Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Ég lagði ekkert að henni í þessu máli. Hún tók þessa ákvörðun sjálf og ég tel að hún hafi gert það af mik- illi auðmýkt og mikilli reisn,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, um afsögn Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Steinunn þáði 8,1 milljón króna í styrki fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2006 og 4,65 milljónir fyrir þingkosningarnar 2007. Jóhanna segir að ekki hafi heldur verið lagt sérstaklega að henni innan þingflokksins. Aðspurð hvort hið sama gildi um fleiri þingmenn Samfylkingar- innar, eins og um Steinunni Valdísi, segist Jóhanna ekki ætla að setjast í neitt dómarasæti. Hver og einn verði að gera upp hug sinn. Helst hefur nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins, borið á góma í öðrum flokkum en innan Samfylkingarinn- ar þáði Dagur B. Eggertsson, vara- formaður og oddviti í Reykjavík, vel á sjöttu milljón fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Veit ekki hvað Dagur þáði „Ég veit ekki nákvæmlega hvað Dagur þáði af styrkjum. Ég hef nú ekki heyrt þá svona háa og ég hef nú sagt það áður að mér finnst að menn eigi, þegar þeir eru að horfa til borg- arstjórnarkosninganna áður og þeirra sem þá þáðu styrki, að menn ættu að beina sjónum sínum að öðr- um en okkur. Mér finnst spjótin of mikið hafa beinst að Samfylking- unni, á meðan aðrir eru látnir í friði, meðal annars þeir sem ekki hafa gef- ið upp, og það finnst mér nú verst, hverjir gáfu til þeirra kosningabar- áttu,“ segir Jóhanna. En hvar á þá að draga mörkin? „Ég ætla þeim að gera það sjálfir sem hafa þegið háa styrki. Ég ætla ekki að setjast í dómarasætið í því efni, en það eru of margir sem hafa þegið háa styrki í þessu máli.“ Jóhanna segir mikla eftirsjá að Steinunni Valdísi. „Ég tel að hún sé að leggja þarna mjög stórt lóð á vog- arskálarnar, í endurreisninni það er að segja, að endurreisa trúverðug- leika í stjórnmálum,“ segir Jóhanna. Aðspurð segist hún ekki taka fylgistapi vinstriflokkanna í borginni sem ádeilu á störf ríkisstjórnarinnar. „Það er öllum ljóst að við erum að starfa í þessari ríkisstjórn við ein- staklega erfiðar aðstæður. Það hefur engin ríkisstjórn starfað við jafnerf- iðar aðstæður og nú og við erum að taka á erfiðum málum. Nú, það er ekki neitt skrýtið þó að það, með ein- um eða öðrum hætti, muni bitna á þessum sveitarstjórnarkosningum að ósekju.“ Samfylkingin í Reykja- vík eigi skilið miklu meira fylgi en kannanir sýni. Kjósendur ráði hins vegar ferðinni á kjördag. Jóhanna sér eftir Steinunni  Jóhanna lagði ekki að Steinunni Valdísi að segja af sér  Verst er að aðrir, sem ekki hafa gefið upp styrki og styrkveitendur sína, séu látnir í friði, segir Jóhanna „Þetta mun verða lexía fyrir marga og við erum að sjá upphafið að nýjum tímum í þessum málum.“ Árlegt kassabílarall frístundaheimila í Vesturbæ Reykjavíkur fór fram á Ingólfstorgi í gær. Lið frá fjórum frístundaheimilum kepptu í mörgum flokkum. Selið tefldi fram hraðskreiðasta bílnum og sveitir þess sigruðu sjötta árið í röð. Bíll Undralands var talinn sá flottasti og Skýjaborgir voru með öflugasta stuðningsmannaliðið en krakkarnir í Frostheimum fengu klakaverðlaun- in fyrir að vinna starfsmennina. Græna þruman á fullri ferð Morgunblaðið/Ómar „Það er ekkert frumvarp í smíðum eða uppi á borðunum. Menn eru bara að skoða þessa stöðu, hvort hægt sé að setja einhverjar frekari skorður,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra í gær, þegar hún ræddi við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund. Hún sagði málefni Magma Energy og HS Orku hafa verið „lauslega“ rædd á fundinum. Ráðherrar iðnaðar- og umhverfismála muni vinna málið saman áfram. Í fyrradag sagðist Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra vilja leggja fram frumvarp þess efnis að einka- aðilar mættu ekki eiga meira en þriðjungshlut í orkufyr- irtækjum. Steingrímur J. Sigfússon hefur einnig sagt flokkinn vera að skoða þau mál. Jóhanna segir samstarfsflokkinn og einstaka ráðherra hans geta rætt saman, síðan sé spurning hvað flokkarnir nái saman um. „Ég hef ekkert á móti því og lýsti því yfir á þessum fundi að mér fyndist alveg ástæða til að skoða hvort hægt sé að setja einhverjar frekari skorður við einkavæðingu á auðlindunum og eignaraðild og nýtingu útlendinga, en það verða þá að vera málefnaleg sjónarmið sem ráða ferðinni,“ sagði Jóhanna. Hins vegar yrði erfitt að gera þetta til að vinda ofan af Magma-málinu. „Menn hafa verið að skoða það inn í framtíðina. Menn hafa verið að skoða hvort hægt sé að setja skorður að því er varðar forkaupsrétt að því er varðar Magma-málið og fleiri þætti sem að því snúa. Að nýtingin sé ekki til svona langs tíma, eins og í upphafi var sett. Þetta gæti haft áhrif á það.“ onundur@mbl.is Spurningin er hvað flokk- arnir geta sameinast um Morgunblaðið/Ómar Á fundi Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir.  Ræddu viðbrögð Svandísar við Magma-málinu lauslega Lítil eftirspurn er eftir lóðum í grónum hverfum í Reykjavík. Að- eins fjögur tilboð bárust þegar tólf lóðir voru aug- lýstar. Þar var af sami umsækjandi að tveimur lóðum þannig að vænt- anlega fellur hann frá tilboði í aðra og standa þá eftir þrjú tilboð. Fimm lóðir voru auglýstar í keðjuhúsalengju við Lautarveg, neðan Sléttuvegar. Lágmarksverð var ákveðið 12 milljónir á hús. Til- boð bárust í þrjár lóðanna, á bilinu 12,5 milljónir til 14,5 milljónir. Sami einstaklingur átti tilboð í tvær lóð- irnar. Eitt tilboð barst í staka lóð við Bauganes, 18,5 milljónir en lág- marksverð var 18 milljónir. Ekkert tilboð barst í fimm lóðir við Blesugróf, Bleikargróf og Jöldu- gróf, heldur ekki í staka lóð við Lambasel. helgi@mbl.is Lóðirnar rjúka ekki beint út Boðið var í þrjár lóðir í Fossvogi. Fjögur tilboð í 12 lóð- ir í grónum hverfum Átján ára piltur hefur verið úrskurð- aður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna aðildar að fjölda innbrota í sumarhús í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Jafnframt hefur verið farið fram á jafn langt varðhald yfir tveimur til viðbótar á svipuðum aldri, en um gengi fjögurra pilta var að ræða. Sá yngsti, sem er 15 ára, verður vistaður á Stuðlum fyrir til- stuðlan barnaverndaryfirvalda. Piltarnir fjórir eru grunaðir um innbrot inn í allt að 40 sumarhús í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. Jafnframt eru sumarhúsaeigendur á svæðinu hvattir til að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglu ef brotist hefur verið inn. Miklum verðmætum var stolið í innbrotunum og fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna á dvalarstað elsta piltsins. Að sögn lögreglu er ljóst að rannsókn verður umfangsmikil og því mikilvægt að piltarnir sæti gæsluvarðhaldi. Fjörutíu inn- brot á bakinu Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábær tilboð í 14 nátta ferðir til Costa del Sol í sumar. Í boði er frábær sértilboð á El Griego, Roc Flamingo og Puente Real með allt innifalið. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumar á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. 8. júní og 22. júní í 14 nætur Verð frá 119.940 allt innifalið Costa del Sol Verð kr. 119.940 Allt innifalið. Ótrúlegt verð. Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi á Roc Flamingo *** eða El Griego *** Mar í 14 nætur. Annað hvort 8 – 22. júní eða 22. júní – 6. júlí. Verð kr. 138.340 Allt innifalið. Ótrúlegt verð. Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi á Puente Real ***+ í 14 nætur. Annað hvort 8 – 22. júní eða 22. júní – 6. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.