re8 18.
Bxg7 Rxg7 19. dxe6 og svartur gafst
upp enda óverjandi mát.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Flókið spil.
Norður
♠10752
♥Á6
♦KG52
♣Á98
Vestur Austur
♠G8643 ♠ÁK
♥D85 ♥1073
♦9863 ♦D104
♣7 ♣KD542
Suður
♠D9
♥KG942
♦Á7
♣G1063
Suður spilar 3G.
Þegar tvær litlar opnanir horfast í
augu enda sagnir oft í næfurþunnum
þremur gröndum. Sú varð raunin á
flestum borðum í fyrstu umferð Íslands-
mótsins. Suður vakti á hjarta og norður
sá um framhaldið.
Í sýningarleik á Bridgebase sat
Sveinn Rúnar Eiríksson í sæti sagnhafa
gegn Þorláki Jónssyni og Jóni Bald-
urssyni. Þorlákur kom út með spaða og
Jón tók tvo efstu. Austur er í hræðilegri
stöðu og Jón valdi að spila undan lauf-
hjónunum í von um gosa eða tíu hjá
makker. Sveinn átti slaginn ódýrt, spil-
aði ♥Á og svínaði ♥G. Þorlákur drap og
tók ♠G, en fleiri slagi fékk vörnin ekki.
Það dugir vörninni ef austur spilar
♣K í þriðja slag, en þá verður vestur að
spila tígli þegar hann hefur lokið sér af.
Spili hann spaða má þvinga austur í lág-
litunum.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Áttu gæludýr? Ef nei, þá hvetja
stjörnurnar þig til að opna heimili þitt
fyrir slíku. Ekki reyna að skilja ungling-
inn, hann skilur sig ekki sjálfur.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú nýtur mikilla vinsælda um þess-
ar mundir. Ef maður á ekki í ástríku sam-
bandi við sjálfan sig á maður ekki mikið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Eitthvað kemur upp á og veldur
þér miklli undrun sem aðallega stafar af
hrekkleysi þínu. Gott er að vera opin/n
fyrir því að nálgast hlutina með nýjum
hætti.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Atburðarásin stigmagnast og þú
lætur berast með straumnum. Taktu
hlutina fastari tökum. Gættu þess að
meiða engan.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Yfirboðarar standa í vegi fyrir áætl-
unum þínum í dag. Varastu samt að
ganga of langt í ákafa þínum svo ekki
komi til eftirmála.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Lítið þjófstart er það sem þú þarft
til að byrja af fullum krafti, og neita að
snúa við. Hafðu samt í huga að margar
hendur vinna létt verk.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Samstarfsfólk þitt er sérstaklega
samvinnuþýtt þessa dagana. Gættu þess
að blandast ekki persónulega í mál sem
kemur upp hjá ættingjum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er alltaf spurningin um
að vera réttur maður, á réttum stað á
réttum tíma. Framkvæmdu hugmynd
þína áður en einhver annar verður fyrri
til.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú munt hljóta viðurkenningu
fyrir framlag þitt og það mun koma þér á
óvart hversu vel þér verður tekið. Vertu
ekkert að baksa ein/n í þessu heldur
hafðu strax samband við sérfræðinga.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þér finnst annað fólk treysta
um of á þig til þess að hjólin snúist. Inni-
byrgðar tilfinningar gætu valdið því að
öðrum finnist þú tillitslaus.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Aðstæður batna þegar líður á
daginn og þú verður í algeru þrumustuði í
kvöld. Allir þurfa endrum og eins að
skvetta úr klaufunum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það liggur í loftinu að þú öðlist nú
þá viðurkenningu sem þú svo lengi hefur
átt skilið. Reyndu að vingast við alla í
kringum þig, líka fólk sem þú þekkir ekki.
Stjörnuspá
27. apríl 1858
Póstgufuskipið Victor Em-
anuel (síðar nefnt Arcturus)
kom til Reykjavíkur í fyrstu
áætlunarferðinni frá Kaup-
mannahöfn. Áður höfðu segl-
skip haldið uppi þessari þjón-
ustu.
27. apríl 1939
Magnús Stefánsson skáld (Örn
Arnarson) sigraði í samkeppni
Sjómannadagsráðs um besta
sjómannaljóðið. Það hefst á
orðunum „Íslands Hrafn-
istumenn lifðu tímamót
tvenn.“
27. apríl 1941
Breski herinn handtók tvo rit-
stjóra Þjóðviljans og blaða-
mann, flutti þá til Bretlands
og hafði þá í haldi í þrjá mán-
uði. Þeim var meðal annars
gefið að sök að hafa æst
verkamenn upp gegn Bretum.
Jafnframt var útgáfa Þjóðvilj-
ans stöðvuð.
27. apríl 1957
Guðmundur Guðmundsson, 24
ára, hélt sína fyrstu sýningu á
Íslandi, í Listamannaskál-
anum í Reykjavík. Á sýning-
unni voru 150 myndir, mál-
verk og teikningar og 40
mósaikmyndir. Listamaðurinn
tók síðar upp nafnið Erró.
27. apríl 1991
Sýning á verkum Yoko Ono
var opnuð á Kjarvalsstöðum
og var listakonan viðstödd.
Hún var eiginkona bítilsins
John Lennon.
27. apríl 2008
Eldur kom upp í þjónustu-
íbúðum aldraðra við Dalbraut
í Reykjavík. Fjórir voru fluttir
á sjúkrahús.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
MENNTASKÓLAMÆRIN Erna Valdís Ívarsdóttir
fagnar tvítugsafmæli sínu í dag. Hún verður raun-
ar ekki menntaskólamær nema í rúman mánuð til
viðbótar þar sem hún útskrifast sem stúdent af
eðlisfræðibraut II frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 28. maí nk. Sökum þess gefst lítill tími fyrir
fögnuð enda lokapróf í sögu á morgun og dagur-
inn því nýttur í lærdóm.
Erna segist þó ætla að gera vel við sig og snæða
góðan kvöldverð með fjölskyldunni í kvöld. Að
auki hafi hún haldið fínt afmælisboð á sunnudag
fyrir fjölskylduna. Ennfremur var mikið um hátíð-
arhöld þegar fór fram dimittering hjá MR fyrir tæpri viku, þar sem
Erna Valdís – ásamt bekkjarfélögum – klæddi sig sem knatt-
spyrnubulla hjá Sheffield Wednesday.
Spurð út í sumarið segist Erna Valdís ekki ætla að sitja auðum
höndum. Hún stýrir námskeiðum fyrir börn hjá Golfklúbbi Kópavogs
og Garðabæjar auk þess sem hún stefnir á að taka þátt í allmörgum
mótum. Í haust tekur svo lærdómurinn aftur öll völd en Erna Valdís
hefur ákveðið hefja nám við Háskóla Íslands. Hún hefur þó ekki
ákveðið hvort hún tekst á við stærðfræði eða verkfræði. andri@mbl.is
Erna Valdís Ívarsdóttir er tvítug í dag
Lærdómur á afmælisdegi
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is