Morgunblaðið - 27.04.2010, Side 2

Morgunblaðið - 27.04.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FLUGMÁLASTJÓRN hefur komið þeim skilaboðum á framfæri við Landhelgisgæsluna að hún þurfi að sækja um sérstaka heimild til að fljúga með fjölmiðlamenn að gos- stöðvunum í Eyjafjallajökli, þar sem þeir teljist vera farþegar. For- stjóri Gæslunnar telur að fjölmiðla- menn starfi í almannaþágu við að miðla upplýsingum um gosið og seg- ir að Gæslan geti sjálf metið hverjir eigi erindi um borð í flugferðir yfir gosstöðvarnar. Skilaboðin um að sérstök leyfi þyrfti fyrir fjölmiðlamenn voru sett fram munnlega eftir að Flugmála- stjórn hafði tilkynnt flugrekendum að nýjar reglur hefðu tekið gildi um flug á tilteknum svæðum í grennd við gosstöðvarnar. Á ákveðnu svæði er flug algjörlega bannað. Aðrar starfsstéttir voru ekki tilgreindar. Þurfa að sækja um leyfi Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að reglurnar taki ekki til Landhelgisgæslunnar, þar sem hún starfi eftir sérstökum lögum, og hún geti flogið að gosstöðvunum með vísindamenn, starfsmenn almanna- varna og slíka. Hyggist Gæslan fljúga með aðra, s.s. fjölmiðlamenn eða alþingismenn, þurfi hún leyfi fyrir farþegaflug. Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, segir að 1-2 fjölmiðlamenn hafi verið með í rannsóknarferðum yfir gosstöðvarnar. „Landhelgisgæslan hefur skyldur samkvæmt almanna- varnalögum og við teljum að þeir fréttamenn sem hafa fylgst með gosinu úr flugförum okkar séu þar til þess að geta komið á framfæri nauðsynlegum upplýsingum um gosið. Aukinheldur teljum við al- gjörlega nauðsynlegt að fréttamenn upplifi með eigin augum tækin, tæknina og aðstæður á vettvangi til að geta miðlað upplýsingunum með sem bestum hætti. Við teljum að fréttamenn, í þessum skilningi, séu ekki almennir farþegar,“ segir Georg. runarp@mbl.is Segja að Gæslan þurfi sér- stakt leyfi fyrir fjölmiðla  Gæslan telur að fréttamenn gegni mikilvægu hlutverki Aðkoman ekki jafn- svört HREINSUNARSTARF á sveita- bæjum sem verst urðu úti vegna öskufalls er í fullum gangi. Vagn Kristjánsson lög- reglumaður hefur yfirumsjón með hreinsunarstarf- inu. Hann segir aðkomuna að bæj- unum ekki jafn- svarta og áður enda hafi slökkvi- liðsmenn vatns- hreinsað húsin. Þá hafi sveitarfé- lagið beitt vinnuvélum við að skafa heimreiðar og bæjarhlöð. Vagn segir enn verið að meta stöðuna og skipu- leggja starfið. Hann ráðleggur þeim sem vilja hjálpa til við hreinsun að mynda hópa og senda hjálparboð á netfangið sveitin@hvolsvollur.is. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri og bóndi í Austur-Landeyjum, segir brúnina vera að léttast á íbúum. „Þetta er ekki eins svart og þegar fólk var statt inni í svartasta mekk- inum. Þegar léttir til þá léttist lundin. Að ekki sé talað um þegar svona margir vilja hjálpa til við að þrífa burtu mesta ófögnuðinn.“ Hann segir að ekki sé enn búið að skoða heiðar og afrétt. „Landgræðslan mun líklega koma að því. Það hefði líklega verið gott að eiga ennþá áburðarflugvél.“ svanbjorg@mbl.is Gosið Askan víkur fyrir vatninu. Enn eftir að meta ástandið á heiðunum Eftir Andra Karl andri@mbl.is TALIÐ er víst að allir farþegar jeppabifreiðar sem lenti utan vegar snemma laugardagsmorguns á Suðurnesjum hefðu lifað slysið af ef þeir hefðu notað bílbelti. Þetta má meðal annars ráða af meiðslum ökumannsins – sem var í bílbelti – og skemmdum á jeppanum auk þess hversu stutt hann fór utan vegar. Fjórir voru í jeppanum, piltur sem ók og þrjár stúlkur, öll 18-19 ára. Þó að ekki liggi allt fyrir um tildrög slyssins er ljóst að þau voru öll að skemmta sér um kvöldið og fram á nótt. Pilturinn er búsettur í Sandgerði en var að keyra stúlkurnar í Garðinn. Lögreglan á Suð- urnesjum greindi frá því í gær að pilturinn er grunaður um ölvun við akstur. Jeppanum var ekið norður Hringbraut við Reykjanesbæ og um hundrað metrum áður en komið var að Mánatorgi missti ökumaðurinn af einhverjum ástæðum stjórn á honum; jeppinn lenti á ljósastaur norðan akbrautarinnar og valt út af veginum sunnanmegin. Að því er næst verður komist voru stúlkurnar þrjár ekki í bílbeltum, enda köstuðust þær úr bif- reiðinni þegar hún valt. Tvær þeirra létust að kvöldi sunnudags og einni er enn haldið sofandi í öndunarvél. Stúlkurnar sem létust hétu Lena Margrét Hinriksdóttir, fædd 8. febrúar 1992, og Unnur Lilja Stefánsdóttir, fædd 25. ágúst 1991. Stúlkurnar þrjár bjuggu eða áttu rætur sínar að rekja í Garðinn. Pilturinn var eins og áður segir bundinn í belti og hlaut minniháttar meiðsli. Hann hefur hins vegar þurft á aðstoð að halda vegna atburðanna. Rannsókn slyssins er þó hvergi nærri lokið og kemur Rannsóknarnefnd umferðarslysa einnig að málum. Mikil sorg ríkir meðal íbúa í Garði og Sandgerði sem eru slegnir vegna slyssins. Grunaður um ölvun við aksturinn  Stúlkurnar tvær sem létust af sárum sínum eftir bílslys snemma laugardags- morguns voru ekki í bílbeltum  Þriðju stúlkunni er enn haldið í öndunarvél Slysstaður Reykjanesbær (Keflavík) (Flugstöð Leifs Eiríkssonar) Hesthúsa- hverfi Mánatorg (Sandgerði) (Garður) Hringbraut Reykjanesbraut Bíllinn keyrir á ljósa- staur norðan vegar, fer svo utan vegar sunnan megin og veltur. KARLMANNI sem fékk sér sopa af stíflueyði í verslun Húsasmiðjunnar við Skútuvog í gærkvöldi er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn var talinn úr lífshættu á ellefta tímanum í gærkvöldi en skað- inn af völdum drykkjunnar var þá ekki að fullu kominn í ljós. Maðurinn varð mjög veikur og tóku starfsmenn og viðskiptavinir verslunarinnar strax eftir því að hann var í annarlegu ástandi og gerðu lögreglu viðvart. Sofandi í öndunarvél VIÐUREIGN Snæfells og Keflvíkinga í körfuboltanum í Stykkishólmi var æsispennandi í gærkvöldi. Keflvík- ingar höfðu sigur og knúðu fram oddaleik í úrslitunum á heimavelli. Snæfellingurinn Emil Þór Jóhannsson var meðal þeirra leikmanna sem urðu að fara blóðugir af velli um stund en harkan í leiknum var mikil. | Íþróttir Morgunblaðið/hag BLÓÐ, SVITI OG TÁR Í HÓLMINUM LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu tók alls níu ökumenn um helgina vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þar af voru sex öku- menn teknir fyrir ölvunarakstur; fjórir karlar og tvær konur. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hafði aldr- ei öðlast ökuréttindi. Þeir sem teknir voru fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna voru allt karlmenn; tveir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Annar þeirra sem tekinn var í Reykjavík sinnti ekki stöðvun- armerkjum lögreglu og var veitt eft- irför úr Garðabæ í Hafnarfjörð og þaðan í Kópavoginn. Ökumaðurinn, um fertugt, hafði áður verið sviptur ökuleyfinu. hlynurorri@mbl.is Níu teknir vegna ölvunar og fíkniefna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.