Morgunblaðið - 27.04.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010
✝ Rúnar Mogensen,lögfræðingur,
fæddist á Selfossi 9.
júní 1950. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 16. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Helge Mogen-
sen, mjólkurfræð-
ingur á Selfossi, f.
13.2. 1918, d. 26.12.
1973, og Þórunn Mál-
fríður Jónsdóttir Mo-
gensen, húsmóðir, f.
27.10. 1925, d. 26.3.
2007.
Rúnar kvæntist hinn 27.8. 1971
Diljá Gunnarsdóttur, viðskipta-
fræðingi, f. 8.02. 1950. Foreldrar
hennar voru Gunnar Sig-
urjónsson, bakarameistari í Kefla-
vík, f. 18.10. 1923, d. 14.8. 2008, og
Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir,
húsmóðir, f. 14.4. 1930, d. 30.5.
2001. Rúnar og Diljá eignuðust
tvö börn, þau eru: 1) Regin F. Mo-
gensen, lögfræðingur, f. 11.4.
1973, kvæntur Söru Lind Þórð-
ardóttur félagsfræðingi, f. 13.5.
1975. Þau eiga eina dóttur saman,
Þórunni Helgu Mogensen, f. 23.8.
2007. Frá fyrra sambandi á Regin
dótturina Viktoríu Nótt Mogen-
sen, f. 21.7. 1997 og Sara soninn
Gunnar Atla Snorrason, f.
2.10.1999. 2) Birta Mogensen, við-
skiptafræðingur, f. 16.9. 1983, gift
Jónasi Árnasyni, tölvunarfræð-
ingi, f. 9.8. 1978. Eiga þau eitt
barn, Rakel Rán Mogensen Jón-
asdóttur, f. 4.11.2006.
Systkini Rúnars
eru: 1) Brynjólfur
Árni Mogensen,
læknir, f. 4.10. 1947,
kvæntur Önnu Skúla-
dóttur, löggiltum
endurskoðanda, f.
18.6.1948. Eiga þau
þrjá syni. 2) Kristín
Ingeborg Mogensen,
kennari, f. 3.2. 1952,
gift Sigvalda Þor-
steinssyni, skipstjóra
og smið, f. 30.9. 1956.
Eiga þau fjögur börn.
3) Helga Mogensen, fram-
kvæmdastjóri, f. 12.4. 1954. Á hún
tvær dætur.
Rúnar ólst upp á Selfossi til tví-
tugs, er fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Laugavatni
árið 1970. Rúnar lauk lagaprófi
frá Háskóla Íslands 1979 og það
sama ár gerðist hann fulltrúi hjá
bæjarfógetanum í Kópavogi, og
starfaði þar frá apríl 1979 til des-
ember 1984. Rúnar stofnaði eigin
lögfræðistofu, Lögmenn Hamra-
borg, 2. janúar 1985 ásamt Jóni Ei-
ríkssyni hdl., og síðar meir voru
þeir í samstarfi við Ásgeir Magn-
ússon hrl. og Sveinbjörn Svein-
björnsson hdl. Rúnar lét af lög-
mannsstörfum árið 2000. Frá þeim
tíma hefur hann sinnt eignaum-
sýslu og fjölmörgum áhugamálum.
Útför Rúnars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, þriðjudaginn 27.
apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Tengdafaðir minn Rúnar Mogen-
sen er látinn, sem er afar þungbær
og sorglegur veruleiki. Mig langar
með nokkrum orðum að minnast
Rúnars. Gleði, hlýja, sterk fjöl-
skyldubönd, jákvæð sýn á lífið og
æðruleysi, allt þetta kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til baka og
minnist tengdaföður míns.
Seint á árinu 2004 kynntist ég
Regin, syni Rúnars, og fljótlega var
mér boðið í Sæbólið þar sem Mo-
gensen-fjölskyldan tók mér og syni
mínum opnum örmum. Þó svo að ég
og Rúnar ættum allt of stutta veg-
ferð saman þá deildi ég með honum
nokkrum af mínum stærstu stund-
um, svo sem trúlofun okkar Regins
á miðju Ísafjarðardjúpi og síðar
giftingu árið 2007 í Unaðsdal og í
kjölfarið komu Þórunnar Helgu. Þá
kemur upp í hugann fyrsta ferð mín
til Ameríku, Ármúli, netveiðar á
fisk, verkun á rjúpu, þyrluflug yfir
eldgos, kanósiglingar, skotæfingar
og margt fleira. Rúnar átti þátt í
gera allt þetta að veruleika.
Rúnar var afar hvetjandi maður
sem var óþreytandi í að benda okk-
ur unga fólkinu á endalausa mögu-
leika í lífinu. Hann til dæmist hvatti
mig og Birtu óspart áfram í því að
við fengjum okkur byssuleyfi. Rún-
ar var einnig mikill fjölskyldumaður
sem lagði áherslu á samvistir fjöl-
skyldunnar og voru sterk fjöl-
skyldubönd honum afar kær. Ég
man enn eftir svipnum á Rúnari
þegar við sögðum honum frá því að
barn væri á leiðinni, fjölskyldan var
honum allt og barnabörnin elskaði
hann afar heitt. Hvað segið þið fal-
legt í dag elskurnar mínar, er
spurning sem ég mun sakna. Rúnar
var elskandi eiginmaður, stoltur
faðir, hlýr tengdafaðir, traustur
bróðir og vinur og frábær afi.
Diljá mín, elsku Regin minn og
kæra Birta, ég samhryggist ykkur
mikið, saman höldum við minningu
Rúnars lifandi, hann gleymist aldr-
ei.
Sara Lind Þórðardóttir.
Ég kynntist Rúnari fyrir áratug
þegar Birta kona mín kynnti mig
fyrir foreldrum sínum. Mér var
strax tekið vel af þeim hjónum og
leið fljótlega sem ég væri einn af
þessari góðu fjölskyldu.
Rúnar var mikill veiðimaður og
var fljótur að kynna mér skotveið-
ina. Ég var ekkert mjög spenntur í
byrjun en af virðingu fyrir mínum
tilvonandi tengdaföður þá lét ég til-
leiðast og fór í mína fyrstu skotveiði
með þeim feðgum Rúnari og Regin.
Ég kann honum miklar þakkir fyrir
þetta því eftir þessa fyrstu veiðiferð
í Ármúla við Ísafjarðardjúp varð
ekki aftur snúið. Því miður gat hann
ekki veitt mikið sín síðustu ár sök-
um veikinda sinna en við Regin gát-
um flutt honum margar veiðisögur
sem voru honum smá sárabót við
því að komast ekki sjálfur með okk-
ur. Hann tók samt mikinn þátt í
undirbúningi veiðiferðanna. Hann
sá til þess að okkur skorti ekkert til
veiðanna og hafði jafnan mikla skoð-
un á því hvernig við myndum haga
veiðunum.
Það var alltaf skemmtilegt að
fara með Rúnari vestur í Ármúla
þar sem hann jafnan undi sér best.
Hann var mikill náttúruunnandi og
lífsglaður maður og það smitaði
mjög út frá sér til þeirra sem voru
með honum. Það voru alltaf nokkrir
fastir liðir þegar við fórum vestur.
Fyrst fór Rúnar með okkur og lagði
net, svo var athugað hvernig trjá-
ræktin hefði komið undan vetri, og
loks var keyrt um jörðina og fugla-
lífið skoðað. Eftir það var hægt að
tendra í grillinu og una sér við mat
og drykk sem hann sá um að mann
skorti aldrei. Manni leið alltaf vel í
kringum Rúnar og þegar vel lét þá
byrjaði hann að segja sögur sem
einkenndust af mjög beittum húmor
sem ekki er hægt að tíunda hér. Í
stuttu máli sagt þá leiddist manni
aldrei í kringum þennan ágæta
mann.
Fyrir nokkrum árum langaði
Rúnar til að senda mig og Regin á
hreindýraveiðar. Hann lagði hart að
okkur að sækja um veiðileyfi sem
við og gerðum og hann fór með mig
til þess að kaupa riffla handa okkur
Regin. Þegar hann talaði við sölu-
manninn talaði Rúnar alltaf um
drengina sína og átti við okkur Reg-
in. Þegar ég svo kom seinna um
daginn að sækja riffilinn spurði hinn
sami sölumaður mig hvenær bróðir
minn ætlaði að koma og sækja sinn.
Ég var ekki að leiðrétta hann.
Rúnar var mikill fjölskyldumaður
og vildi hafa stóra fjölskyldu í
kringum sig. Hann gerði allt fyrir
fjölskyldu sína og var gríðarlega
gjafmildur í hennar garð og sá til
þess að hana skorti ekkert. Hann
hafði mikið dálæti á barnabörnun-
um sínum fjórum og sá til dæmis
alltaf um að kaupa jólakjóla fyrir
litlu stelpurnar sínar þrjár. Hann
hafði svo mikið dálæti á barnabörn-
unum að þau voru varla komin af
fæðingardeildinni þegar hann var
farinn að spyrja um hvenær það
næsta kæmi. Smá ýkjur en þetta
lýsir honum vel.
Það er mikill missir að hafa misst
þennan góða mann. Minning hans
mun lifa hjá okkur um ókomna tíð.
Blessuð sé minning Rúnars Mogen-
sen.
Jónas.
Elsku Rúnar frændi.
Við viljum þakka þér fyrir allt
það góða sem þú gafst af þér. Þú
varst óspar á hrós og uppörvun.
Hrósyrði og hvatningarorð sem
sögð voru á t.d. æskuárum hafa lifað
með okkur til dagsins í dag. Einlæg-
ur áhugi þinn á velgengni og vellíð-
an okkar systkinabarna þinna var
augljós. Glettni þín, stríðni og dill-
andi hlátur, helst eftir góða brand-
ara, var smitandi. Þú varst rausn-
arlegur og var rausnin hvað
yndislegust í áhuga þínum, ástríðum
og til að mynda sterkum faðmlög-
um.
Takk fyrir margar og góðar
minningar sem flestar tengjast því
að fjölskyldan kom saman í þínum
húsum. Þegar allt kemur til alls eru
það einmitt slíkar stundir sem verða
hvað dýrmætastar.
Rúnar Mogensen
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar,
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR BILSON
frá Ísafirði,
lést þriðjudaginn 20. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Haraldur Bilson,
Jón Bilson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÁRNI MAGNÚSSON
frá Flögu,
sem lést föstudaginn 16. apríl, verður jarðsunginn
frá Selfosskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30.
Sigrún A. Sigurðardóttir,
Kristinn Árnason, Jóna Guðmundsdóttir,
Magnús Vignir Árnason, Elínborg Arna Árnadóttir,
Hörður Árnason, Þórunn María Þorgrímsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar,
KRISTJÓN PÁLMARSSON,
Tobbakoti,
Þykkvabæ,
lést laugardaginn 24. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Systur hins látna.
✝
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
ÚRSÚLA MARÍA VALTÝSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
Grund,
lést föstudaginn 9. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Valtýr Einarsson, Helga Engilbertsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ALDA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Hólum 15,
Patreksfirði,
sem lést sunnudaginn 18. apríl, verður jarðsungin
frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 1. maí
kl. 14.00.
Árni Halldór Jónsson,
Hrönn Árnadóttir, Guðmundur Ólafur Guðmundsson,
Þór Árnason, Sigríður Einarsdóttir,
Dröfn Árnadóttir, Einar Jónsson,
Jón Bessi Árnason, Guðrún Gísladóttir,
Sævar Árnason, Elena Alda Árnason,
Stefanía Heiðrún Árnadóttir, Valgeir Ægir Ingólfsson,
Brynja Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, amma og langamma,
LÁRA LOFTSDÓTTIR
frá Bólstað í Steingrímsfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 21. apríl.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 28. apríl kl. 13.00.
Pálfríður Benjamínsdóttir, Hákon Örn Halldórsson,
Sóley B. Frederiksen, Lindy Ottosen,
Jörgen Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.