Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Frambjóðandi á vegum Dags Egg-ertssonar kippti teppinu undan Steinunni Valdísi flokkssystur hans. Leikritið var sett þannig upp að segði hún ekki þegar af sér yrði henni kennt persónulega um ófarir Dags. Það réð borgarstjórinn fyrr- verandi ekki við. Afsagnarástæðan var meðal annars sú að hún hefði hlotið eitthvað hærri fúlgur en Dagur í prófkjöri sem bæði tóku þátt í árið 2006.     En Jóhanna ogDagur höfðu áður vísað öllum umkvörtunum um siðleysi Sam- fylkingarmanna til sérstakrar umbótanefndar sem skyldi rann- saka styrkja- málið og velta við hverjum steini. Rannsóknin átti þó að takmarkast við styrki frá og með árinu 2007. En frá þeim tíma hafa ekki farið fram nein prófkjör fyrr en nú í ár. Snjallt.     Samfylkingin á enn eftir að skipasérstaka umbótanefnd til að rannsaka hegðun og umgengni í miðbænum á nóttunni, en und- irbúningur þess máls er sem betur fer vel á veg kominn.     Til að einfalda málið hefur þegarverið ákveðið að rannsaka um- gengni og hegðun í miðbænum á milli kl 3 og 6 á daginn, sem er bæði aðgengilegra en á nóttunni og talið gefa jafngóða mynd af ástandinu.     Mun sama nefnd og rannsakarstyrkina sjá um þessa rann- sókn og getur þá borið umgengnina saman við þá styrki sem safnað var á árunum 2007–2009 þegar engin prófkjör fóru fram og eru talin gefa góða mynd af sukkárunum.     Velta skal hverjum steini. Stak-steinar ætla að velta með. Dagur B. Eggertsson Réttur Dagsins Veður víða um heim 28.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 9 heiðskírt Akureyri 11 léttskýjað Egilsstaðir 5 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 11 skúrir Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 16 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 skýjað London 18 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 17 skýjað Vín 22 skýjað Moskva 15 skýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 19 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 20 skýjað Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 15 skúrir Montreal 22 léttskýjað New York 21 léttskýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 29. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:30 23:21 ÍSAFJÖRÐUR 2:54 24:07 SIGLUFJÖRÐUR 2:35 23:52 DJÚPIVOGUR 2:51 22:59 Myndbandið Brettahreysti sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon, sem efnt var til í tengslum við Skólahreysti og ætluð nemendum 8. – 10. bekkjar grunnskóla. Brettahreysti er eftir Ásgeir Þór Þorsteinsson, nemanda í 10. bekk Hamraskóla, og fékk hann að launum Canon LEGRIA HF-200 upp- tökuvél, að verðmæti 150 þúsund kr. Dómnefnd var skipuð ljósmyndurum Morgunblaðsins, starfsmönnum mbl.is og fulltrúa Canon á Íslandi. Morgunblaðið/Jakob Fannar Sigurvegari Ásgeir Þór Þorsteinsson sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon. Lengst t.v. er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Sense. Brettahreysti besta myndbandið Guðrún Elísa Ólafs- dóttir, fv. varaformaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, lést á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja að morgni hvítasunnudags, 23. maí sl. Guðrún var fædd á Ísafirði 3. febrúar 1932, dóttir Önnu Filippíu Bjarnadóttur og Ólafs Guðbrands Jakobs- sonar. Hún flutti síðar til Keflavíkur ásamt manni sínum, Magnúsi Jóhannessyni, sem er látinn. Í Keflavík hóf hún störf við fisk- vinnslu og var fljótlega kjörin trún- aðarmaður á sínum vinnustað. Guð- rún var ætíð mjög virk í störfum sínum fyrir verkafólk og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Árið 1969 var hún kjör- in í stjórn Verkakvennafélags Kefla- víkur og Njarðvíkur og í mars 1973 var hún kjörin varaformaður félags- ins. Stuttu síðar tók hún við for- mennsku í félaginu við afar erfiðar aðstæður, eftir að þáverandi for- maður lést í bílslysi. Guðrún var formaður Verkakvennafélagsins allt þar til félagið sam- einaðist Verkalýðs- og sjómannafélagi Kefla- víkur og nágrennis um áramótin 1989 og hún var varaformaður sam- einaðs félags til apríl 2002. Hún var gerð að heiðursfélaga í félaginu sama ár. Guðrún var varamaður í miðstjórn ASÍ, Verkamannasambandi Íslands, var í sambandsstjórn ASÍ og sat í Menningar- og fræðslusambandi al- þýðu. Menntamál verkafólks voru henni afar hugleikin og starfaði hún ötullega að þeim málum. Guðrún sat í stjórn Félags eldri borgara á Suð- urnesjum og var formaður þess allt til dauðadags. Guðrún og Magnús eignuðust fjóra syni og átta barnabörn. Andlát Guðrún Elísa Ólafsdóttir Skólanemendur á landinu öllu á skólaárinu sem er að ljúka eru rúm- lega 107 þúsund talsins. Hagstofan hefur birt nýjar tölur um skólasókn og nemendafjölda á skólaárinu frá 2009 til 2010. Skráðir eru 18.699 nemendur á leikskólastigi, 42.929 nemendur á grunnskólastigi, 26.364 nemendur á framhaldsskólastigi og 19.020 á skólastigum ofar fram- haldsskólastigi. Fram kemur í samantekt Hag- stofunnar að nemendum fjölgaði um 1.529 frá árinu áður, eða um 1,4%. Skólasókn 16 ára ungmenna á Ís- landi haustið 2009 var 95% sé miðað við öll kennsluform. Undanfarin þrjú ár hefur skóla- sókn 16 ára ungmenna á landsvísu haldist óbreytt og verið 93%. Haust- ið 2009 var skólasókn 16 ára komin í 95% og hefur því aukist um tvær prósentur frá fyrra ári. Aldrei fyrr hafa jafn margir 16 ára unglingar sótt framhaldsskóla. Í umfjöllun Hagstofunnar kemur fram að nokkur munur sé á skóla- sókn 16 ára ungmenna eftir lands- hlutum. Hlutfallslega flestir 16 ára unglingar sæki skóla á höfuðborg- arsvæðinu utan Reykjavíkur og á Vestfjörðum en þar er skólasókn 97% og hefur aldrei verið meiri. Hins vegar sækja hlutfallslega fæst- ir skóla á Suðurnesjum en þar sækja 92% 16 ára ungmenna skóla. Haustið 2009 var hlutfall 17 ára í skólum 90% en hlutfall 18 ára 81%. Skólasókn hefur því einungis minnk- að um 3 prósentur hjá þeim sem voru 16 ára 2008 og um 12 prósentu- stig hjá þeim sem voru 18 ára 2009. Skólanemum fjölgar milli ára  Aldrei fleiri 16 ára í framhaldsskóla Nemendur á háskóla- og doktorsstigi voru rúm- lega 18 þúsund sl. haust og fjölgaði um 1107 eða um 6,5% á milli ára. Skv. tölum Hagstofunnar eru 37% þeirra skráð í grein- ar sem falla undir fé- lagsvísindi, viðskipta- og lögfræði. Hlutfall nem- enda í verkfræði, fram- leiðslu og mann- virkjagerð er 9% en í raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði eru 8% nemenda á þessum skólastigum. Konur eru 63% allra nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Konur í miklum meirihluta NEMENDUM Á HÁSKÓLASTIGI FJÖLGAÐI UM 6,5% Flestir stunda nám í félags-, viðskipta- og lögfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.